Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Qupperneq 117

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Qupperneq 117
á kreiki í fleiri verkum hans og um eitt hans besta verk, Bréf séra Böðvars, sem til verður í hléinu eftir Gangvirk- ið, má segja að það sé könnun á því hvort hægt muni að öðlast rósemi hug- ans með því að loka veruleikann úti úr skrifstofu sinni. I Hreiðrinu er málið rannsakað frá nýrri hlið og bein tengsl verða milli þess og bókanna um Pál Jónsson þar sem vitnað er til Lofts Lofts- sonar rithöfundar í lokakafla Seiðs og hélogs: Loks geymdi ég þarna í skápnum grein eftir kunnan rithöfund, Loft Loftsson, þar sem hann kvað svo ægilega og víðtæka glæpi hafa verið framda í styrjöld þeirri sem nú væri að Ijúka, að tegundin öll bæri ábyrgð á þeim: Tegundin hlyti að verða að horfast í augu við og skilgreina vægðarlaust þau myrkraöfl sem í henni dyldust, ef finna mætti leiðir til að spyrna gegn þeim og hneppa þau í viðjar, — ella gæti naumast hjá því farið að tæknivætt mannkyn ætti eftir að leysa úr læðingi hryllilegri djöfulskap en nokkurn óraði fyrir. (336) Eitt af því sem fróðlegt verður að sjá í næsta bindi um Pál Jónsson er í hvaða samhengi þessi tegundar-kenning birtist í verkinu í heild. Eins og fyrr er drepið á gengur sag- an fremur hægt og á sögutímanum sjálfum, stríðsárunum, er ekki hægt að segja að neinar grundvallarbreytingar verði á sögumanni. Hann miðar enn sem fyrr, sjálfrátt og ósjálfrátt, líf sitt við gangvirki ömmunnar og lífsgrund- völl hennar en veruleikinn sækir fast að á þessum válegu tímum og efasemdir um lífsgildin fara vaxandi. Sú sálar- kreppa sem þær valda brýst að lokum út í martröð þar sem hann reynir að Umsagnir um bxkur flýja til lindanna, þeirra sem orðið hafa Olafi Jóhanni drjúgt yrkisefni, en á hægri og vinstri hönd hans „var seiður þulinn í dimmunni, og kveðandin breyttist og víxlaðist án afláts, en ekk- ert bar birtu nema hélog." (338) En Seiður og hélog flytja lesanda þó miklu fleira en vangaveltur um lífsvið- horf. Bókin er full af veruleika, fólki, samtölum og atvikum, sem gæða stríðs- árin í Reykjavík nýju lifi. Háðið og ádeilan í bókinni er með svipuðu sniði og í Gangvirkinu en snöggum blettum fjölgar að mun á Reykvíkingum með hernámi og auknum kostum á spillingu og braski: Blysfari heldur svipuðu striki og tilraun til að hefja á loft merki fag- urra mennta verður skammvinn, Páll Jónsson er kostgangari í mötuneyti hjá kostulegri konu sem fellur fyrir freist- ingum hermangsins eins og fleiri en nýtur ávaxtanna skemur en hún hugði. Astandið fræga raskar ró Páls Jónsson- ar, og reyndar fleiri manna, og verður íslenskur karlpeningur eilítið skoplegur í ljósi þeirra atburða. Það er einkennilegt, þó að það sé kannski ekki tilviljun, að þessi bók um hernám lands og hugar, sem fjallar um hernámsárin fyrri og á að vera og er að nokkru leyti skrifuð í upphafi hernáms- ára síðari, hvort tveggja tímabil þegar hermang er snar þáttur í þjóðlífi okkar, skuli nú koma út þegar loks hillir undir að hermangið verði gert að opinberri ríkistrú, stórtækara eða altækara her- mang en það sem viðgengist hefur allar götur síðan 1940. Hvort mun ekki sá sjóveiki verkamaður Jón Guðjónsson, fyrrum grátt leikinn af hjúunum Jó- hönnu og Dossa Runka, hafa skrifað undir bænarskjal kennt við VL-14 og aðhyllast aronsku, ef hann er enn á lífi? Hann segir við sögumann: 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.