Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 72
Tímarit Máls og menningar
tilfinninguna að ölmusurnar sem ríkið hreytir í þá skuldbindi þá til
Nytsemdar. Og í landi þar sem talsmenn Athafna í öllum flokkum og
utan þeirra sjá ekki glóru útfyrir einstaka þætti fjárlaganna og Nytsemd-
ina má lesa útúr skattaskýrslunni, þar verður öll list glæpur nema sú sem
„aðilar vinnumarkaðarins“ eru sammála um að borgi sig, já gott ef hún er
ekki einvörðungu gerð úr blóði og svita Launþegans-Neytandans-
Skattgreiðandans.
I Ljóðabréfum (10) segir Hannes, að þótt hann yrki ekki um bóndann,
sjómanninn og verkamanninn sem búa honum velsæld og hagræði með
vinnu sinni, merki það ekki að hann sé gleyminn á þessa velgjörðarmenn
sína. „Þetta er til vitnisburðar um hitt, að ljóð mín segja ekki alla sögu —
að enn er þau hálfverk."
Ef þetta enn á að merkja loforð um ort þakklæti fyrir veittan beina þá
vona ég að það sé bæði svikið og gleymt og haldi áfram að vera hvort-
tveggja. Ef það á afturámóti að merkja, að enn hafi ekki verið nægilega vel
ort til að skáldinu geti fundist hann velgjörðarmaður meðal velgjörðar-
manna, þá má með yfirdrifinni alþýðuvinsemd greina í þessum orðum frá
1973 ofurlítið sannleiksbrot. Nú er það þó með öllu úr gildi. Á tímum
þegar leiðsögn um skammdegið er ekki að fá hjá blöðunum frekar en
háskólanum, ekki alþingi frekar en sjónvarpinu, ekki alþýðusambands-
þingi frekar en ferðaskrifstofunum, þá er sá einn velgjörðarmaður sem
getur sýnt okkur hvar við erum stödd.
58