Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Síða 89
Hvernig verður Ijóð til?
Svo byrjar allt á nýjan leik. I þetta sinn eiga orðin erindi. Ljósmóðirin tekur
til starfa. Svitinn bogar, blóðið rennur, tárin streyma. Enga ósk á ljósmóðirin
heitari en að nýfætt ljóðið reki upp siguröskur, heimti sjömílnastígvél og leggi
af stað að breyta heiminum. Miðnættið kemur og fer, uppþvotturinn bíður,
enginn hugsar um morgundaginn. Orðin streyma úr ritvélinni, raða sér á blað,
ljúf eða andstyggileg, stillt eða óstýrilát. Punktur.
Ljósmóðirin skoðar ljóðið í krók og kring og lemur það í bossann, bíður eftir
siguröskrinu. Það virðist heilbrigt, þetta ljóð. Mesta fríðleiksljóð. En sigur-
öskrið lætur á sér standa.
Undir morgun rekur ljóðið upp smábofs. Urvinda af þreytu leggst ljós-
móðirin til svefns, snöktandi, og vill helst aldrei sjá þetta ljóð aftur — þetta
vonbrigðaljóð, þetta afstyrmi sem átti að sigra heiminn, en brást.
Heimurinn tók ekki miklum breytingum við tilurð þess ljóðs sem hér fer á
eftir. Hversvegna einmitt þetta ljóð varð fyrir valinu skal ósagt látið, að öðru
leyti en því að það hefur ekki komist uppúr skúffu fyrr og einhversstaðar innra
með okkur blundar víst löngunin til að láta fleiri en skúffuna njóta afraksturs
andvökunáttanna. Ella svæfum við.
í ÚTLEGÐ
Þú sérð mig ganga um borgina
og heldur þá kannski ég eigi hér heima
eða sé að minnsta kosti sátt við þessi pálmatré
samt hlýturðu að sjá
að í göngulag mitt vantar trumbusláttinn.
Til skamms tíma hélt ég
að ekki skipti máli hvar ég svæfi í nótt
því skip mitt lægi ferðbúið við bryggju.
Nú eru bryggjustaurarnir fúnir
og langt síðan blásið var til síðustu ferðar.
75