Morgunblaðið - 03.12.2014, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014
Fyrir sunnan söl og þara
sé ég hvíta örnu fara,
ber við dagsól blóðgan ara.
Þessar ljóðlínur, hinar síðustu
í kvæði Halldórs Kiljans, Rhody-
menia Palmata, kenndi Baldur
Vilhelmsson mér fyrir sextíu ár-
um. Þær eru lokalínur kvæðisins
en innan sviga segir skáldið þær
engu að síður upphaf á nýju
kvæði. Baldur var á æskuárum
áhugasamur um nýjungar í
skáldskap og dáði ekki síst Hall-
dór og Stein Steinar.
Þessi guðfræðinemi var litrík-
astur okkar sem þá tróðum mar-
vaðann í Félagi róttækra stúd-
enta við Háskóla Íslands. Hann
var bjartur yfirlitum, snar í hugs-
un, orðsnjall og spaugvís. Við
sumbl var Baldur hrókur alls
fagnaður og líka á kjaftatörnum
sem oft vildi teygjast lengur úr
en góðu hófi gegndi.
Ekki mun fjarri lagi að Sturl-
unga hafi verið Baldri kærust
bóka þegar hann var í guðfræði-
deildinni. Hann kunni fleira úr
þeirri bók heldur en úr Biblíunni.
Einn leikur hans var sá að gefa
mönnum nöfn úr Sturlungu.
Sjálfur var hann Sturla, albúinn
þess að taka út syndagjöldin fyrir
dyrum höfuðkirknanna í Róm.
Mig heiðraði hann með nafni
Svarthöfða Dufgussonar.
Þegar Baldur Vilhelmsson inn-
ritaðist í guðfræðideild varð
margur hissa og ýmsir furðu
lostnir er hann tók vígslu og
gerðist prestur í Vatnsfirði vorið
1956. Hann hafði hins vegar ætíð
gaman af að koma á óvart og
ganga fram af þeim sem jafnan
fóru alfaravegi. Líka má vera að
undir skálkslegu yfirbragðinu
hafi ætíð leynst kenndin sem
sumir kalla guðsneista.
Baldur var prestur í Vatnsfirði
í nær 44 ár, lengur en nokkur
annar í þúsund ára sögu kristni-
halds við Djúp, að frátöldum völ-
undinum snjalla, séra Hjalta Þor-
steinssyni málara, sem náði 50
árum. Minn gamli félagi gegndi
sínu erfiða prestsembætti víta-
laust, að ég hygg, og eignaðist
þar vestra marga góða vini. Hann
var aldrei óumdeildur og stund-
um styrr í kringum hann, enda
kaus hann oft storminn fram yfir
lognið. Að mér læðist minning
um eina af mörgum heimsóknum
mínum í Vatnsfjörð. Það var síðla
sumars 1966. Baldur og fjöl-
skylda hans bjuggu þá enn í
gamla prestbústaðnum, sem
byggður var 1907. Þetta var all-
stórt tveggja hæða timburhús
með bröttum stiga upp á efri
hæðina sem var undir súð. Í hús-
inu var ekkert rafmagn en kveikt
á olíulömpum þegar rökkur færð-
ist yfir landið.
Vatnsfjörður var öldum saman
eitt besta brauð landsins og höfð-
ingjasetur á fyrri tíð. Þar grípur
komumann nálægð hins liðna
þegar húmar að kvöldi. Á sínum
fyrstu árum vestra gekk Baldur
að eiga Ólafíu Salvarsdóttur,
bóndadóttur frá Reykjarfirði í
Vatnsfjarðarsveit. Hún stóð
djúpum rótum í sinni fósturjörð
við Djúpið og heyrði til því mann-
lífi sem stóð þar í blóma á fyrri
hluta 20. aldar. Ólafía var klett-
urinn í lífi prestsins og græddi
mörg mein. Hún andaðist í júlí á
þessu ári.
Ég kveð minn gamla æsku-
félaga. Enginn kemur í hans stað
en lögmálinu lútum við öll. Börn-
um Baldurs og Ólafíu færi ég ein-
læga samúðarkveðju frá mér og
Sigurjóni Einarssyni, sem dvelur
á sjúkrahúsi.
Kjartan Ólafsson.
