Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 47
Nýi vegurinn
— Jájá, ágætlega.
— Komu bílar?
— Nei, þau sáu engan.
Smátt og smátt fara þau að kúra hvert í sínu fleti. Sum sofna þegar í
stað, önnur liggja með þanda vöðva og galopin augu og vita að svefninn
getur látið standa á sér. Svo vill það verða ef maður er allt of þreyttur, ef
maður hefur vakað of lengi.
Aslákur rís á fætur eftir stundarkorn, fær sér nokkra bolla af kaffi,
randar um, spjallar við börnin. Hann veit að hann verður andvaka enn
um sinn.
Uti festir hann á sig skíðin. Skarinn er mjög ótraustur hér í dalnum.
Hann brotnar undan skíðunum og brakar í. Áslákur styður sig við stafina,
mjakar sér áfram og er senn kominn í greiðara færi. Þá er sprett úr spori.
Hann stynur þegar hann stjakar stöfunum, sperrir höfuðið upp og fylgist
gaumgæfilega með hæðadrögunum. Þá sér hann dýrin. Hann hægir á sér
og varpar öndinni. Heldur svo hægt áfram í átt að hjörðinni sem liggur
jórtrandi einmitt þar sem hæðadragið og dalverpið mætast. Hann fer ekki
alveg þangað. Dýrin eru fælin og tilfinninganæm og hafa vísast veitt
honum athygli, en liggja áfram. Þau eru feit og fríð í ár. Kýrnar hafa ekki
enn fellt hornin. Þær eru með fangi og geta kelft hvenær sem er.
Meðan hann stendur þannig, álútur með stafina í handarkrikunum,
heitur og sveittur eftir gönguna, finnur hann að þreytan færist yfir hann.
Hann stendur ögn lengur. Snýr síðan skíðunum við, beygir hnén og
lætur sig renna sem leið liggur niður hallann.
Þau sofa lengi næsta morgun. Vita að beitin er góð og að hreindýrin verða
þá vær. En það er þetta með nýja veginn. Það er best að skreppa og líta á
hann.
Áslákur og Níels ætla að fara. Leiðin er ekki löng en þeir brúka
skellinöðru. Þeir hafa áformað að slátra hreini til matar sér meðan þeir eru
í ferðinni. Þau verða að fá hressandi nýmeti eftir alla áreynsluna.
Hjörðin er róleg á beit. Karlarnir hafa stansað skellinöðruna og sest á
sleðann til þess að ráðgast um það hvaða dýr þeir eigi að velja. Þeir velja
TMM 3
33