Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 19
Kettir eru merkilegar skepnur
gengum fljótlega frá, það var eitthvað annað að brjótast í honum. Hann
lokaði hurðinni og spurði í trúnaðartón.
— Segðu mér, Þorgeir, gerirðu þetta oft? Að herma svona eftir Þór-
bergi.
— Aldrei gert það áður nema heimahjá mér.
— Nú verð ég að segja þér dálítið, sagði Tryggvi og var orðinn
verulega spennandi. Það er kona hérna í hópnum núna sem er miðill. Og
við höfðum miðilsfund hérna í gærkvöldi — með hluta af hópnum. Þá
kom Þórbergur — það hefur margoft gerst hjá henni áður og þá talar hún
með rödd hans, baðar svona út höndunum og eiginlega breytist í Þórberg
nákvæmlega einsog þú gerðir áðan. Og nú kemur það einkennilega. Við
spurðum miðilinn sömu spurningar og þig núna í kvöld: Hvort Þór-
bergur hefði í raun og veru trúað á framhaldslífið. Og rödd Þórbergs gaf
nánast alveg sömu svörin og þú gafst okkur í kvöld. En það var fleira.
Undir lokin á miðilsfundinum sagði einhver:
— Við ætlum að hafa bókmenntakvöld á morgun.
— Jamm, sagði miðillinn með rödd Þórbergs.
— Hann kemur til okkar hann Þorgeir Þorgeirsson.
— Hann verður daufur, sagði rödd Þórbergs.
— Það verður þá að púrra hann upp, sagði ég.
Þá varð smáþögn og svo ískraði hláturinn í miðlinum um leið og hann
sagði enn með rödd Þórbergs.
— Eg skal porra hann upp!
Á heimleiðinni í bílnum var ég að hugsa um Þórberg. Ég er raunar oft að
sakna hans og mér kemur lítið við hvort hann er áfram til í öðrum heimi.
Altént verður hann til svo lengi sem ég lifi og hugsa og man nokkurn
skapaðan hlut. Atvikið atarna er mér sönnun um lífið fyrir dauðann,
hversu margbrotið það er, óvænt og skemmtilegt á stundum.
Og nú man ég altíeinu þessa ógleymanlegu mynd frá annars óskemmti-
legu rútuferðalagi austurí Hveragerði þennan umrædda dag. Hranalegt
heiðarlandið ofanvið Hveradalaskálann með þessum köldu vorsnjóum.
9