Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 73
Magnús Kjartansson Gleymdar rætur Fyrir allmörgum árum ferðaðist ég um hálfsmánaðar skeið hjá vesturströnd Grænlands með strandferðaskipi og var stigið í land á hverju byggðu bóli á leiðinni. Eg hafði með mér bækur um sögu Grænlands, og ég minnist þess enn hvað ég varð undrandi er ég las kvöld nokkurt um miðnæturbil og sólin roðaði ísjaka allt í kringum mig, að þegar þriðjungur lifði 19du aldar og Bandarikja- menn keyptu Alaska af Rússum fyrir 7,2 milj. dala hefðu þeir einnig snúið sér til Danastjórnar og falast eftir þvi að kaupa á hliðstæðan hátt við fé Grænland og Island. Tilgangurinn var sá að styrkja stöðu Bandarikjanna gagnvart Frakklandi og Englandi sem þá höfðu enn mikla hagsmuni að rækja í Vesturálfu. Þegar ég kom aftur til Islands hringdi ég í allmarga sagnfræðinga til þess að sannreyna hvort undrun mín hefði stafað af fáfræði, en þeir komu af fjöllum öldungis eins og ég; enginn þeirra hafði heyrt um þessa tilraun bandarískra stjórnvalda til þess að kaupa Island með gögnum þess og gæðum fyrir öld. Hvatti ég menn til þess að kanna þetta atriði, þvi að það skipti verulegu máli ef menn vildu meta stöðu Islendinga í heiminum á raunsæjan hátt. „Að kaupa Island og Grcenland“ Nýlega kom út bók eftir dr. Þór Whitehead um aðdraganda siðustu heims- styrjaldar og hlut íslands á því árabili (Ófriður í aðsigi, Reykjavik 1980). í bókinni greinir frá því (bls. 245 og áfram) að í apríl 1868 ha/Í utanríkisráðherra Bandaríkjanna William Sewards borist skýrsla sem samin var á vegum Banda- rísku strandmælinganna. Niðurstaða skýrslunnar er sú að „okkur bceri að kaupa lsland og Grcenlandm. a. vegna þess að löndin lægju vel við til hernaðar, sérstaklega í átökum við Breta, ísland var talið „til vesturhvelsins“ og sagt „hluti af meginlandi Norður-Ameríku“. Ekki virðist Þór hafa kannað umræður um þessa skýrslu í ríkisstjórn Bandaríkjanna, né heldur hvort Bandarikjastjórn hafi tekið upp formlegar viðræður við Danmerkurstjórn um þennan kaupskap. Hann lætur sér nægja að benda á að Jón Sigurðsson hafi „haft pata“ af þessum fýrirætlunum og sagt glannalega í bréfi til Eiríks Magnússonar 22an janúar 1869 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.