Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 25
. . . það sem menn kalla Geni Skáldlegar leiftursýnir hins mikla anda nægja sem sé ekki til þegar komist skal að eðli hlutanna. Þvert á móti: snilldin getur afvegaleitt okkur og fengið okkur til að gleyma því að þessir menn, sem fyrst og fremst hugsuðu sér heiminn studdust ekki við raunvísindalegar athuganir sem að mati Jónasar vísa okkur veginn til þess algilda lögmáls sem ríkir í náttúrunni — orsakalög- málsins. Náttúruspeki Jónasar liggur að ýmsu leyti nær skynsemisdýrkun upplýs- ingarinnar og raunhyggju pósitífismans en hughyggju rómantíkera sem lögðu áherslu á þau takmörk sem skynseminni væru sett. En náttúran er þó ekki einskær leikvöllur orsaka og afleiðinga, hún gegnir lykilhlutverki í pólitískri hugsun Jónasar. I hinum stærri náttúrukvæðum sínum notar hann tign náttúrunnar og glæsta fortíð allt að því sem svipu á menn nútíðarinnar, hann reynir að ögra þeim til dáða. Umkvartanir hans eru ekki almenns eðlis — um tíðarfar eða þvíumlíkt - heldur beinast þær að fólkinu sjálfu: Veitt hefir Fróni mikið og mart miskunar faðir; en blindir menn meta það aldrei eins og ber, unna því lítt sem fagurt er; telja sér lítinn yndisarð að annast blómgaðan jurtagarð. (Hulduljóð) Jónas vildi tengja þjóðfrelsisbaráttuna við náttúru landsins og sögu og ef til vill dreymdi hann um að hér risi á ný samfélag í ætt við það sem var á þjóðveldisöld. Hann bendir samlöndum sínum á fordæmi Gunnars á Hlíð- arenda, sem ekki gat slitið sig úr örmum átthaganna, og hólminn sem einn stendur grænn uppi á „köldum söndum“ verður ævarandi minnisvarði yfir þetta fyrirmyndarsamband manns og náttúru. A því hafði guð velþóknun og því verndar hann hólmann. Skrif Jónasar handa almenningi um náttúruvísindi höfðu það meginmark- mið að glæða skilning þjóðarinnar á lögmálum náttúrunnar. I skáld- skapnum reynir hann hins vegar að auka fólki ást á landinu með því að benda á fegurðina allt í kring — í fífilbrekkunni jafnt sem fjöllunum. I Hulduljóðum sem hann lagði mikla alúð við er reynt að gera margt í senn: þar eru kynjaverur á sveimi, öll náttúran er lifandi og fagnar hinum góða vætti, saltdrifinni hetju og öll hefur þessi lýsing á sér rómantíska dulúð. En um leið er tækifærið notað til að koma að ýmsum áminningum sem eru fyllilega í anda upplýsingarstefnunnar: kvartað er yfir „leirburðarstagli og holtaþokuvæli“ og öðru menningarleysi. Og Hulda, sú „hugarmynd“ sem 423
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.