Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 46
Tímarit Máls og menningar
Fólk hefur sumarbústaðina sína svolítið f)ær, í frjósamara dalverpi þar sem
við er að finna.
Þau hafa verið að í þrjá sólarhringa og nú nálgast leiðarlok. Allt hefur
gengið að óskum. Einnig hér í illubrekkunum er auðfarið. Skarinn
brestur undir sleðameiðunum. Dagrenningin er daufleg. Loftið er þunnt
og ágengt. Sólarkringlan dauf á vorhimninum vísar þeim leið síðasta
áfangann. Þau ætla að sleppa hjörðinni í hlíðadrögunum. Skiljast við
hana eins og kynslóðir hafa gert á undan þeim. Hér hafa dýrin kelft, verið
á beit, safnað kröftum og fitu um hrygginn á vorin og sumrin. Verður
það eins í ár?
Nýi vegurinn liggur um sömu heiðadrögin. Ristir beitarlandið sundur.
Er eins og langur skurður eftir sveðju. Við vegbrúnirnar hefur verið
mokað upp möl og grjóti. Brúnir, hálffreðnir haugar. Innan skamms
verða þau að fara yfir þennan veg. Þau hafa búið sig undir það. Voru að
ráðgast um það í vetur leið. Stúlkurnar Inga og Elín hafa ekið skelli-
nöðrum sínum alveg upp að hjörðinni beggja vegna. Aftast eru tveir
karlar á skíðum. Fremstur er forustuhreinn í bandi og eltir Aslák.
Hundarnir rölta fram með hjörðinni. Ollu miðar vel. Aslákur togar í
forustuhreininn og kemur honum yfir malarhrúgurnar, út á veginn, yfir
veginn og yfir mölina þjöppuðu hinumegin. Allt fer að óskum. Hjörðin
eltir. Þau líta hvert á annað og það er léttir í svipnum. ekki hlátur, ekki
orð. Þau stansa. Dýrin fara þegar að róta undir snjónum með grönunum.
Finna mosakló hérna og aðra þarna, hirða það eitt sem best er.
Skellinöðrurnar fara aftur af stað. Renna ofan í dal að kofunum. Það
rýkur úr strompunum. Eldri konurnar og gamli maðurinn komu þangað
í bíl fyrir nokkrum dögum.
Hann horfir spyrjandi á þau, gamli maðurinn, þegar þau koma, en segir
ekki neitt. Matur er borinn á borð. Þau eru kát og málgefin þó augun séu
blóðhlaupin af þreytu.
— Gekk vel að komast yfir veginn?
32