Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 69
,,Hamar með nýjum munni“
nokkra jákvæða framtíð, hvaðþá hann fari að bera í bætifláka fyrir það,
en
Vonirnar lifa samt.
Nú vorar hér við sjóinn.
Og utan úr geimnum
eldurinn kemur, sveigður í ljós.
(Heimkynni, 16)
Þessi bjartsýnisafstaða gagnvart lífinu sem náttúru og náttúrunni sem
lífi þræðir sig um alla bókina og nær hámarki í þessu ljóði:
Ég veit eitt skáld
sem er vaxið frá því að tala.
Það stuðlar lit við lit
og ljós við myrkur
í sveiflu Jarðarinnar
frá sumri til vetrar.
Myndir þess kurla
móskaðan glerhimin vanans
svo loftið skelfur
fyrir skýlausri sýn.
(Heimkynni, 55)
Hér er náttúran orðin fyrirmynd — óþekk fyrirmynd.
VI
Þótt náttúran geti hjá Hannesi fengið máttugt líf er hún samt alltaf ein.
Ekki aðeins eru einstakir hlutar hennar einir, tjaldurinn, selirnir, Keilir,
ströndin og svo framvegis, sem heild er hún ein og óstudd. Hér er komin
sú samsvörun sem gerir nálgun skáldsins gjöfula. I einsemdinni snertast
þau ekki aðeins, þau taka höndum saman sem systkin nauðalík. Eini
munurinn er sá að hún lifir en hann deyr.
55