Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 88
Tímarit Máls og menningar Þau lágu eins og lömuð yfir athæfi sínu. Storknuð í synd, frosin í alsælu. Charles — í huga hans var ekki neinn mildur dapurleiki eftir samfarirnar heldur varð hryllingurinn samstundis allsráðandi — var eins og borg sem þegir eftir að kjarnorkusprengja hefur fallið af friðsælum himni. Allt var í rúst; öll lögmál, öll framtíð, öll trú, allur heiðvirður ásetningur. Samt hafði hann lifað af, hann lá í sætasta sigri lífs síns, síðasti maðurinn sem enn var á lífi, svo óendanlega einangr- aður . . . en geislavirkni sektarkenndarinnar var þegar farin að læðast eftir taugum hans og æðum. (47. kafli) Segja má að sögumaður verksins sé eins konar búktalari. Eins og títt er í verkum sem gerast í fortíð sem við þekkjum til, er sögumanni ljáð „rödd“ er samræmist ytri tíma sögunnar og Fowles er óvefengjanlegur snillingur í að líkja eftir raddbrigðum hina viktoríönsku sögumanna. En sögumaður Fowl- es gerir ýmislegt sem ljóstrar upp búktali hans, og iðulega talar hann til okkar með sinni „eiginlegu“ rödd, af okkar tímasviði, og horfir þá meðvitað um öxl til löngu liðins tíma sögunnar. Ekki lætur sögumaður við það sitja að afhjúpa sinn nútímalega sjónarhól, því stundum hrynur hin listræna blekking á enn afdrifaríkari hátt, t. d. þegar hann spyr hver Sara sé eiginlega: Ég veit það ekki. Þessi saga sem ég er að segja er tóm ímyndun. Þessar persónur sem ég skapa hafa aldrei verið til nema í höfðinu á mér. Ef ég hef hingað til þóst þekkja huga og leyndustu hugsanir persóna minna, er ástæðan sú að ég skrifa (á sama hátt og ég hef tileinkað mér eitthvað af orðaforða og ,,rödd“) í samræmi við hefð sem var almennt viður- kennd þegar saga mín gerist: þá að skáldsagnahöfundurinn væri Guði næstur. Hann veit kannski ekki allt, en reynir þó að láta þannig. En ég lifi á öld Alain Robbe-Grillet og Roland Barthes; ef þetta er skáldsaga getur það ekki verið skáldsaga í nútímamerkingu þess orðs. (13. kafli) Hér sést hversu slunginn Fowles er: um leið og hann rýfur frásagnarblekk- ingu realismans, sætir hann lagi og stemmir stigu við allri viðleitni til að skipa honum í hóp forsvarsmanna róttækrar nýstefnu í prósagerð (Fowles er sérlega í nöp við frönsku nýsöguna, en Robbe-Grillet er frægasti fulltrúi hennar).6 Fullyrðingin í lok tilvitnunarinnar felur í sér skemmtilega mót- sögn. Annars vegar samræmist texti sem þessi ekki viðteknum skilningi á hvað skáldsaga sé. En þar sem Fowles skrifar „í nútímamerkingu þess orðs“ getur hann átt við að hans aðferð sé í andstöðu við þann módernisma sem leitast við að brjóta hina „guðdómlegu“ blekkingu endanlega niður. 486
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.