Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 104
Tímarit Máls og menningar fylgi munnlegri arfsögn, sem var frábrugðin Landnámu.5 Virðast þeir einna helzt gera ráð fyrir því að draumurinn sé upphaflegur og eigi rætur sínar að rekja til landnámsmannsins. A hinn bóginn hafa þeir rétt að mæla þegar þeir draga í efa hina einföldu skýring Sigurðar Nordals á muninum milli Landnámu og Hrafnkels sögu og skoðun hans á skyldleika frásagn- anna. Ef vér lítum á vitrunina sjálfa og sleppum frávikum í nafngifmm, sjá- um vér glöggt að Hrafnkels saga hefur atriði, sem vantar í Landnámu. I fyrsta lagi leggur draummaður Hallfreði ráð hvert hann eigi að fara, og í öðru lagi er spáð um örlög landnámsmannsins. Hvorugt atriðið er að finna í Landnámu, sem getur þess eins, að Hrafnkell er beðinn að standa upp og fara á brott sem skjótast. Nú hagar því þannig til um vitranir í íslenzkum fornsögum og Landnámu, að margar þeirra verða raktar til út- lendra fyrirmynda, og er því ekki ófyrirsynju að mönnum geti komið til hugar, að svo sé einnig háttað um draum þeirra Hrafnkels og Hallfreðar. Eins og allir vita, þá fjalla fyrsm tólf kaflar Jósúabókar um sigurvinninga Gyðinga á „fyrirheitsjörð" og níu hinir næsm um landnám þeirra og landaskipti þar. Islenzka þýðingin á þessum hluta biblíunnar er ef til vill verk Brands Jónssonar, þótt vel megi vera, að til hafi verið eldri þýðingar. í fyrsta kafla Jósúabókar er svofelld vitmn: Og eftir andlát Moysi vitraðist guð drottinn Jósue, svo segjandi: „Moyses minn þjónn er andaður. Nú rís þú upp og flyt allan minn lýð yfir ána Jórdan, á þá jörð er ég mun gefa Gyðingalýð. Hvern þann stað sem þér komið fótum á mun ég selja undir yðvart vald, sem ég sagði Moysi, frá eyði- mörk og fjalli Líbanó allt til hinnar miklu ár Evratem, alla jörð þeirra þjóða er Ethei heita til hafsins mikla móti sólar setri. Þetta er ummerki yðvars ríkis. Engi maður skal yður mega móti standa, svo lengi sem þú lifir...5 6 í Jósúabók skiptir förin yfir ána Jórdan miklu máli, og í Hrafnkels sögu er Hallfreði ekki einungis ráðlagt að færa bú sitt vestur yfir Lagar- fljót, heldur er það einnig tekið fram síðar að hann hafi fært bú sitt út 5 Dietrich Hofmann, „Hrafnkels und Hallfreðs Traum: Zur Verwendung miind- licher Tradition in der Hrafnkels saga Freysgoða", Skandinavistik VI (1976), 19.—36. bls. — Óskar Halldórsson, Uppruni og þema Hrafnkels sögu, Reykja- vík 1976. 6 Stjórn, útg. Unger, 349. bls. 90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.