Fleiri minningargreinar
um Baldur Vilhelmsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
og vináttu í gegnum tíðina og
votta börnum og barnabörnum
hans okkar innilegustu samúð.
Guð blessi minningu Þórs Guð-
jónssonar.
Árni Ísaksson, Einar Hann-
esson, Sumarliði Óskarsson.
Látinn er Þór Guðjónsson,
fyrrverandi veiðimálastjóri.
Hann var Reykvíkingur en rakti
ættir austur í Árnessýslu. Þór
lifði tímana tvenna. Eftir stúd-
entspróf sigldi hann með Detti-
fossi árið 1941 til New York í
fyrstu skipalest sem komst eftir
að síðari heimsstyrjöldin var
skollin á. Þaðan hélt ferðalagið
áfram til Seattle þar sem hann
nam vatnafiskafræði við Uni-
versity of Washington. Hann
lauk námi sínu árið 1945 og kom
til Íslands eftir styrjaldarlok,
þegar mikið breytingarskeið var
hafið. Stofnanir voru settar á
laggirnar á árunum eftir stríð og
ein þeirra var embætti veiði-
málastjóra. Vel menntuðum
manninum var falið nýstofnað
embætti sem hann sinnti til
starfsloka árið 1986. Eftir að um
hægðist naut Þór þess í ríkum
mæli að hafa vinnuaðstöðu á sín-
um gamla vinnustað. Hann hélt
jafnan nákvæma dagbók, en safn
þeirra var afhent Þjóðskjalasafni
Íslands til varðveislu. Árið 2004
kom út hefti með grein Þórs,
Þróun í gerð fiskvega á Íslandi
fram til 1970, þar sem unnt er að
fræðast um einn þátt hans ævi-
starfs. Þór var afar vel að sér um
allt sem laut að landsins gagni
og nauðsynjum, þekkti hverja á
og lækjarsprænu. Hann ræktaði
tengsl sín við landsbyggðina og
kunni góð skil á búskapar- og
staðháttum sem var nauðsynlegt
vegna starfans. Liðnir eru ára-
tugir síðan kynni okkar Þórs
hófust. Eftirminnilegt er þegar
hjónin komu úr árlegum veiði-
ferðum sínum í Norðurá í júní.
Þá var tryggt að vænir laxar
veiddust. Efnt var til veislu að
veiðiferð lokinni og oft var fiskur
aflögu til að gefa samferðafólki
og laxaflök grafin eftir kúnst-
arinnar reglum. Graflaxsósan
síðan löguð með mikilli sólselju,
gerð eftir uppskrift úr danskri
kokkabók tengdamóður hans.
Samkvæmt ákvörðun þjóð-
minjavarðar var mér falið að að-
stoða konu Þórs, Elsu, við frá-
gang á rannsóknum hennar á
íslenska refilsaumnum með það
fyrir augum að safnið gæfi út rit-
verk með niðurstöðunum. Það
þýddi að síðustu árin urðu heim-
sóknir mínar til Elsu tíðar.
Marga fimmtudaga lá leiðin til
þeirra í Kópavog þar sem húsið
var undirlagt vinnu þeirra
beggja. Þór hafði stórt skrifborð
í stofu en Elsa með sinn starfs-
vettvang eiginlega alls staðar
annars staðar. Við konur sátum
löngum stundum yfir textagerð
og myndavali, neðanmálsgrein-
um og spekúlasjónum um ref-
ilsaum og myndrænt saman-
burðarefni. Þá dró Þór sig
jafnan baksviðs og sýslaði í eld-
húsinu en þar kom að Elsa kall-
aði: Tóti, ertu ekki með ein-
hverja hressingu fyrir Lilju? Þá
birtist hann með veitingar á
bakka og var vel hugað að að
hver fengi sitt drykkjarílát og
servíettu. Á þessum stundum
barst talið um víðan völl. Að því
sem hæst bar í þjóðmálum, að
bændum og búaliði við Hvítá á
Borgarfirði, að lífinu í Reykjavík
á eftirstríðsárunum og myndir af
afkomendum sem bjuggu hér og
þar um heiminn voru dregnar
fram til að sýna mér. Gagn-
kvæman áhuga sýndu þau á hög-
um mínum og minna og því sem
fram fór hverju sinni á safninu.
