Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Qupperneq 124

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Qupperneq 124
Tímarit Máls og menningar mundsson þar sem ég tók fram að „kellingabækur" ættu við ákveðna teg- und bókmennta sem væru samdar jafnt af körlum sem konum. Hafði ég þar í huga bæði ýmsar vinsælar afþreyingar- bækur og þó einkum það syndaflóð af svonefndum „dulrænum bókum" sem þá steyptist yfir þjóðina ár eftir ár. Þessa hefði vandaður fræðimaður átt að geta í nafni sanngirni og sannfræði, jafnvel þó hann hefði viljað setja út á notkun mína á margnefndu orði. Nú er þess að geta að ég er hreint ekki höfundur þessa merkilega orðs. Það hefur lengi verið til í málinu í merkingunni „kredda, (heimskuleg) hjá- trú“. Eg gerði ekki annað en bæta nýrri merkingu við gamalt orð, og má vissu- lega deila um smekkvísi þess. Hvernig orðið er til komið í öndverðu veit ég ekki, en vísast er það karlmannsverk eins og svo margt annað sem tvímælis orkar. Eg fæst ekki til að sjá eða viðurkenna að orðið þurfi endilega að sýna lítils- virðingu á konum, hvað þá að það leiði í ljós andúð á kvennabókmenntum. Hvort sem lektornum líkar betur eða verr er orðið „kelling" (eða „kerling") löngu búið að fá ákveðinn og heldur neikvæðan blæ í málinu, og það er alls ekki notað um allar gamlar konur, frem- ur en til dæmis „karlfauskur" er notað um alla gamla menn. Vitaskuld er enda- laust hægt að munnhöggvast um það hvort kynbundin orð með neikvæðum blæ eins og „kelling" eða „karlfauskur" eigi rétt á sér í málinu, en ég sný ekki aftur með þá skoðun, að þá sé jafnréttis- baráttan komin út í öfgar og ógöngur ef menn ætla sér í hennar nafni að taka sig til og gelda íslenska tungu. Fjöldi annarra kynbundinna orða hefur nei- kvæða merkingu, svo sem „kanamella“ (notað um bæði kynin eins og kunnugt er), „karlagrobb", „kvensnift" o. s. frv. Eg sé minna en ekkert unnið við að strika slík orð út úr leyfilegum orða- forða, því það gerir tunguna einungis blæbrigðasnauðari. Að ég hafi sýnt kvennabókmenntum opnari andstöðu en áður mátti sjá er vitanlega rugl, sem mér þykir satt að segja raun að þurfa að andmæla opin- berlega. Svo tekið sé gamalt dæmi, þá var ég einn af örfáum gagnrýnendum sem fjölluðu um fyrstu og einu ljóða- bók Arnfríðar Jónatansdóttur, „Þrösk- uldur hússins er þjöl" (1959). Um þær Jakobínu Sigurðardóttur og Svövu Jak- obsdóttur hef ég á undanförnum árum skrifað bæði austan hafs og vestan og farið um þær lofsamlegri orðum en flesta núlifandi rithöfunda. Eg játa fús- lega að ég geri upp á milli kvenrithöf- unda og met sumar skáldkonur miklu meir en aðrar. Það er ugglaust goðgá samkvæmt hinni nýju jafnréttistísku, en frá þeirri villu hef ég ekki hugsað mér að snúa og flokkast sennilega undir pungrottur fyrir bragðið. SigurSur A. Magnússon. 110
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.