Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 80
Tímarit Máls og menningar
Sökum þessa og meÖ þessum hætti urðu augu mín fyrir kynlegri reynslu og
hugurinn jafnframt. Því aÖ meðan ég gekk og las sá ég hvorki niður fyrir mig né
til hliðar. Fæturnir urðu þess vegna að gegna hlutverki sjónarinnar. Með-
vitundin skerptist. Dag einn gerði ég mér grein fyrir að ég var ekki að deyfa
þörfina fyrir ljóð, heldur þvert á móti ljóðvæddi ég þannig líkamann. Og brátt
fann ég hvernig ég fékk eða á mér uxu eða ég öðlaðist veleygða fætur og æðra
skynsvið. A tærnar uxu augu þar sem áður voru neglur.
Þannig tær eru guði þóknanlegar, sögðu hnéskeljarnar á mér.
Ég hló fávís og trúlaus á guð.
En í byrjun júli var ég kominn með það sem ég nefndi ljóðalíkama. Engu að
síður leyfði ég ljóðinu ekki að koma til mín, vegna þess að vilji minn hélt mér
innan þeirra marka sem hið harða skipulag skáldsögunnar krefst.
Siðdegi eitt þegar ég var á „kvöldgöngu" fundu hinir veleygðu fætur mínir
tréspæni i fjöruborðinu. Þetta voru nýhöggnir spænir en úr gömlum viði, sem
hafði auðsæilega lengi legið í sjó.
Eg bjó í húsi fjarri þorpinu. Um kvöldið gekk ég í þorpið og hitti þar Jón
Gunnar. Og kvaðst hann þá um morguninn hafa höggið í tré líkneskju af
guðinum Frey. Líkneskjuna kvaðst hann hafa reist i kvos á norð-austurhorni
eyjarinnar. Kvosin skarst likt og þröngt V inn í eyna og opnaðist likt og faðmur
á mód firðinum og nokkrum skerjum þar sem alltaf sátu skarfar.
A þessum árum höfðum við Jón Gunnar starfað lengi i félagsskapnum SÚM.
Eins og aðrir í þeim félagsskap reyndum við að bræða saman allar listgreinar í
eina listgrein. Við reyndum að finna samruna hinna ýmsu listgreina, vegna þess
að við héldum að listin væri ein, en þó fjölmörg í senn og hver grein væri gædd
sínu einstaka eðli. Listamenn eru sífellt að berjast við að vinna óvinnandi verk. í
félagsskapnum SÚM voru fáar kenningar hafðar í frammi, en kenningar svifu í
loftinu. Kenningar flestra okkar um list voru fólgnar í framkvæmd listarinnar,
þótt við þættumst stunda hugmyndalist. Hendur Islendinga eru iðnari en
höfuðið. Það er engu líkara en höfuðið sé eins konar hræðilegur baggi á þessari
þjóð. Af þeim ástæðum eru Islendingar í augum annarra þjóða eins og höfuð-
laus her. Mér finnst eins og við berum höfuðið í fanginu. Þar hömpum við því
eins og kletti.
Einhverra hluta vegna varð list okkar, féláganna í SÚM, ekki fullburða fyrr en
eftir að félagið splundraðist. Kannski óttuðumst við allir listina, kannski vorum
við haldnir listótta, líkt og trúaðir guðsótta. Vissum við að fullburða list er
ævinlega dauðvona? Jón Gunnar og ég höfðum aldrei unnið saman að gerð
ákveðins listaverks en við höföum oft sýnt saman bæði heima og erlendis.
66