Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 41
Ivar Björklund og Terje Brantenberg Altamálið, hreindýrarækt og menning Sama Af hálfu Sama hefur því verið haldið fram að virkjun Altaárinnar mundi hafa alvarlegar afleiðingar bæði fyrir hreindýrarækt og menningu Sama. I því sem hér fer á eftir verður þessi staðhæfing tekin til nánari athugunar. Hreindýrarækt er ákaflega viðkvæm atvinnugrein, mjög háð náttúruum- hverfi og margþættu samstarfi hjarðeigendanna. Breyting sem varðar einn þessara þátta getur þannig orðið mjög afdrifarík fyrir önnur svið þessa at- vinnuvegar á viðkomandi svæði. Þetta á ekki síst við um þann stað þar sem virkjun er nú fyrirhuguð. Hann er hluti af Nuortabealli sem er eitt þriggja hreinræktarsvæða í Kautokeino þar sem búa um 300 menn með hjarðir 25 — 30.000 hreindýra. Nuortabealli-svæðið er þegar að talsverðu leyti fullnytjað undir hjarðirnar og því hverfandi möguleikar til að hnika til því kerfi sem þar hefur verið komið upp, ekki síst ef enn meira land tapast. Vegagerð, námuvinnsla og aðrar framkvæmdir hafa þegar þrengt töluvert að þessu svæði. Margir Samar hafa af þeim sökum misst kelfingarsvæði sín eða hluta þeirra og orðið að nota í staðinn sumar- og haustsvæðin sem nýtast þá verr fyrir bragðið. Oll þessi röskun hefur þrengt mjög að hreindýraræktinni. Virkjunarstaðurinn er á einu lykilsvæði þess hirðingjabúskapar sem stundaður er á Alta-Kautokeino-vatnasvæðinu. Hreindýrin hafast við út við ströndina á vorin en leita inn í landið á haustin, og haustið er sá tími þegar mestu máli skiptir að hjarðirnar eigi greiða leið inn á þetta svæði. Landshættir og varnargarðar þrengja upprekstrarleiðina frá ströndinni þannig að hún verður að þröngri rennu. Hér koma saman stórar hjarðir á hverju hausti og fjöldinn yrði alveg óviðráðanlegur ef ekki væri hægt að beina hluta þeirra í aðrar áttir. Sá staður sem nú á að taka undir virkjun er einmitt eini staðurinn sem getur gegnt því hlutverki. Þar er nægilegt rými og gróður til að þrír meðalstórir flokkar geti haft viðdvöl um mánaðar skeið. Þarna geta dýrin hafst við út fengitímann, meðan aðrar hjarðir streyma hjá, án þess þeim lendi saman. Þannig er þetta svæði mikilvægt allri hreindýrarækt í Nuortabealli. Ef það er 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.