Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 86
Ástráðnr Eysteinsson John Fowles og Ástkonan „It was a pose without realism, yet dramatic.M Tbe Magus Fyrsta skáldsaga John Fowles, Safnarinn (The Collector), kom út árið 1963.1 Hann hafði þó unnið mun lengur að annarri sögu, The Magus, sem birtist 1966 og er að sögn Fowles eftirlætisafkvæmi hans í flokki skáldverka, en jafnframt mesta vandræðabarnið. Hann gaf út endurskoðaða gerð hennar árið 1977. 1969 kom út sú bók Fowles sem frægust hefur orðið og loks birtist á íslensku í ár: Ástkona franska lautinantsins (The French Lieuten- ant’s Woman).2 Síðan hafa komið eftirtalin skáldverk: Poems (1973), The Ehony Tower (1974; stutt samnefnd skáldsaga auk þriggja smásagna og þýddrar miðaldarómönsu), og skáldsögurnar Daniel Martin (1977) og Mantissa (1982). Fowles er orðinn einn viðurkenndasti skáldsagnahöfundur Vesturlanda og munu eflaust margir Islendingar þekkja til verka hans. Skáldsögur hans eru raunar svo fjölbreytilegar að efni og áferð að í grein sem fjallar fyrst og fremst um eina þeirra er einungis hægt að ræða í mjög grófum dráttum um sameiginleg einkenni allra. Ohætt mun þó að segja að í sögum hans birtist iðulega rík frásagnargleði sem og óskeikul tök á hefðbundinni frásagnar- tækni; honum er í lófa lagið að skapa bráðlifandi persónur og kvikt umhverfi, og fella þetta saman í hrífandi framvindu realískrar sögu. Því er gjarnan haldið fram að leita verði allt aftur til hinna miklu raunsæishöfunda Breta á síðustu öld (Dickens, George Eliot o. fl.) til að finna ofjarla Fowles í raunsönnu samspili persóna og samfélags. En Fowles er sér jafnframt afar meðvitaður um að nútíma-sagnagerð hefur ekki hvað síst einkennst af andófi gegn þessari hefð, og í sögum sínum, að þeirri fyrstu e. t. v. frátalinni, grefur hann látlaust með annarri hendi undan þeim söguheimi sem hann skapar með hinni. Hann telur „kreppu" skáldsögunnar felast í aukinni sjálfsvitund hennar, óhjákvæmilegri viðurkenningu á að form henn- ar er í senn leikur og lygi, tilbúningur er „gerir höfundinum kleift að fara í feluleik við lesandann."3 Þessi feluleikur er ein mesta skemmtan og dægradvöl sem mannkynið hefur fundið upp, enda hefur hann verið gjörnýttur af afþreyingariðnaði nútímans. Þetta hefur síðan leitt til „slæmrar sam- 484
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.