Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 73
Magnús Kjartansson
Gleymdar rætur
Fyrir allmörgum árum ferðaðist ég um hálfsmánaðar skeið hjá vesturströnd
Grænlands með strandferðaskipi og var stigið í land á hverju byggðu bóli á
leiðinni. Eg hafði með mér bækur um sögu Grænlands, og ég minnist þess enn
hvað ég varð undrandi er ég las kvöld nokkurt um miðnæturbil og sólin roðaði
ísjaka allt í kringum mig, að þegar þriðjungur lifði 19du aldar og Bandarikja-
menn keyptu Alaska af Rússum fyrir 7,2 milj. dala hefðu þeir einnig snúið sér til
Danastjórnar og falast eftir þvi að kaupa á hliðstæðan hátt við fé Grænland og
Island. Tilgangurinn var sá að styrkja stöðu Bandarikjanna gagnvart Frakklandi
og Englandi sem þá höfðu enn mikla hagsmuni að rækja í Vesturálfu. Þegar ég
kom aftur til Islands hringdi ég í allmarga sagnfræðinga til þess að sannreyna
hvort undrun mín hefði stafað af fáfræði, en þeir komu af fjöllum öldungis eins
og ég; enginn þeirra hafði heyrt um þessa tilraun bandarískra stjórnvalda til þess
að kaupa Island með gögnum þess og gæðum fyrir öld. Hvatti ég menn til þess
að kanna þetta atriði, þvi að það skipti verulegu máli ef menn vildu meta stöðu
Islendinga í heiminum á raunsæjan hátt.
„Að kaupa Island og Grcenland“
Nýlega kom út bók eftir dr. Þór Whitehead um aðdraganda siðustu heims-
styrjaldar og hlut íslands á því árabili (Ófriður í aðsigi, Reykjavik 1980). í
bókinni greinir frá því (bls. 245 og áfram) að í apríl 1868 ha/Í utanríkisráðherra
Bandaríkjanna William Sewards borist skýrsla sem samin var á vegum Banda-
rísku strandmælinganna. Niðurstaða skýrslunnar er sú að „okkur bceri að kaupa
lsland og Grcenlandm. a. vegna þess að löndin lægju vel við til hernaðar,
sérstaklega í átökum við Breta, ísland var talið „til vesturhvelsins“ og sagt „hluti
af meginlandi Norður-Ameríku“. Ekki virðist Þór hafa kannað umræður um
þessa skýrslu í ríkisstjórn Bandaríkjanna, né heldur hvort Bandarikjastjórn hafi
tekið upp formlegar viðræður við Danmerkurstjórn um þennan kaupskap.
Hann lætur sér nægja að benda á að Jón Sigurðsson hafi „haft pata“ af þessum
fýrirætlunum og sagt glannalega í bréfi til Eiríks Magnússonar 22an janúar 1869
59