Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 120
Tímarit Máls og menntngar hennar. Liney er auk listfengi sinnar ein- hver greindasti höfundur okkar nú um stundir. Si/ja Aðalsteinsdðttir. LEIKDÓMAR ÁSGEIRS HJARTARSONAR Fyrir rúmum tuttugu árum kom út hjá Hcimskringlu bókin Tjaldið fellur, safn leikdóma og greina Ásgeirs Hjartarsonar frá árunum 1948 til 1958. Af einhverjum ástæðum hefur dregist úr hömlu að út kæmi safn eða úrval úr þeim greinum, sem hann ritaði eftir ’58, en Ásgeir var leik- listargagnrýnandi Þjóðviljans allt til vors '12. Skömmu fyrir jól kom sú bók loks út hjá Iðunni og ber heitið Leiknum er lokið. I hana hefur Ólafur Jónsson valið um fimmtíu leikdóma og greinar frá þessu timabili, auk þess sem hann skrifar eftir- mála um höfundinn og bókina. Ekki verður þess freistað hér að gera tæmandi úttekt á leikdómaraferli og skrifum Ásgeirs Hjartarsonar. Það verk- efni verður vonandi unnið þegar farið verður að stunda skipulegar rannsóknir á íslenskri leiklistarsögu, t. d. á vettvangi Háskólans. Hvorki Tjaldið fellur né Leiknum er lokið fullnægja raunar sem efnislegur grundvöljur fræðilegrar grein- argerðar; báðar flytja bækurnar takmarkað úrval úr greinum Ásgeirs og er megin- áhersla lögð á sýningar Reykjavíkurleik- húsanna tveggja. Þannig eru dómar hans um barnasýningar, skólaleiki, áhuga- mannasýningar og söngvaleiki felldir burt og hefði þó verið nógu fróðlegt að sjá hvernig Ásgeir tók á slíkri leiklist. Tjaldið fellur er þó betra heimildarit en Leiknum er lokið að því leyti að þar er að finna alla dóma Ásgeirs um sýningar Leikfélags Reykjavíkur og Þjóðleikhússins á árunum ’48 til ’58. Ólafurjónsson hefur því miður ekki haft jafn frjálsar hendur við undir- búning siðari bókarinnar og má endalaust deila um hversu vel val hans hefur tekist. Þegar á allt er litið er ég sáttur við valið; ég sakna að vísu ýmissa sýninga frá siðasta áratug, en treysti mér ekki til að sýna fram á að þær hefðu átt meiri rétt á birtingu i þessari bók en þær sem þar hafa fengið inngöngu. Mér þykir þó rétt að benda á að slikar umkvartanir hefðu átt mun minni rétt á sér, hefði bókinni fylgt heildarskrá um greinar Ásgeirs, helst frá upphafi ferils hans. Slík skrá mundi hafa margháttað gildi og tel ég mistök hjá útgefanda, að hún skyldi ekki vera tekin saman og birt sem bókarauki. Islensk bókaforlög ráðast ekki oft i út- gáfu á greinum bókmennta og leiklistar- gagnrýnenda; ég minnist þess ekki að öðrum en Ásgeiri Hjartarsyni, Bjarna Benediktssyni og Ólafi Jónssyni hafi verið sýndur slikur sómi. Skýringin á þessari deyfð kann að vera nokkuð margþætt og ætla ég mér síst að leggja mat á hvoru er fremur um að kenna, áhugaleysi bókaút- gefenda eða ófullkomleik þeirra skrifa sem blöð og fjölmiðlar birta sem gagnrýni á menningu og iistir. Ljóst ætti að vera að fátt minnir betur á nauðsyn vandaðrar gagnrýni en útgáfa á skrifum fremstu gagnrýnenda, auk þess sem slikar bækur eru ómetanlegar menningarsögulegar heimildir um ákveðin tímabil, verk eða listamenn. I þessum efnum má fara ýmsar leiðir; t. d. er nokkuð um það erlendis að gefnar séu út bækur með skrifum gagn- 106
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.