Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 19
. . . það sem menn kalla Geni Nú vill svo til að við höfum tvær myndir af síðustu dögum Jónasar og báðar eiga sér stoð í heimildum: önnur er af manni sem er á kafi í pólitík, situr í öllum helstu nefndum íslendinga í Höfn og er sýnilega manna best treyst til að móta stefnuna;1 hin er af manni sem er með langvarandi áfengiseitrun, fitulifur og þjáist af næringarskorti.2 Það er eflaust hægt að láta þessar tvær myndir samrýmast á einhvern hátt, en það er hreint ekki auðvelt og því hyllumst við til að velja aðra og skýra allt út frá henni. Nóg um mýtur. Þetta var aðeins dregið fram til að vara við því að of einhliða myndir af manninum á bak við verkin geta villt okkur sýn þegar við skoðum það sem væntanlega skiptir mestu máli: skáldskapinn sjálfan. Ljóð Jónasar eru ekki öll runnin af einni og sömu rót, þeim er ætlað að hafa misjöfn áhrif á viðtakendur, stellingar skáldsins eru ólíkar. Hér verða dregnar fram þrjár hliðar á skáldskap Jónasar. Bókmennta- sagan hefur einkum lagt áherslu á rómantísk einkenni hjá honum og við reynum að meta þau; hann var alls ekki í uppreisn gegn upplýsingarstefnu og vísindahyggju , eins og mætti ætla ef fylgt væri skilgreiningunni á róman- tísku skáldi, við athugum hvernig þessar andstæðu stefnur fléttuðust saman hjá honum — og að síðustu skoðum við lítillega Annes og eyjar sem hann orti að því er virðist aðeins fyrir sjálfan sig undir lok ævinnar, þar sem jafnvel er hæðst að fyrri hugmyndum; skáldið á ekki lengur samleið með Hreyfingunni, hvað sem líður félagsmálafrömuðinum. II Jónas er löngum talinn annar frumkvöðull rómantísku stefnunnar á Islandi, næst á eftir Bjarna Thorarensen, og því er rétt að fara nokkrum orðum um rómantík, áður en við athugum hversu vel sá límmiði á við Jónas. Sannleikurinn er sá að það er erfitt að átta sig á því við hvað nákvæmlega er átt þegar talað er um rómantík. Orðið hefur verið notað um ótal sundurleitar hræringar, stundum haft til lofs, stundum megnasta hnjóðs- yrði. Stefnan hefur með einum eða öðrum hætti verið tengd við flest það sem hugsað var í Evrópu frá síðustu áratugum 18. aldar fram á miðja þá nítjándu. Hún hefur verið tengd við pólitískt afturhald einveldissinna, jafnt sem róttæka byltingarstefnu borgaralegra hugsuða, jafnvel marxismann. Það er engu líkara en að á 19. öld hafi geisað samkeppni um það hver gæti komið með hnyttilegustu skilgreininguna á fyrirbærinu, hver jöfurinn um annan þveran keppist við að skilgreina þetta í eitt skipti fyrir öll.3 Hugtakið er víðfeðmt og sú hreyfing sem spratt upp í Evrópu um aldamótin 1800 var breytileg eftir löndum og þróaðist misjafnlega. Ef til vill má rekja raunir fræðimanna við að fanga þetta hugtak til sjálfs kjarna stefnunnar: afstöðu rómantískra skálda til hlutverks síns og skáldskaparins. TMM II 417
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.