Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 115

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Page 115
Með wgg í brjósti . . . innan, alskeggjaður, og hann var á svona sauðsvörtum kufli, sem náði um það bil niður á mitt læri, og bundið band, virtist ofið eða brugðið, um mittið og endarnir héngu niður öðru megin, niður á mjöðmina, og eins og vafningar til fótanna. Annars virti ég ekki manninn mjög mikið fyrir mér. En svipurinn var einkennilegur og hann glotti. Og augun voru svo, ein- hvernveginn, hrekkjaleg . . . Síðan fór ég að spyrjast fyrir um hvað þarna hefði getað verið á ferðinni og spurði ég þá fyrst og fremst menn fædda og uppalda þarna. Og sumir þeirra höfðu unnið áður hjá hernum þarna við byggingu á kampinum. Mér var svarað hlæjandi, að það hefði verið Blá- skeggur, hann hefði sést þarna fyrr.“ Hver var hann þessi hrekkjótti náungi, sem af Strandhreppingum var kallaður Bláskeggur? Reyndar bera munnmælin því ljóslega vitni að hann hafi verið draugur eða afturganga. Innarlega í hreppnum er s. k. Bláskeggsá, kennd við Þorvald bláskegg, sem skv. Harðarsögu bjó að Sandi. Féll hann við ósa árinnar fyrir hendi bænda þegar Hólmverjar voru að sækja vatn í hana. Segir sagan, að hann hafi verið heygður þar við ána. Hér má bæta því við, að af mörgum var talið reimt í Bláskeggsárgili. Það er eðli þjóðsagna að vera til í mörgum útgáfum og í þessu tilfelli er sá, sem storkaði hinum erlenda her á svo eftirminnilegan hátt talinn vera fornaldarmaður, þ. e. vofa hans. I einu tilviki er talið að skotið hafi verið á huldumann (Virkið í norðri). Lýsing heimildarmanns míns á greinilega við fornmann eins og sjá má á því hvernig klæðaburði hans var háttað. Virðist frásögn hans, kraft- mikil og dramatísk, jafnvel vera undir einhverjum áhrifum frá Grettissögu, samanber það er Glámur kom inn um skáladyrnar á Þórhallsstöðum. Til eru fleiri sagnir af þessu tagi. Yfirleitt snúast þær um viðureign hersins við íslenska drauga, og ávallt láta hermennirnir í minni pokann. I sögnunum kemur fram andúð á hersetunni, sem fær um leið nokkra útrás. Hliðstæð dæmi eru algeng í gömlum íslenskum þjóðsögum. Mætti hér nefna viðskipti alþýðumanna við erlenda kaupmenn. I munnmælum er hefnt fyrir þá auðmýkingu, sem menn urðu fyrir í raunveruleikanum. Þar er að finna vörn hins undirokaða gegn kúgurunum, hins minni máttar gegn þeim sterka. Glöggt kemur fram hvaða traust var borið til hersins ef á reyndi, en það átti sína stoð í veruleikanum. Hermennirnir fóru varla nokkurt fótmál án þess að bera hlaðnar byssur, sem að vísu má teljast eðlilegt á stríðstímum. Oft var þeim beint að bændum, er bjuggu næst herstöðinni þegar þeir voru að sinna fé sínu. Stundum fengu þeir að heyra kúlur hvína í námunda við sig án frekari viðvörunar, en sem betur fer sluppu þeir alltaf óskaddaðir. Segja má, að eins konar óskamynd birtist í sögum þessum. Hermennirnir lúta í lægra haldi og eru gerðir hlægilegir um leið, jafnvel öflugustu vopn eru gagnslaus. TMM VIII 513
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.