Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 12
Ádrepur Sverrir Hólmarsson Um karlrembuhátt í síðasta Timaritshefti skrifar Svala Sigurleifsdóttir reiðiþrungna ádrepu um karlveldiseinkenni TMM. Ekki ætla ég að blanda mér í almenna umræðu um það mál, en þar sem Svala notar örstuttan pistil sem ég lét fylgja þýðingum á kvæðum eftir Ted Hughes sem höfuðdæmi um ofríki karlrembunnar í Tíma- ritinu get ég ekki látið undir höfuð leggjast að fara nokkrum orðum um þann þátt greinar hennar. Aðfinnslur Svölu varða annars vegar kynningu mína á skáldinu Ted Hughes en hins vegar túlkun mína á kvæði hans Haukur á grein. Hún segir: „kynningin á Ted Hughes í blaðinu finnst mér gefa einhliða mynd af honum og aðra en þá sem ber fyrir augu í „Letters Home“, úrvali bréfa sem Sylvia Plath skrifaði móður sinni og bróður.“ Varla getur farið hjá því að skáldakynning sem nær yfir eina blaðsíðu verði annað en einhliða, enda var það ekki ætlun mín að skrifa ævisögu Hughes heldur einvörðungu að staðsetja hann lítillega í veröldinni og nefna nokkur einkenni hans sem skálds til glöggvunar íslenskum lesendum sem hann er að mestu ókunnur. I endurbættri útgáfu sinni á kynningunni leggur Svala höfuðáherslu á samskipti Hughes og konu hans, Sylviu Plath. Það var alls ekki ætlun mín í kynningunni að rekja hjónabandssögu Ted Hughes né ræða um einkalíf hans yfirleitt, enda þykir mér slíkt heldur ósmekklegt meðan fólk er enn ofar moldu. En mér skilst að með þessu hafi ég heldur betur villt um fyrir lesandanum, þar sem þessi náttúruunnandi sé í rauninni hin versta karlskepna sem fór illa með konuna sína og auk þess „skortir hann tilfinnanlega tilfinningu fyrir þeim manneskjum sem hann umgengst.“ Eiginlega fallast manni hendur gagnvart svonalöguðu. Þessi dómur Svölu um Ted Hughes er svo ruddalegur að engu tali tekur, auk þess sem hann er algerlega úr lausu lofti gripinn. Heimild Svölu um Hughes eru bréf Sylviu, sem Svala segir að gefi aðra mynd af honum en ég geri, og þá væntanlega þá mynd sem hún dregur upp, af tilfinningalausri karlskepnu sem kúgaði konu sína og nánast rak hana í dauðann. Nú vill svo til að bréfin gefa alls ekki þessa mynd af 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.