Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 46
Tímarit Máls og menningar Fólk hefur sumarbústaðina sína svolítið f)ær, í frjósamara dalverpi þar sem við er að finna. Þau hafa verið að í þrjá sólarhringa og nú nálgast leiðarlok. Allt hefur gengið að óskum. Einnig hér í illubrekkunum er auðfarið. Skarinn brestur undir sleðameiðunum. Dagrenningin er daufleg. Loftið er þunnt og ágengt. Sólarkringlan dauf á vorhimninum vísar þeim leið síðasta áfangann. Þau ætla að sleppa hjörðinni í hlíðadrögunum. Skiljast við hana eins og kynslóðir hafa gert á undan þeim. Hér hafa dýrin kelft, verið á beit, safnað kröftum og fitu um hrygginn á vorin og sumrin. Verður það eins í ár? Nýi vegurinn liggur um sömu heiðadrögin. Ristir beitarlandið sundur. Er eins og langur skurður eftir sveðju. Við vegbrúnirnar hefur verið mokað upp möl og grjóti. Brúnir, hálffreðnir haugar. Innan skamms verða þau að fara yfir þennan veg. Þau hafa búið sig undir það. Voru að ráðgast um það í vetur leið. Stúlkurnar Inga og Elín hafa ekið skelli- nöðrum sínum alveg upp að hjörðinni beggja vegna. Aftast eru tveir karlar á skíðum. Fremstur er forustuhreinn í bandi og eltir Aslák. Hundarnir rölta fram með hjörðinni. Ollu miðar vel. Aslákur togar í forustuhreininn og kemur honum yfir malarhrúgurnar, út á veginn, yfir veginn og yfir mölina þjöppuðu hinumegin. Allt fer að óskum. Hjörðin eltir. Þau líta hvert á annað og það er léttir í svipnum. ekki hlátur, ekki orð. Þau stansa. Dýrin fara þegar að róta undir snjónum með grönunum. Finna mosakló hérna og aðra þarna, hirða það eitt sem best er. Skellinöðrurnar fara aftur af stað. Renna ofan í dal að kofunum. Það rýkur úr strompunum. Eldri konurnar og gamli maðurinn komu þangað í bíl fyrir nokkrum dögum. Hann horfir spyrjandi á þau, gamli maðurinn, þegar þau koma, en segir ekki neitt. Matur er borinn á borð. Þau eru kát og málgefin þó augun séu blóðhlaupin af þreytu. — Gekk vel að komast yfir veginn? 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.