Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 80
Tímarit Máls og menningar Sökum þessa og meÖ þessum hætti urðu augu mín fyrir kynlegri reynslu og hugurinn jafnframt. Því aÖ meðan ég gekk og las sá ég hvorki niður fyrir mig né til hliðar. Fæturnir urðu þess vegna að gegna hlutverki sjónarinnar. Með- vitundin skerptist. Dag einn gerði ég mér grein fyrir að ég var ekki að deyfa þörfina fyrir ljóð, heldur þvert á móti ljóðvæddi ég þannig líkamann. Og brátt fann ég hvernig ég fékk eða á mér uxu eða ég öðlaðist veleygða fætur og æðra skynsvið. A tærnar uxu augu þar sem áður voru neglur. Þannig tær eru guði þóknanlegar, sögðu hnéskeljarnar á mér. Ég hló fávís og trúlaus á guð. En í byrjun júli var ég kominn með það sem ég nefndi ljóðalíkama. Engu að síður leyfði ég ljóðinu ekki að koma til mín, vegna þess að vilji minn hélt mér innan þeirra marka sem hið harða skipulag skáldsögunnar krefst. Siðdegi eitt þegar ég var á „kvöldgöngu" fundu hinir veleygðu fætur mínir tréspæni i fjöruborðinu. Þetta voru nýhöggnir spænir en úr gömlum viði, sem hafði auðsæilega lengi legið í sjó. Eg bjó í húsi fjarri þorpinu. Um kvöldið gekk ég í þorpið og hitti þar Jón Gunnar. Og kvaðst hann þá um morguninn hafa höggið í tré líkneskju af guðinum Frey. Líkneskjuna kvaðst hann hafa reist i kvos á norð-austurhorni eyjarinnar. Kvosin skarst likt og þröngt V inn í eyna og opnaðist likt og faðmur á mód firðinum og nokkrum skerjum þar sem alltaf sátu skarfar. A þessum árum höfðum við Jón Gunnar starfað lengi i félagsskapnum SÚM. Eins og aðrir í þeim félagsskap reyndum við að bræða saman allar listgreinar í eina listgrein. Við reyndum að finna samruna hinna ýmsu listgreina, vegna þess að við héldum að listin væri ein, en þó fjölmörg í senn og hver grein væri gædd sínu einstaka eðli. Listamenn eru sífellt að berjast við að vinna óvinnandi verk. í félagsskapnum SÚM voru fáar kenningar hafðar í frammi, en kenningar svifu í loftinu. Kenningar flestra okkar um list voru fólgnar í framkvæmd listarinnar, þótt við þættumst stunda hugmyndalist. Hendur Islendinga eru iðnari en höfuðið. Það er engu líkara en höfuðið sé eins konar hræðilegur baggi á þessari þjóð. Af þeim ástæðum eru Islendingar í augum annarra þjóða eins og höfuð- laus her. Mér finnst eins og við berum höfuðið í fanginu. Þar hömpum við því eins og kletti. Einhverra hluta vegna varð list okkar, féláganna í SÚM, ekki fullburða fyrr en eftir að félagið splundraðist. Kannski óttuðumst við allir listina, kannski vorum við haldnir listótta, líkt og trúaðir guðsótta. Vissum við að fullburða list er ævinlega dauðvona? Jón Gunnar og ég höfðum aldrei unnið saman að gerð ákveðins listaverks en við höföum oft sýnt saman bæði heima og erlendis. 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.