Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 90
Tímarit Máls og menningar lesendur að lestri loknum. Til að skjóta sér undan öllum einföldum „lausnum“ hafa ýmsir höfundar reynt að láta sem sögur þeirra hœtti fremur en endi, sagan sé opinn texti fremur en lokuð veröld, þannig að verkið túlki á einhvern hátt ólifað skeið lesandans sjálfs, valkosti hans og ákvarðanir, frelsi til að skapa eigið líf, eigin sögu. Eins og fram kemur í Daniel Martin telur Fowles það vera nútímalega hleypidóma að sögur verði að „enda illa“, eins og það er kallað, og þess sé hreinlega vænst af öllum alvarlegum höfundum að þeir hagi sögulokum á þann veg. En Fowles veit að ekki er sjaldgæfara að sögur „endi vel“ og oft er sögum „lokað“ mun rækilegar á þann hátt. Þetta á eflaust sinn þátt í því hversu mikil vandræði hann á við að stríða með sögulokin bæði í Daniel Martin og The Magus. I Astkonunni gengur honum hins vegar mun betur í glímunni við hið opna form. I raun eru þrenn sögulok í Astkonunni. Fyrst lætur Fowles söguhetju sína hverfa aftur til heitmeyjar sinnar Ernestínu og siðavands borgaralegs lífern- is, og gengur þannig rækilega frá öllum hnútum. En þetta er blekking því við erum öll skáldsagnahöfundar og „Charles var engin undantekning; síðustu síðurnar sem þið lásuð voru ekki það sem í rauninni gerðist heldur það sem hann ímyndaði sér, þessa klukkutíma í lestinni milli Lundúna og Exeter, að gæti gerst.“ (45. kafli) Sagan heldur áfram uns Charles hafnar í faðmi Söru og ástarsaga þeirra fær „góðan endi“. En úti fyrir dyrum er dándilegur náungi sem áður hafði ferðast í lest með Charles og reynist vera sögumaðurinn, en svipar líka til Fowles sjálfs. Hann gerir sér lítið fyrir og seinkar klukku sinni um stundarfjórðung þannig að lokaatriðið er leikið aftur, og nú fer á annan veg: ástarsagan gengur ekki upp. Þetta á samt ekki að vera sorglegt, því nú er Charles loks kominn yfir erfiðasta hjallann í þroskasögu sinni. Hann hefur þurft að upplifa hið existensíalíska augnablik sem leiðir til sjálfsþekkingar og heldur nú enn út „á hið stríða og ólgandi regindjúp", en með þessari ljóðlínu Matthew Arnolds lýkur sögunni. Jafnframt því sem hinn margfaldi endir fellur vel að existensíalískri lífsskoðun Fowles, samlagast hann söguefninu mætavel. I upphafi sögu er Charles í e. k. andlegri og félagslegri prísund. Hann er sjálfumglaður „vísindamaður" af aðalsættum sem er um það bil að láta rísandi borgarastétt gleypa sig, þegar á vegi hans verður freistari — ástkona franska lautin- antsins. Aðdráttarafl hennar hlýst að einhverju leyti af þrá hans eftir frelsi frá ríkjandi ástandi. Hún tælir hann úr klóm öryggisins og eins og bent hefur verið á gerist þetta jafnhliða því sem sagan dregur okkur á tálar8 — fátt gerir lesendur leiðitamari en vel samin ástarsaga. Fowles meðhöndlar les- andann á svipaðan hátt og Sara fer með Charles. Og rétt eins og Charles finnur ekki endanlega til frelsis síns fyrr en ástarsambandi þeirra er lokið, 488
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.