Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Blaðsíða 79
Myndgerð Ijððsins
ljóðið, þá kemur það sjaldan. Slík er hin frjósama óhlýðni ljóðsins. Sökum þess
arna eru skáld óhlýðnir þjóðfélagsþegnar. Einhver uppreisn er því í öllum
ljóðum. Og sérhvert ljóðskáld er að einhverju marki afbrotamaður. Það að yrkja
er að brjóta gegn einhverju sem þegar hefur verið ort. Ef málum væri ekki
þannig háttað væri engin ljóðlist til.
Að vera á valdiytri fyrirbrigða
og innri hugboða.
Skáldið er á valdi ytri fyrirbrigða
og innri hugboða.
Sumarið 1972 dvaldi ég í Flatey á Breiðafirði. Þetta sumar bjó þar einnig um
tima Jón Gunnar Árnason. Hann hjó líkneski af Frey í tré. Og ég færði
líkneskjunni ljóðfórnir og lét í glerkrukku. Líkneskjan var að mínu viti ytra
fýrirbrigði en ljóðin voru innri hugboð. Eyjan var ytra fyrirbrigði en í ljóðunum
var hún tákn þess lands sem við landsmenn erum stöðugt að gera að flatari ey
með okkar fálmkenndu hegðun og flótta frá sérhverri áreynslu og alvarlegri
hugsun.
Um þetta átti ljóðaflokkurinn að fjalla: Ljóðfómir fcerðar Flateyjar-Frey.
Eg hafði aldrei áður komið til þessarar eyjar nema i huganum, þótt ég eigi ætt
að rekja til þess fjarðar þar sem eyjan er. Flatey er gædd þeim eiginleikum að hún
er í senn eyja og heimsálfa. Hún er fremur lítil, en sá sem á henni dvelur hefur
það aldrei á tilfinningunni að hann sé staddur á eyju.
Eyja en meginland þó. Þetta tvíeðli heillaði mig. Og varla hafði ég dvalið
þarna í viku þegar hið tvíkynja eðli ljóðsins losnaði úr viðjum þess tauts sem ég
drap á áður og ljóðið kom til mín mótað af formi.
Ljóðið sótti á mig daglega. En hugur minn bægði því frá sér og vísaði því inn
á braut eyjarinnar, inn á braut landslagsins og hughrifa. Ég var, hvað störf
áhrærði, á valdi þess harða skipulags sem skáldsagan krefst.
Á hverjum degi naut ég ljóðsins í náttúrunni, á göngu um fjöruborðið fram
með strönd eyjarinnar. Þá vissi ég að ég var að tína ljóð í sarp, ég merkti það á
hinu innra muldri. Ég fann að ég hreyfði varirnar stöðugt, líkt og sá maður sem
les í hljóði og er ekki of vellæs. Aldrei leyfði ég ljóðinu að leggja talfærin undir
sig. Ég vildi ekki yrkja.
Til að forðast ljóðið greip ég til þess ráðs að hafa við höndina bók og lesa hana
á göngu minni um eyjuna. Með þessu móti læsti ég mig inni, forðaði huganum
frá aðvífandi hugsunum og óvæntum freistingum.
tmm 5
65