Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 115
Með wgg í brjósti . . .
innan, alskeggjaður, og hann var á svona sauðsvörtum kufli, sem náði um
það bil niður á mitt læri, og bundið band, virtist ofið eða brugðið, um mittið
og endarnir héngu niður öðru megin, niður á mjöðmina, og eins og
vafningar til fótanna. Annars virti ég ekki manninn mjög mikið fyrir mér.
En svipurinn var einkennilegur og hann glotti. Og augun voru svo, ein-
hvernveginn, hrekkjaleg . . . Síðan fór ég að spyrjast fyrir um hvað þarna
hefði getað verið á ferðinni og spurði ég þá fyrst og fremst menn fædda og
uppalda þarna. Og sumir þeirra höfðu unnið áður hjá hernum þarna við
byggingu á kampinum. Mér var svarað hlæjandi, að það hefði verið Blá-
skeggur, hann hefði sést þarna fyrr.“
Hver var hann þessi hrekkjótti náungi, sem af Strandhreppingum var
kallaður Bláskeggur? Reyndar bera munnmælin því ljóslega vitni að hann
hafi verið draugur eða afturganga. Innarlega í hreppnum er s. k. Bláskeggsá,
kennd við Þorvald bláskegg, sem skv. Harðarsögu bjó að Sandi. Féll hann
við ósa árinnar fyrir hendi bænda þegar Hólmverjar voru að sækja vatn í
hana. Segir sagan, að hann hafi verið heygður þar við ána. Hér má bæta því
við, að af mörgum var talið reimt í Bláskeggsárgili. Það er eðli þjóðsagna að
vera til í mörgum útgáfum og í þessu tilfelli er sá, sem storkaði hinum
erlenda her á svo eftirminnilegan hátt talinn vera fornaldarmaður, þ. e. vofa
hans. I einu tilviki er talið að skotið hafi verið á huldumann (Virkið í
norðri). Lýsing heimildarmanns míns á greinilega við fornmann eins og sjá
má á því hvernig klæðaburði hans var háttað. Virðist frásögn hans, kraft-
mikil og dramatísk, jafnvel vera undir einhverjum áhrifum frá Grettissögu,
samanber það er Glámur kom inn um skáladyrnar á Þórhallsstöðum.
Til eru fleiri sagnir af þessu tagi. Yfirleitt snúast þær um viðureign hersins
við íslenska drauga, og ávallt láta hermennirnir í minni pokann. I sögnunum
kemur fram andúð á hersetunni, sem fær um leið nokkra útrás. Hliðstæð
dæmi eru algeng í gömlum íslenskum þjóðsögum. Mætti hér nefna viðskipti
alþýðumanna við erlenda kaupmenn. I munnmælum er hefnt fyrir þá
auðmýkingu, sem menn urðu fyrir í raunveruleikanum. Þar er að finna vörn
hins undirokaða gegn kúgurunum, hins minni máttar gegn þeim sterka.
Glöggt kemur fram hvaða traust var borið til hersins ef á reyndi, en það átti
sína stoð í veruleikanum. Hermennirnir fóru varla nokkurt fótmál án þess
að bera hlaðnar byssur, sem að vísu má teljast eðlilegt á stríðstímum. Oft
var þeim beint að bændum, er bjuggu næst herstöðinni þegar þeir voru að
sinna fé sínu. Stundum fengu þeir að heyra kúlur hvína í námunda við sig án
frekari viðvörunar, en sem betur fer sluppu þeir alltaf óskaddaðir. Segja má,
að eins konar óskamynd birtist í sögum þessum. Hermennirnir lúta í lægra
haldi og eru gerðir hlægilegir um leið, jafnvel öflugustu vopn eru gagnslaus.
TMM VIII
513