Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 61
,,Hamar með nýjum munni“
af rammgerum, sveigðum beinum.
Sitja þar sífellt að drykkju
með sjálft lífið í bikar.
Unz dag einn að drykkinn þver
hinn dýra mjöð, og ég ber
að vörunum myrkrið mjúka
höllin tekur að hrynja
hljóðlaust og duftið að fjúka.
(Kvœðasafn, bls. 66)
Þrátt fyrir góða líkingu sem rúmar aðrar með ágætum og helst vel til
loka án þess að hún sé teygð eða henni misboðið á annan hátt, þrátt fyrir
smekkvísi í orðavali, þrátt fyrir hrynjandi sem nær því að verða eðlilegur
hluti af heildarmerkingunni, já þrátt fyrir mörg önnur gildi þessa stutta
ljóðs, þá tekst því ekki að blása lífi í tilfmninguna af því að vera læstur
innanvið rimla, það staðfestir einungis hugsun um þessa tilfinningu;
hugsunin er þaraðauki lokuð af áreynslu, einsog skáldið beiti afli til að
sannfæra sjálfan sig og lesandann um þessi ósköp; allt er sagt og ekki
annað eftirlátið lesandanum en að jánka: svona er það. Þótt þetta ljóð sé
miklu betra en hið fyrra eiga þau það sammerkt að skáldið nálgast efnivið
sinn utanfrá. Einsemdin er handanvið hann. Hann veit að hún er hans en
leyfir sér ekki að finna hana.
Þetta er yrkisefnið sem var.
Þetta er svo dæmi um yrkisefnið sem er:
Látínan min
liðaðist sundur í veðrum
eina tungumálið
sem tjaldurinn skilur.
Nú horfumst við í augu
hérna, niðurvið sjó
einsog tveir steinar
stakir, í sandinum.
(Heimkynni, 2)
47