Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Qupperneq 106
Tímarit Máis og menningar
félagi. Þó örlar á því, t. d. í þeirri lýsingu Gísla Pálssonar „að skólinn þjóni fyrst
og fremst því hlutverki að ala upp ákveðna manngerð sem haefir framleiðsluaf-
stæðum auðvaldsskipulagsins.“ (5) Sá merki skólamaður Jónas Pálsson er nær
marxískum skilningi á skólakerfmu en margir þeir sem flagga nafni Karls
heitins. Hann álítur:
Að manngildisstefna sé ekki nema að litlu leyti raunverulegur sigurvegari í þeirri
breyttu menntapólitík sem óneitanlega gætir að marki hjá valdhöfum V-Evrópu
á síðari árum. Aðalorsökin er sú almenna viðurkenning, að aukin þekking sé
a. m. k. einn veigamikill þáttur til aukinnar framleiðni og sívaxtar framleiðslu,
neyslu og gróða. (10, bls. 8)
Hvorki Jónas né Gísli fylgja hins vegar þessum skilningi eftir með því að
grafast nánar fyrir um rætur skóla í vinnunni. Eins og nánar mun koma fram á
eftir tel ég að íslenskir sósíalistar verði að huga mun nánar að samhengi
framleiðslu og skóla en þeir hafa gert. Marx gamli sýndi fram á það hvernig hin
kapítalíska skipan vinnu lýtur ákveðnum lögmálum er setja svip sinn á samfé-
lagið allt. Fyrir auðmagninu á fólk fyrst og síðast tilvist sem vinnuafl, og
vinnandi fólk á tilveru sína og lífshamingju undir sölu eigin vinnuafls. Þótt
uppeldi og félagsmótun skóla taki oft á sig myndir „persónuþroska", „póli-
tískrar innrætingar" o. s. frv. leynast þar einatt ákveðin tengsl við framleiðslu og
gróðaþörf. Sósíalískir skólamenn, sem bæði þekkja innviði skólakerfisins og
ráða yfir beittri marxískri gagnrýni, geta afhjúpað þessi tengsl, og hlutverk
sósíalista hlýtur að vera að gagnrýna kapítalíska verka- og ste'ttaskiptingu og hvemig
skólinn á þátt í að viðhalda henni og frampróa hana.
Það er ekki markmið mitt í sjálfu sér að sýna íslenskum sósíalistum fram á
kórréttan skilning á menntun í auðskipulagi, heldur mun ég síðar í greininni
leitast við að sýna fram á hvernig eyðurnar í skólagagnrýni sósíalista eiga samleið
með því að þeir reka ósósíalíska skólapólitík.
Um leið og sú umræða, sem hér er vísað til, yfirgefur svið almennra umræðna
um skóla og fer að fást við skólamálastefnu, er hin sósíalíska gagnrýni að mestu
leyti horfin. An þess að sérstök rök séu færð fyrir því er skólapólitíkinni
markaður bás sem umbótastefnu, og segir það sína sögu um alræði umbóta-
hyggjunnar meðal íslenskra sósíalista. Algengast er að einhvers konar fram-
sækinni menntastefnu sé teflt fram gegn íhaldssamri stefnu. Vitnað er í þann
skilning Morgunblaðsins á góðri menntun að hún sé miðlun haldgóðra upp-
92