Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 117
á kreiki í fleiri verkum hans og um
eitt hans besta verk, Bréf séra Böðvars,
sem til verður í hléinu eftir Gangvirk-
ið, má segja að það sé könnun á því
hvort hægt muni að öðlast rósemi hug-
ans með því að loka veruleikann úti úr
skrifstofu sinni. I Hreiðrinu er málið
rannsakað frá nýrri hlið og bein tengsl
verða milli þess og bókanna um Pál
Jónsson þar sem vitnað er til Lofts Lofts-
sonar rithöfundar í lokakafla Seiðs og
hélogs:
Loks geymdi ég þarna í skápnum grein
eftir kunnan rithöfund, Loft Loftsson,
þar sem hann kvað svo ægilega og
víðtæka glæpi hafa verið framda í
styrjöld þeirri sem nú væri að Ijúka,
að tegundin öll bæri ábyrgð á þeim:
Tegundin hlyti að verða að horfast í
augu við og skilgreina vægðarlaust
þau myrkraöfl sem í henni dyldust,
ef finna mætti leiðir til að spyrna
gegn þeim og hneppa þau í viðjar, —
ella gæti naumast hjá því farið að
tæknivætt mannkyn ætti eftir að leysa
úr læðingi hryllilegri djöfulskap en
nokkurn óraði fyrir. (336)
Eitt af því sem fróðlegt verður að sjá
í næsta bindi um Pál Jónsson er í hvaða
samhengi þessi tegundar-kenning birtist
í verkinu í heild.
Eins og fyrr er drepið á gengur sag-
an fremur hægt og á sögutímanum
sjálfum, stríðsárunum, er ekki hægt að
segja að neinar grundvallarbreytingar
verði á sögumanni. Hann miðar enn
sem fyrr, sjálfrátt og ósjálfrátt, líf sitt
við gangvirki ömmunnar og lífsgrund-
völl hennar en veruleikinn sækir fast að
á þessum válegu tímum og efasemdir
um lífsgildin fara vaxandi. Sú sálar-
kreppa sem þær valda brýst að lokum
út í martröð þar sem hann reynir að
Umsagnir um bxkur
flýja til lindanna, þeirra sem orðið hafa
Olafi Jóhanni drjúgt yrkisefni, en á
hægri og vinstri hönd hans „var seiður
þulinn í dimmunni, og kveðandin
breyttist og víxlaðist án afláts, en ekk-
ert bar birtu nema hélog." (338)
En Seiður og hélog flytja lesanda þó
miklu fleira en vangaveltur um lífsvið-
horf. Bókin er full af veruleika, fólki,
samtölum og atvikum, sem gæða stríðs-
árin í Reykjavík nýju lifi. Háðið og
ádeilan í bókinni er með svipuðu sniði
og í Gangvirkinu en snöggum blettum
fjölgar að mun á Reykvíkingum með
hernámi og auknum kostum á spillingu
og braski: Blysfari heldur svipuðu striki
og tilraun til að hefja á loft merki fag-
urra mennta verður skammvinn, Páll
Jónsson er kostgangari í mötuneyti hjá
kostulegri konu sem fellur fyrir freist-
ingum hermangsins eins og fleiri en
nýtur ávaxtanna skemur en hún hugði.
Astandið fræga raskar ró Páls Jónsson-
ar, og reyndar fleiri manna, og verður
íslenskur karlpeningur eilítið skoplegur
í ljósi þeirra atburða.
Það er einkennilegt, þó að það sé
kannski ekki tilviljun, að þessi bók um
hernám lands og hugar, sem fjallar um
hernámsárin fyrri og á að vera og er að
nokkru leyti skrifuð í upphafi hernáms-
ára síðari, hvort tveggja tímabil þegar
hermang er snar þáttur í þjóðlífi okkar,
skuli nú koma út þegar loks hillir undir
að hermangið verði gert að opinberri
ríkistrú, stórtækara eða altækara her-
mang en það sem viðgengist hefur allar
götur síðan 1940. Hvort mun ekki sá
sjóveiki verkamaður Jón Guðjónsson,
fyrrum grátt leikinn af hjúunum Jó-
hönnu og Dossa Runka, hafa skrifað
undir bænarskjal kennt við VL-14 og
aðhyllast aronsku, ef hann er enn á lífi?
Hann segir við sögumann:
103