Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 85
Myndgerð Ijóðsins
LjóÖið er samt ekki lengi á tilviljanakenndu reiki, likt og taut í vindi, líkt
og titringur í hinum innri talfærum tilfinninganna, áður en málið verður
til og fæðist í líki ákveðinna orða. Ljóðið finnur líkingu sína eða líkama
sinn:
Sérhver dagur fceðist líkt og Ijðð.
Þar af leiðandi fæðist sérhvert ljóð á sama hátt og dagurinn: Ljóðið rís úr
myrkri.
Þess vegna er eðlilegt og rökrétt (?) að næsta ljóðlína verði svona:
Ljððin reika á skipi um höf og höfuð í dimmri birtu.
Hin dimma birta er tvíeðli ljóðsins: ljósaskipti, hálfrökkur. En engu að
síður hefur ljóðið nú eignast sinn farkost: skip og höfuð.
I hjálmi skapandi höfuðs glymur sem hamar á steðja.
Verið er að smíða og hamra glóandi ljóðið á steðja í höfðinu. Ljóðið er
gripið glóandi. Það er hamrað meðan það er heitt. En hér er einnig stuðst
við raunverulegan atburð: „Við rothöggið fann ég hvernig ljóðið lamdi
tunguna.“
I skáldskap er algengt að lítilsverður, persónulegur atburður verði í
meðförum skáldsins að algildum atburði, reynslu. Megnið af skáldskap
byggist á þannig ósköp tilviljanakenndri reynslu.
Ljóðið er hamrað. Ljóðið er að komast til vits, þ. e. a. s. fá form. Það er í
ljóðasmiðjunni: í höfðinu.
Freyr
hvers vegna berst skœr frosthljðmur yfir jörðina
pegar veik sýn hugar lýstur tunguna Ijóði?
Þá gerir efinn vart við sig. í efanum er hreyfing, sköpun, líf. Vissan er
annars eðlis. Vissan er trú.
Hugarsýnin er veik. Hugarsýnin er hér hamarinn. Tungan er steðjinn.
Hið smáa, hin veika ljóðsýn, smíðar ljóðið á tungunni.
71