Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 107
Lenínisminn og verkalýðshreyfing vesturlanda
sósíaldemókratísku flokkanna, heldur
einnig í verkalýðsfélögunum, heims-
sambandi iðnverkamanna (IWW), með-
al syndikalista og meira að segja meðal
anarkista, sem annars voru algerir and-
stæðingar ríkisvaldsins. Fögnuðurinn
yfir fyrstu sósíalísku byltingunni var
slíkur, að í fyrsm yfirsást mönnum sér-
kenni bolsévikaflokksins og viðhorf bol-
sévika til ríkisvaldsins. I sigurvímu
byltingarinnar var ekki laust við að jafn-
vel bolsévikar sjálfir álitu hana annað
og meira en flokkseign. Þegar 3. alþjóða-
sambandið varð til, komu einkenni bol-
sévismans þó afmr sterklega í ljós, bæði
hvað snerti skipulagsmál, barátmfræði
og baráttuaðferðir hreyfingarinnar.
Grundvallarreglur bolsévismans voru
settar fram í 21 atriði og samþykktar í
því formi sem inntökuskilyrði í 3. al-
þjóðasambandið.
Þessi 21 skilyrði gerðu það að verk-
um að sérhver hreyfing, sem gekk í 3.
alþjóðasambandið, varð að umturna
skipulagi sínu og gera það bolsévískt.
Einnig var grundvallarregla lenínismans,
miðstýringin, raungerð á alþjóðiegum
vettvangi. A sama hátt og miðstjórn
rússneska flokksins var „herráð“ í Rúss-
landi, skyldi miðstjórn alþjóðasambands-
ins verða „herráð" heimsbyltingarinnar.
Ákvörðunum þess skyldi skilyrðislaust
framfylgt í einstökum þjóðadeildum.
Þar sem sá flokkur sem umbreyst hafði
í ríkisvald, nefnilega sá rússneski, hafði
töglin og hagldirnar í alþjóðasamband-
inu, varð ekki hjá því komist að hags-
munir og áhugaefni Rússlands og flokks
bolsévika nytu þannig sérstakrar athygli
og aðhlynningar. Það var sett samasem-
merki á milli sérhagsmuna Sovétrúss-
lands annars vegar og almennra hags-
muna heimsbyltingarinnar hins vegar,
og þar af leiðandi þótti sjálfsagt mál að
alþjóðasambandið þjónaði stefnu rúss-
neska ríkisins.
Á árum borgarastyrjaldar og erlendr-
ar íhlutunar virtust yfirráð bolsévika
yfir ríkisvaldinu byggjast algerlega á
því að byltingin næði að breiðast út til
landa Vesmr-Evrópu. Pólitísku bylting-
arnar í hinum sigruðu löndum Evrópu
leiddu hins vegar ekki til félagslegra um-
byltinga, heldur ollu þær því að auð-
valdskerfið treysti innviði sína. Þó svo
að byltingarsinnaðir minnhlutahópar
beittu sér fyrir því eftir rússnesku bylt-
inguna, að á yrði komið ráðaskipulagi,
fylgdi allur þorri verkalýðsins sósíal-
demókrötum að málum. Markmið þeirra
var hins vegar ætíð takmarkað við lýð-
veldi með borgaralegu lýðræði. í Þýska-
landi — því landi sem skipt gat sköpum
fyrir byltinguna — myndaði fjöldinn
verkalýðs- og hermannaráð að eigin
frumkvæði. En þar sem þau hvötm til
að þjóðarsamkundan (Nationalversaml-
ung) yrði kölluð saman, stuðluðu þau í
raun og veru að eigin endalokum. Mið-
stéttirnar og bændur mynduðu þá þegar
gagnbyltingarsinnað afl innan bylting-
arinnar. Það er engum vafa undirorpið
að þorri verkalýðs stefndi að sósíalisma.
Hann áleit það hins vegar ekki í sínum
verkahring, heldur ríkisstjórnarinnar, að
koma á sósíalisma. Það var afdrifarík
grilla, og sósíaldemókratar skildu mæta-
vel hvernig þeir gám notfært sér hana.
Um leið og lofað var að koma á sósíal-
isma voru byltingarsinnuðu hóparnir
barðir niður, burgeisarnir héldu áfram
völdum.
Það varð ekki ljóst fyrr en síðar,
hversu auðveldur sigur burgeisanna
hafði verið; fyrsti ósigur byltingarafl-
anna þurfti ekki nauðsynlega að tákna
endanlegan ósigur. Þar sem efnahags-
ástandið hlaut að versna, mátti gera ráð
93