Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 69

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 69
. „I gegnum list að Ijóssins viskusal og mannsandans, sem eru grundvöllur listarinnar og tilverunnar, og eyðir þar með firringunni sem gerir manninn að útlaga í umhverfi sínu. A þennan hátt verður listin í senn uppspretta æðsta sannleika og endurnærandi hvíld fyrir þá sem leita að samræmi í sundruðum heimi. í þessu samhengi er vert að athuga skilning Gröndals á sjálfu listhugtak- inu, en að hans áliti er listin jafnan nátengd þörfum mannsins, líkamlegum og andlegum. I skýringum sínum við Hugfró kemst hann m. a. svo að orði: List og þörf eru að mörgu leyti óaðgreinanlegar; 1. af því að í öllum þeim hlutum, sem gerðir eru vegna líkamlegrar nauðsynjar (þarfar), liggur listin falin, og þeir geta verið listasmíði; 2. af því að listin í sjálfri sér er þörf, og andinn heimtar fegurð. (B.G. 1:548) í framhaldi af þessu skiptir Gröndal allri list í tvo flokka eftir því af hvaða hvötum eða þörfum þær eru sprottnar. Annars vegar eru blandaðar listir, það sem við köllum venjulega listiðn eða nytjalist. Þessi tegund listar grundvallast á verkum sem komin eru til af líkamlegri þörf mannsins: smíðum, vefnaði eða byggingum, hlutum sem menn geta ekki án verið. Þessi sköpun manna er vissulega ekki alltaf listræn, en hún getur orðið það ef vel tekst til. Þessar listir eru þó að jafnaði á miklu lægra eðlisstigi en hreinar listir, sem koma til af „ósjálfráðri fegurðarheimtun andans“ og eru því á engan hátt skilyrtar af þeim notum sem hluturinn á að hafa. Þetta eru myndlist, tónlist og skáldskapur, listgreinarnar sem Hegel nefndi „róman- tískar listir“. Af þessu má sjá að öll sköpun mannsins getur orðið að list með einum eða öðrum hætti. Listin er sífellt til staðar og af orðum Gröndals virðist jafnvel mega ráða að öll tilvera mannsins, bæði starf hans og hugsun, stefni beint eða óbeint að list. Listin er sama þörf mannsins fyrir fullkomnun og felst í ídealismanum, sama löngun til að yfirgefa gráan hversdagsveruleikann og lyftast upp í veldi fegurðarinnar. Og í listinni er allt mögulegt, þar verður draumurinn veruleiki og veruleikinn draumur. Án nokkurra vandkvæða sættir listin allar mótsagnir í sjálfum sér nægum heimi þar sem sérhver hlutur á sér afmarkaðan sess í fagurri heildarmynd. Þannig er listin í raun og veru heimssýn rómantíkera og aðferð til að lifa af, með því að hún er bæði takmarkið sem stefnt er að og forsenda allra framfara. Það er listin, tengsl hugar og handar, sem umbreytir hellisskútanum, þar sem forfeður okkar leituðu sér skjóls, í dýrlegar hallir og kirkjur, sem ummyndar trjábút, sem notaður var til að fleyta sér út í nálægar eyjar, í hafskip „knúin fast af gufu og geystum eldi“, svo nú má segja: „hafið er kúgað listaveldið undir“ (B.G. 1:232). Og það er einnig listin sem breytir myndum og tónum náttúrunnar í verk sem gleðja menn og vekja hjá þeim andlega nautn um leið og hún 467
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.