Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 116
Umsagnir um bækur HERMANGSTÍMAR Það hefur sjálfsagt ekki verið áhlaupa- verk fyrir Olaf Jóhann Sigurðsson að taka upp þráð þar sem frá var horfið í lok Gangvirkis fyrir röskum tveimur áratugum, en nú má sjá svart á hvítu að verkið er hafið að nýju.1 Hafið, en ekki lokið, því á síðustu blaðsíðum þess- arar nýju bókar er mörgum spurningum ósvarað um Pál Jónsson og sýnt er að von mun á einu bindi enn í þessum bálki. í þessari bók (ég hliðra mér hjá að beygja hljómmikið nafn hennar) kemur það enn skýrar fram, sem þó var tæpt á í Gangvirkinu, að sögumaður skrifi nokkrum árum eftir að atburð- irnir urðu sem lokið er að segja frá og að ólítil umskipti hafi orðið í lífi hans fyrir stund skrásetningar. Við getum líka lesið milli lína að þessi umskipti hafi fólgið í sér aukna pólitíska með- vimnd og pólitískan verknað, glæpinn. Hver hann er vitum við ekki enn. Hitt er sýnilegt að þessi umskipti hafa leitt sögumann í höfn hjónabandsins. Onn- ur gáta bíður ráðningar: faðerni sögu- manns. Meðan svo mörgum spurning- um er ósvarað er sjálfsagt hyggilegast að skrifa ekki alltof langt mál um þessa bók eða felia dóm um verkið. Full merk- ing þess er enn ókomin fram og rétt að bíða hennar. Eigi að síður koma í þessu bindi skýrar í ljós en áður þau 1 Olafur Jóhann Sigurðsson: Seiður og hélog. Ur fórum blaðamanns. Mál og menning, Reykjavík 1977. öfl sem togast á um Pál Jónsson blaða- mann. Persónan heldur áfram að þrosk- ast og dýpka, þótt hægt fari, og vandi hennar eykst. Andstæðurnar milli þeirrar lífsstefnu sem Páll Jónsson mundi kjósa sér og veruleikans, umhverfis hans, koma skýrt í Ijós í inngangskafla sögunnar. Annars vegar minnist hann á þá „rósemi hug- arins sem ég hef þráð árum saman og talið eftirsóknarverðasta allra gæða?“ (7) Hins vegar er það sem raskar ró hans: Fyrir tveimur klukkustundum geyst- ust yfir borgina fjórar orustuvélar, hnituðu hringa eins og illfygli, fylltu himinhvolfið geigvænlegu ískri í nokkrar mínúmr, en hurfu þvínæst stálgráar til bækistöðva sinna á Reykjanesi. Jafnskjótt og hvinur þeirra var þagnaður kom yfir mig eitthvert eirðarleysi... (8) Táknræn eins og herflugvélarnar er í rauninni spurningin um faðerni sögu- manns, uppruna hans. Hvar stendur ein- staklingurinn gagnvart áleitnum vanda- málum samtíðar sinnar, hvar stendur hann gagnvart fortíðinni, hvert stefnir hann? Þetta eru vissulega gamlar spurn- ingar en svífandi í lausu lofti glata þær allri merkingu. Eg skil þessar bækur Olafs Jóhanns svo að þær séu fyrst og fremst viðleitni til að gefa persónulegt lifað svar, sprottið upp úr glímu ákveð- ins einstaklings við ákveðið umhverfi á ákveðnum tíma. Sömu spurningar eru 102
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.