Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Síða 90
Tímarit Máls og menningar
lesendur að lestri loknum. Til að skjóta sér undan öllum einföldum
„lausnum“ hafa ýmsir höfundar reynt að láta sem sögur þeirra hœtti fremur
en endi, sagan sé opinn texti fremur en lokuð veröld, þannig að verkið túlki
á einhvern hátt ólifað skeið lesandans sjálfs, valkosti hans og ákvarðanir,
frelsi til að skapa eigið líf, eigin sögu.
Eins og fram kemur í Daniel Martin telur Fowles það vera nútímalega
hleypidóma að sögur verði að „enda illa“, eins og það er kallað, og þess sé
hreinlega vænst af öllum alvarlegum höfundum að þeir hagi sögulokum á
þann veg. En Fowles veit að ekki er sjaldgæfara að sögur „endi vel“ og oft er
sögum „lokað“ mun rækilegar á þann hátt. Þetta á eflaust sinn þátt í því
hversu mikil vandræði hann á við að stríða með sögulokin bæði í Daniel
Martin og The Magus. I Astkonunni gengur honum hins vegar mun betur í
glímunni við hið opna form.
I raun eru þrenn sögulok í Astkonunni. Fyrst lætur Fowles söguhetju sína
hverfa aftur til heitmeyjar sinnar Ernestínu og siðavands borgaralegs lífern-
is, og gengur þannig rækilega frá öllum hnútum. En þetta er blekking því
við erum öll skáldsagnahöfundar og „Charles var engin undantekning;
síðustu síðurnar sem þið lásuð voru ekki það sem í rauninni gerðist heldur
það sem hann ímyndaði sér, þessa klukkutíma í lestinni milli Lundúna og
Exeter, að gæti gerst.“ (45. kafli) Sagan heldur áfram uns Charles hafnar í
faðmi Söru og ástarsaga þeirra fær „góðan endi“. En úti fyrir dyrum er
dándilegur náungi sem áður hafði ferðast í lest með Charles og reynist vera
sögumaðurinn, en svipar líka til Fowles sjálfs. Hann gerir sér lítið fyrir og
seinkar klukku sinni um stundarfjórðung þannig að lokaatriðið er leikið
aftur, og nú fer á annan veg: ástarsagan gengur ekki upp. Þetta á samt ekki
að vera sorglegt, því nú er Charles loks kominn yfir erfiðasta hjallann í
þroskasögu sinni. Hann hefur þurft að upplifa hið existensíalíska augnablik
sem leiðir til sjálfsþekkingar og heldur nú enn út „á hið stríða og ólgandi
regindjúp", en með þessari ljóðlínu Matthew Arnolds lýkur sögunni.
Jafnframt því sem hinn margfaldi endir fellur vel að existensíalískri
lífsskoðun Fowles, samlagast hann söguefninu mætavel. I upphafi sögu er
Charles í e. k. andlegri og félagslegri prísund. Hann er sjálfumglaður
„vísindamaður" af aðalsættum sem er um það bil að láta rísandi borgarastétt
gleypa sig, þegar á vegi hans verður freistari — ástkona franska lautin-
antsins. Aðdráttarafl hennar hlýst að einhverju leyti af þrá hans eftir frelsi
frá ríkjandi ástandi. Hún tælir hann úr klóm öryggisins og eins og bent
hefur verið á gerist þetta jafnhliða því sem sagan dregur okkur á tálar8 — fátt
gerir lesendur leiðitamari en vel samin ástarsaga. Fowles meðhöndlar les-
andann á svipaðan hátt og Sara fer með Charles. Og rétt eins og Charles
finnur ekki endanlega til frelsis síns fyrr en ástarsambandi þeirra er lokið,
488