Morgunblaðið - 03.12.2014, Page 1

Morgunblaðið - 03.12.2014, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 3. D E S E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  283. tölublað  102. árgangur  LÆKNIR STENDUR Á KROSSGÖTUM MÝS FLÝJA MENGUN KOMIN HEIM EFTIR 15 ÁR Í HJÁLPARSTARFI SÚRT REGN FRÁ GOSI 2 HLÍN BALDVINSDÓTTIR 10FIMMTI DISKUR HELGA JÚLÍUSAR 30 Heldur er hráslagalegt þessa dagana hjá blessuðum börnunum sem skunda í skólann í vetrarmyrkrinu snemma á morgnana með tösku á bakinu. Eins gott að vera með endurskinsmerki svo þau sjáist í umferðinni. Dimmt og blautt hjá skólabörnum Morgunblaðið/Golli Endurskinmerkin eru nauðsynleg á þessum árstíma Baldur Arnarson Hörður Ægisson Það sem af er árinu hefur Lands- bankinn selt eignir og hlutabréf fyrir um 14,5 milljarða króna. Bankinn hefur fengið tilboð í 49,9% hlut í Pro- mens að fjárhæð 18,2 milljarða. Gangi sú sala eftir fer eignasalan í tæpa 33 milljarða króna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir eignasöluna skoðunar sölu á 38% hlut í Valitor. Má áætla að verðmæti hlutarins hlaupi á milljörðum. Sú sala mun ekki hafa neikvæð áhrif á þjónustu- framboð bankans í greiðslukortum. Steinþór segir að í árslok 2010 hafi bókfært virði fullnustueigna og hluta í félögum sem voru í eigu bankans verið áætlað 128 milljarðar. Sú upp- hæð stóð í 25 milljörðum um síðustu áramót og í 19,6 milljörðum í lok september. Við þessa upphæð bætist hlutabréfaeign, m.a. í Valitor. Stein- þór segir sölu á áhættumeiri eignum styrkja fjárhagsstöðu bankans og getu hans til að styðja við vöxt hag- kerfisins og jafnframt greiða arð til hluthafa. „Það er mjög góður gangur í þessu,“ segir Steinþór um eignasöl- una. Hann segir sölu sum árin hafa verið yfir væntingum. Tugmilljarða eignasala  Hratt hefur gengið á óseldar eignir í vörslu Landsbankans undanfarið  Sala á hlutum í Promens og Valitor mun bætast við 14,5 milljarða eignasölu í ár MEignasala styrkir »4 styrkja fjárhag bankans, sem er að 98% hluta í eigu ríkisins. „Eiginfjár- staðan batnar jafnt og þétt og eignasala hefur verið eðlilegur og jákvæður þáttur í uppbyggingu bankans,“ segir Steinþór.“ Til viðbótar er bankinn með til Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, tókst ekki að ná samn- ingum við stjórnarandstöðuna á neyðarfundi í gærkvöldi. Löfven hafði vonast til að semja við leiðtoga stjórnarandstöðunnar um að bjarga fjárlagafrumvarpi sínu og þar með ríkisstjórninni. Stjórnarandstaðan hyggst kjósa með eigin tillögum að fjárlagafrumvarpi og fyrr í gær lýstu Svíþjóðardemókratarnir því yfir að það myndu þeir einnig gera. „Við höfum útskýrt það sem við sögðum áður, að við munum kjósa með okkar tillögum og að við erum ekki tilbúin að breyta þeim. Við stöndum við þá trú okkar að það sé betra fyrir Svíþjóð,“ sagði Annie Loof, leiðtogi Miðflokksins, eftir fundinn í gærkvöldi. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru sammála um að Löfven gæti ekki fengið þá til að skipta um skoðun. »17 Stjórnar- kreppa í Svíþjóð  Stjórn Löfvens berst fyrir lífi sínu  Áætlað er að heildaruppskera á korni hafi verið nálægt 10 þúsund tonnum í haust. Er það meira en á síðasta ári en mun minna en verið hefur að jafnaði fimm ár þar á und- an. Uppskera var mjög góð á Norð- austur- og Austurlandi en vonbrigði voru með árangurinn á Suður- og Vesturlandi. Uppskera var ódrýgri en lengi var útlit fyrir. »12 Kornuppskera ódrýgðist í lokin Uppskera Kornið er komið í hlöður. Stjórn Faxaflóahafna og Akranes- bær hafa nú til umfjöllunar tillögur að landfyllingu við Akraneshöfn vegna áforma HB Granda um að reisa þar byggingar undir fisk- vinnslu og tengda útgerðarstarfsemi sína og dótturfélaga. Landfyllingin yrði allt að 70 þús- und fermetrar að flatarmáli og áætl- aður framkvæmdakostnaður er á bilinu 1,7 til 2,1 milljarður króna. Um mikla efnistöku yrði að ræða, sem væntanlega þyrfti að fara í mat á umhverfisáhrifum. HB Grandi kynnti hugmyndir sín- ar í haust fyrir stjórn Faxaflóahafna. Er m.a. gert ráð fyrir nýrri frysti- geymslu á landfyllingunni og bygg- ingum undir vinnslu á bolfiski og uppsjávarfiski. Að auki er gert ráð fyrir stækkun á því húsnæði sem dótturfélög HB Granda eru í, Vignir G. Jónsson hf. og Norðanfiskur. Þá er reiknað með að stækka fiskþurrk- un HB Granda sem áður var í eigu Laugafisks. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að miðað við áform um aukna fiskvinnslu á Akra- nesi sé þörf á betri aðstöðu við hafn- arsvæðið. Hagræði sé í því að flytja starfsemina sem mest á einn stað. bjb@mbl.is »14 Auka starfsemi á Akranesi  HB Grandi vill reisa byggingar á nýrri landfyllingu  Svæðið yrði allt að 70 þúsund fermetrar að flatarmáli  „Þegar við hjá Mýflugi erum að koma suður í sjúkraflugi, jafnvel í veðrum, þegar innanlandsflug að öðru leyti liggur niðri , þá hefur það gerst að við höfum orðið að nota þessa flugbraut. Ef hún hefði ekki verið til staðar hefðum við ein- faldlega ekki komist suður,“ segir Þorkell Ásgeir Jóhannsson, yfir- flugstjóri hjá Mýflugi, um skýrslur um nothæfisstuðul flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. »6 Mikilvægið felst í hverju einstöku tilviki  Straumur fjárfestingabanki stefnir að því að ljúka hlutafjár- aukningu fyrir um 500 milljónir. Jakob Ás- mundsson, forstjóri Straums, segir „mjög líklegt“ að bankinn nýti sér forkaupsrétt á hlut Íslandsbanka og ESÍ í Íslenskum verðbréfum. Við það mun Straumur eignast ráðandi hlut í ÍV. »16 500 milljóna hluta- fjáraukning Straums Tryggir öruggan bakstur ROYAL Jóladagatalið er á jolamjolk.is dagar til jóla 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.