Þór studdi konu sína í leik og
starfi. Hann sýndi störfum og
skyldum starfsmanna Þjóð-
minjasafnsins vakandi áhuga.
Við sem þekktum Þór þökkum
samfylgd og góðvild sem hann
sýndi okkur.
Lilja Árnadóttir.
Fleiri minningargreinar
um Þór Guðjónsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
✝ Kristjana El-ísabet Jóhanns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 17. mars
1921. Hún lést á
hjúkrunarheimil-
inu Mörk 22. nóv-
ember 2014.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jó-
hann Bjarni Hjör-
leifsson,
vegaverkstjóri og
þingskrifari í Reykjavík, f. 1893
á Hofsstöðum í Miklaholts-
hreppi í Hnappadalssýslu, d.
1959 í Reykjavík og Sigríður Jó-
hanna Sigurðardóttir húsmóðir,
f. 1897 á Ystu-Görðum í Kol-
beinsstaðahreppi í Hnappadals-
sýslu, d. 1975. Systkini Krist-
jönu Elísabetar voru: 1)
Sigurður, verkfræðingur og
vegamálastjóri, f. 1918, d. 1976.
Kona hans var Stefanía Guðna-
dóttir húsmóðir, f. 1924, d. 1997.
Þeirra sonur er Skúli, f. 1958,
doktor í vísindasagnfræði. 2)
Kristjana Elísabet, f. 1919, d.
1920. 3) Dóra húsmóðir, f. 1930,
d. 2004. Maður hennar var
Magnús Gíslason tannlæknir, f.
1930. Þeirra börn eru Jóhann, f.
Hildur Björk Hörpudóttir, guð-
fræðingur og framkvæmda-
stýra, f. 1980. Þau eiga þrjú
börn, Auði Emilíu, f. 2001,
Markús Pál Bjarma, f. 2002 og
Bjart Stefán, f. 2008. 3) Stefán
Erlendsson, f. 1986, bókavörður
og frístundaleiðbeinandi.
Kristjana Elísabet, alltaf köll-
uð Ella, ólst upp í Vesturbænum
í Reykjavík. Hún stundaði nám í
Miðbæjarskólanum, Verslunar-
skóla Íslands og seinna í hús-
mæðraskóla í Svíþjóð. Hún var
mikil íþróttakona og æfði fim-
leika hjá ÍR í mörg ár og var
meðal annars í hópi fimleika-
fólks sem sýndi á Lýðveldishá-
tíðinni á Þingvöllum 1944. Að
námi loknu starfaði hún í Har-
aldarbúð í Reykjavík. Eftir að
Ásta, dóttir þeirra Friðjóns,
fæddist vann hún í mörg sumur
sem ráðskona í vegavinnu og
tók Ástu þá með sér. Annars var
hún heimavinnandi. Fjölskyldan
bjó í nokkur ár í Kaupmanna-
höfn og þá tengdist Ella borg-
inni ævarandi tryggðaböndum.
Seinni árin vann hún sem að-
stoðarkona hjá tannlækni og
móttökuritari í Domus Medica.
Síðustu árin átti hún heimili í
Dúfnahólum 4 í Reykjavík en
síðasta árið dvaldi hún á hjúkr-
unarheimilinu Mörk.
Útför Ellu verður gerð frá
Seljakirkju í dag, 3. desember
2014, og hefst athöfnin klukkan
11.
1955, rafmagns-
verkfræðingur,
Sigríður Dóra, f.
1959, yfirlæknir,
og Gylfi, f. 1966,
dósent í HÍ og fv.
ráðherra. Sam-
feðra systkini
Kristjönu Elísabet-
ar voru: Sigurður
Kristinn tækni-
fræðingur, f. 1943
og Gréta ritari, f.
1953. Móðir þeirra er Svein-
björg Kristinsdóttir, f. 1919, d.
