Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 34
John Bjömebye
Frumbyggjamál á alþjóðavettvangi
Málefni frumbyggja hafa einnig verið á dagskrá í tengslum við áratug Sam-
einuðu þjóðanna gegn kynþáttamisrétti 1973 — 83. Á alþjóðaráðstefnunni í
Genf, sem haldin var að áratugnum hálfnuðum 1978, var gengið frá megin-
reglum og framkvæmdaáætlun, og þar eru jafnframt skilgreind mörg grund-
vallarréttindi frumbyggja, að frumkvæði Norðmanna. Orðalagið ber auðvitað
keim af ýmsum pólitískum málamiðlunum, en þar eru ríki hvött til að viður-
kenna eftirtalin sérstök réttindi frumbyggja:
Rétt til að halda hefðbundnum atvinnuvegum og lífsháttum, þar með
talið eigið tungumál.
Rétt til að halda óskertu landi, landsréttindum og náttúruauðlindum.
Rétt til að halda eigin nafni, þjóðernis- og menningarlegum sérkennum.
Rétt til opinberrar viðurkenningar og eigin fulltrúastofnana.
Rétt til að halda þjóðlegum atvinnuvegum innan hefðbundinna landa-
merkja án þess að fyrirgera rétti sínum til þátttöku í efnahagslegri,
félagslegri og pólitískri þróun þjóðríkisins.
Rétt til að nota eigin tungu eftir því sem unnt er við stjórnsýslu og
fræðslu.
Rétt yfir fjárfestingu til að þróa efnahagslíf á svæðum frumbyggjanna.
Rétt til frjálsra samskipta við fulltrúa eigin þjóðar innanlands og erlendis
og við frumbyggja í öðrum löndum.
Mörg þessara ákvæða sættu andmælum á ráðstefnunni og enn eiga þau langt í
land að hljóta alþjóðlega réttarstaðfestingu. En af norskri hálfu liggur fyrir
skuldbinding að virða þá þætti lokayfirlýsingarinnar sem almenn samstaða var
um, en meðal þeirra eru þeir kaflar sem fjalla um frumbyggja.
24