Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 75
Gleymdar rœtur
mjög öndverðir, Einöngrunarsinnar og íhlutunarsinnar. í hópi Einöngrunar-
sinna sem vildu að Bandaríkin tækju öngvan þátt í styrjöldinni voru hvatirnar
ákaflega margvíslegar, en í þeim hópi komu erindrekar möndulveldanna sér
fyrir, þó var bandarísk ríkishyggja brúkuð sem gunnfáni og fylgismenn kenn-
ingarinnar voru hægrisinnaðir í stjórnmálum. Hitt er afarfróðlegt að Ein-
öngrunarsinnar voru þess enn frekari fýsandi en íhlutunarsinnar að hernema
Island eftir að Bretar höfðu sest hér að, allnokkru áður en Bandaríkin urðu
aðilar að styrjöldinni. Hvatir Einöngrunarsinna voru þær að auðveldast væri að
halda Bandaríkjunum utan styrjaldarinnar ef þau réðu sjálf fyrir öflu „amrísku
landi“. Bretar voru mjög tregir að láta Island af hendi, og urðu bandarísk
stjórnvöld að greiða fyrir með flota af lélegum herskipum. Þarna fóru fram
viðskipti þau sem að var stefnt 1868, þótt seljandinn væri nú bresk stjórnvöld en
ekki dönsk.
Krafan borin fram
Þór Whitehead hefur í greinum sem hann hefur birt í tímaritum og blöðum
rakið að hliðstæð viðhorf komu oft til álita á styrjaldarárunum, afstaða stórvelda
til okkar mótaðist af því hvorum megin hryggjar íslendingar ættu að liggja að
stríði loknu. Verða þau dæmi ekki rifjuð upp að þessu sinni. Þegar stríði lauk
reyndu bandamenn hins vegar að leysa hugsanleg ágreiningsefni sín með aðstoð
prósentureiknings. Auðvitað mátti ekki skerða hagsmuni neins stórveldisins,
nýlenduveldin áttu að haldast; hins vegar skyldu stórveldin þenjast út og góma
til frambúðar landsvæði sem tekin höfðu verið með hervaldi án tillits til óska
íbúanna. Var þessari prósentureikningsaðferð einkum beitt í Evrópu. Svo að
Norðurlönd séu tekin sem dæmi skyldu Rússar hypja sig frá Borgundarhólmi
og Norður-Noregi og gjörðu það. Finnar skyldu hins vegar taka tillit til
rússneskra hagsmuna og sjónarmiða á sviði utanríkismála og utanríkisviðskipta
að tilteknu marki og hafa gjört það án þess þó að þurfa að sæta hernámi. Island
var talið vera á miðju áhrifasvæði Bandaríkjanna, og skyldi bandariska stórveldið
fara sínu fram að vild. í samræmi við þetta sendu bandarísk stjórnvöld hér-
lendum ósk um það haustið 1945 að fá að hafa þrjár meiriháttar herstöðvar á
Islandi í 99 ár. (99 ár er diplómatatungutak og merkir: um aldur og ævi.) Þessi
ósk var ekki studd neinum rökum, enda var þá allt slétt og fellt milli banda-
manna á yfirborðinu. Þarna var aðeins verið að vinna að því að framkvæma
stefnumörkunina frá 1868. Stórkanar komust til forustu í Bandaríkjunum á
stríðsárunum og náðu öllum völdum eftir að Roosewelt dó.
61