Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 87

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 87
John Fowles og Astkonan visku“ margra rithöfunda og andófs þeirra gegn því hlutverki að „segja sögu“ — eða þá til afhjúpunar þeirra á sögu, sem samt sem áður er látin fara fram. í The Magus stendur í lokin ekki steinn yfir steini í öllum ævintýrum er söguhetjan upplifði; öll voru þau sjónhverfingar bragðarefsins Conchis, sem er sjálfur að leika hlutverk Prosperós í þessari „nútímalegu“ útfærslu á Ofvibri Shakespeares, en dæmigert má teljast að það skuli vera eitt af eftirlætisverkum Fowles. Oll skáldsagan verður jafnframt vísvituð sjón- hverfing og völundarhús höfundarins. Margir töldu að í Daniel Martin hefði Fowles snúið baki við slíkum klækjabrögðum og sáu ekki nema takmarkaðar víddir þeirrar stórbrotnu sögu.4 Slíkum lesendum hlýtur að hafa brugðið í brún við að lesa Mantissu, þar sem sögusviðið er heilabú rithöfundar. Sú vistarvera er í formi einangrunarklefa í sjúkrahúsi, og sagan er undirlögð af viðskiptum sjúklingsins og hans eina gests, skáldskapargyðj- unnar. Sagan er öðrum þræði árás á öfgafulla huglægni og sjálfvísun nútímaskáldsagna, en um leið þó óhjákvæmilega öflugt framlag til einmitt þessara „kreppueinkenna“ sagnagerðarinnar, og í ljósi þess hversu mis- kunnarlaust Fowles gefur sig þessari kreppu á vald í Mantissu hlýtur maður að bíða næstu skáldsögu hans með eftirvæntingu, því hann hefur í raun gert sér afar óhægt um vik að halda lengra á sömu braut.5 „Sagan sem ég er að segja er tóm ímyndun “ En það er í Astkonu franska lautinantsins sem Fowles lánast best þetta tvístig sitt milli realisma og módernískrar formgerðar. Ekki síst vegna þess að sögusviðið er England á Viktoríutímanum, heimur sem við þekkjum kannski best úr raunsæisskáldsögum þeirra tíma. Og Fowles hefur sem fyrr segir margt til að bera er prýðir fremstu höfunda realismans og tekst meistaralega að endurskapa þennan heim og leiða okkur inn í hann. En sögumaður verksins er ekki allur þar sem hann er séður. Grunsemdir kunna að læðast að sumum lesendum þegar á fyrstu síðu, er Cobbanum í Lyme Bay er líkt við höggmyndalist Ffenry Moore, og brátt verður fullljóst að sögumaður (og á bak við hann söguhöfundur) er að miðla frásögninni frá sjónarhóli nútímamanns, hundrað árum eftir að sagan gerist, og nýtir til þess ýmsa þekkingu sem ekki samræmist veröld sögunnar. Þannig erum við öðru hverju látin hrökklast út úr epískum straumi verksins, eins og þegar sagt er um frú Poulteney að „I Gestapó hefði vafalaust verið staða fyrir frúna . . .“ (4. kafli), eða þegar þessi mergjaða lýsing fylgir hinum eina og mjög svo snögga ástaleik söguhetjunnar Charles Smithson og hinnar dular- fullu Söru sem leysir líf hans úr læðingi en leggur um leið reglubundinn Viktoríuheim hans í rúst: 485
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.