Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Blaðsíða 124
Tímarit Máls og menningar
mundsson þar sem ég tók fram að
„kellingabækur" ættu við ákveðna teg-
und bókmennta sem væru samdar jafnt
af körlum sem konum. Hafði ég þar í
huga bæði ýmsar vinsælar afþreyingar-
bækur og þó einkum það syndaflóð af
svonefndum „dulrænum bókum" sem
þá steyptist yfir þjóðina ár eftir ár.
Þessa hefði vandaður fræðimaður átt að
geta í nafni sanngirni og sannfræði,
jafnvel þó hann hefði viljað setja út á
notkun mína á margnefndu orði.
Nú er þess að geta að ég er hreint
ekki höfundur þessa merkilega orðs.
Það hefur lengi verið til í málinu í
merkingunni „kredda, (heimskuleg) hjá-
trú“. Eg gerði ekki annað en bæta nýrri
merkingu við gamalt orð, og má vissu-
lega deila um smekkvísi þess. Hvernig
orðið er til komið í öndverðu veit ég
ekki, en vísast er það karlmannsverk
eins og svo margt annað sem tvímælis
orkar.
Eg fæst ekki til að sjá eða viðurkenna
að orðið þurfi endilega að sýna lítils-
virðingu á konum, hvað þá að það leiði
í ljós andúð á kvennabókmenntum.
Hvort sem lektornum líkar betur eða
verr er orðið „kelling" (eða „kerling")
löngu búið að fá ákveðinn og heldur
neikvæðan blæ í málinu, og það er alls
ekki notað um allar gamlar konur, frem-
ur en til dæmis „karlfauskur" er notað
um alla gamla menn. Vitaskuld er enda-
laust hægt að munnhöggvast um það
hvort kynbundin orð með neikvæðum
blæ eins og „kelling" eða „karlfauskur"
eigi rétt á sér í málinu, en ég sný ekki
aftur með þá skoðun, að þá sé jafnréttis-
baráttan komin út í öfgar og ógöngur
ef menn ætla sér í hennar nafni að taka
sig til og gelda íslenska tungu. Fjöldi
annarra kynbundinna orða hefur nei-
kvæða merkingu, svo sem „kanamella“
(notað um bæði kynin eins og kunnugt
er), „karlagrobb", „kvensnift" o. s. frv.
Eg sé minna en ekkert unnið við að
strika slík orð út úr leyfilegum orða-
forða, því það gerir tunguna einungis
blæbrigðasnauðari.
Að ég hafi sýnt kvennabókmenntum
opnari andstöðu en áður mátti sjá er
vitanlega rugl, sem mér þykir satt að
segja raun að þurfa að andmæla opin-
berlega. Svo tekið sé gamalt dæmi, þá
var ég einn af örfáum gagnrýnendum
sem fjölluðu um fyrstu og einu ljóða-
bók Arnfríðar Jónatansdóttur, „Þrösk-
uldur hússins er þjöl" (1959). Um þær
Jakobínu Sigurðardóttur og Svövu Jak-
obsdóttur hef ég á undanförnum árum
skrifað bæði austan hafs og vestan og
farið um þær lofsamlegri orðum en
flesta núlifandi rithöfunda. Eg játa fús-
lega að ég geri upp á milli kvenrithöf-
unda og met sumar skáldkonur miklu
meir en aðrar. Það er ugglaust goðgá
samkvæmt hinni nýju jafnréttistísku, en
frá þeirri villu hef ég ekki hugsað mér
að snúa og flokkast sennilega undir
pungrottur fyrir bragðið.
SigurSur A. Magnússon.
110