Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 112
Tímarit Máls og menningar ítá. vestrænum einokunarkapítalisma, og ekki er heldur með þessu ráðist á hina lenínísku hugmynd um öreigabylting- una sem „díalektíska" umturnun borg- arabyltingar. En til þess að réttlæta hina lenínísku hugmynd væri nauðsynlegt að sanna tilveru sósíalismans í Rúss- landi. Það væri hins vegar aðeins hægt með því að rugla saman veruleika og hugmyndafræði. Einungis ef menn teldu sósíalismann takmarkast við afnám einkaeignar, væri hægt — og þó ekki með fullum rétti — að kalla rússneska samfélagið sósíalískt. En þar eð Rúss- land er ekki frábrugðið dæmigerðum auðvaldsríkjum í öllum öðrum félags- legum efnum, þá er ekki hægt að halda því fram að rússneska byltingin hafi nú þegar leitt til sósíalisma. Á alþjóðlegan mælikvarða og fyrir alþjóðlega verkalýðshreyfingu hefur lenínisminn leitt til hvers ósigursins á fæmr öðrum, reyndar oftast barátm- lausra ósigra. Þó svo að þetta hrun al- þjóðlegrar byltingarhreyfingar hafi fyrst orðið algert eftir dauða Leníns, ber lenínisminn ábyrgð á því sem grund- völlur stalínískrar stefnu. Þótt oft hafi verið reynt að horfa framhjá stalínism- anum þegar fjallað er um lenínismann, þá er það augljóslega ekki hægt, því eftir stendur sú staðreynd, að með hug- myndinni um ríkiskapítalískt flokks- alræði var andbyltingin þegar búin að taka sér bólfesm í lenínískri bylting- arkenningu. Samt sem áður eru mikil- væg atriði sem skilja þá að Lenín og Stalín, þ. á m. að annar innleiddi það alræði sem honum virtist nauðsynlegt, meðan hinn útfærði það í sitt öfga- fyllsta form. Einnig greindi stíll þeirra þá að: í höndum Leníns varð sannleik- urinn að lýðskrumi, á meðan Stalín leit á lýðskrumið sem sannleika. Það kann vel að vera, að alþjóðleg verkalýðshreyfing hefði engu að síður hrunið saman, þótt 3. alþjóðasambandið hefði haft aðra stefnu. Einnig er hugs- anlegt, að i Vestur-Evrópu hefði ekki myndast nein kommúnísk hreyfing, sjálfri sér samkvæm, jafnvel þótt lenín- isminn hefði aldrei náð að breiðast út fyrir Rússland. Það breytir hins vegar engu um það, að eins og málum var komið ollu eigin þarfir rússnesku bylt- ingarinnar og hugmyndir Leníns því að sú bylting var dæmd til að veita alþjóð- legri gagnbyltingu byr í seglin og auk þess til að verða sjálf að and-byltingar- sinnuðu afli. Gagnvart vestur-evrópsku kommúnistaflokkunum táknaði afstaða 3. aiþjóðasambandsins ekkert annað en afneitun hvers kyns byltingarsinnaðrar stefnu — og leiddi loks til baráttulausrar uppgjafar fyrir alræði fasismans. Vestrænu kommúnistaflokkarnir sem voru endurvaktir eftir seinni heimsstyrj- öldina eru einvörðungu tengdir lenín- isma rússnesku byltingarinnar á hug- myndafræðilegan hátt. I starfsháttum eru þeir einfaldlega endurbótaflokkar, sem greinast lítt frá sósíaldemókratísku flokkunum. Þeir eru að minnsta kosti reiðubúnir til að taka þátt í kapítalísk- um ríkisstjórnum og til að verja borg- aralegt lýðræði, sem þeir lofsyngja enn á ný — sem hina einu færu leið til sósí- alisma. „Hreinræktaða lenínista" er þess vegna ekki lengur að finna í kommún- istaflokkunum, heldur meðal ýmissa andstæðinga stalínismans, sem tefla ranglega skildum kennisetningum Len- íns fram gegn hinni „sviknu" byltingu. Raunsanna þýðingu bolsévikabylting- arinnar var ekki hægt að sjá fyrir, og hún varð ekki með öllu ljós fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld. Á það skal minnt, að Lenín byggði afstöðu sína til 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.