2007. Kristjana Elísabet giftist
1949 Friðjóni Ástráðssyni, að-
alféhirði hjá Eimskipafélagi Ís-
lands, f. 1926, d. 1993. Þau
skildu 1985. Kristjana og Frið-
jón eignuðust eina dóttur, Ástu,
fulltrúa, f. 1953. Maður hennar
er Erlendur Jóhannsson fóður-
fræðingur, f. 1950. Synir þeirra
eru: 1) Birgir Friðjón hugbún-
aðarsérfræðingur, f. 1974. Kona
hans er Anna Jóhannesdóttir,
dýralæknir og heilbrigðis-
fulltrúi, f. 1973. Dætur þeirra
eru Ásta Elísabet, f. 2008 og
Lilja Jóhanna, f. 2012. 2) Egill
Rúnar hugbúnaðarsérfræð-
ingur, f. 1978. Kona hans er
Hvernig er hægt að þakka,
það sem verður aldrei nægjanlega
þakkað.
Hvers vegna að kveðja,
þann sem aldrei fer.
Við grátum af sorg og söknuði
en í rauninni ertu alltaf hér.
Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.
Og sólin hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýsti frá þér.
Þegar að stjörnurnar blika á himnum
finn ég bænirnar,sem þú baðst fyrir
mér.
Þegar morgunbirtan kyssir daginn,
finn ég kossana líka frá þér.
Þegar æskan spyr mig ráða,
man ég orðin sem þú sagðir mér.
Vegna alls þessa þerra ég tárin
því í hjarta mínu finn ég það,
að Guð hann þig, amma mín, geymir
á alheimsins besta stað.
Ótti minn er því enginn
er ég geng áfram lífsins leið.
Því með nestið sem amma mín gaf
mér,
veit ég að gatan hún verður greið.
Og þegar sú stundin hún líður
að verki mínu er lokið hér.
Þá veit ég að amma mín bíður
og með Guði tekur við mér.
(Sigga Dúa)
Takk fyrir allt, elsku amma
mín.
Stefán.
Það var fyrir níu árum að ég
kynntist ömmu Ellu, eða ömmu
löngu eins og við kölluðum hana.
Auðvitað var hún ekki alvöru
amma mín, heldur amma manns-
ins míns, en ég var svo heppin að
með okkur tókst afar góð vinátta
þrátt fyrir töluverðan aldursmun.
Það var kannski ekki svo skrítið
því að Ella var ung í anda, hress
og kát, og vildi hafa líf og fjör í
kringum sig. Hún var alltaf á
ferðinni, strætó var hennar einka-
bíll og hún var ekkert að seinka
því verki til morguns sem átti að
gerast í dag. Það var ekki henni
að skapi.
Þótt amma Ella væri ekki há-
vaxin kona lét hún ekki vaða yfir
sig, enda ákveðin í framgöngu og
hrein og bein í samskiptum. Það
var hægt að treysta því að hún
léti skoðun sína í ljós.
Hún var mikil húsmóðir og
naut þess að eiga fallegt heimili,
með fallegum gripum sem aldrei
féll á og var gaman dást að, enda
var hún afskaplega hirðusöm og
velvirk.
Það voru ófáar ferðirnar sem
við skruppum á kaffihús að skoða
mannlífið og spjalla um daginn og
veginn. Þar sköpuðust ómetan-
legar minningar, ekki síst fyrir
litlu nöfnu hennar, Ástu Elísa-
betu, en hún var svo lánsöm að fá
að hafa ömmu hjá sér í sex ár og
virðist ætla að verða kaffihúsa-
kona eins og amma langa.
Það er með söknuði að ég kveð
ömmu Ellu með sömu orðum og
hún kvaddi mig fyrir nokkrum
dögum: Hjartans þakkir fyrir allt.
Anna.
Á kveðjustund er ljúft að líta til
baka og rifja upp góðar minning-
ar. Ella frænka var mikilvægur
hlekkur í lífi okkar systkinanna í
æsku og síðar þegar við eignuð-
umst okkar börn og fjölskyldur
var Ella áfram mikilvæg í okkar
lífi. Fyrir alla hennar umhyggju í
okkar garð verður seint fullþakk-
að.
Þær systur Dóra og Ella voru
um margt ólíkar og aldursmunur
nokkur en á milli þeirra var mjög
góð vinátta og nær daglegt sam-
band. Ekki spillti fyrir að í mörg
ár bjuggu þær í sama húsi, á
æskuheimili þeirra að Vestur-
vallagötu 10 og 12. Mikill sam-
gangur var milli fjölskyldna Ellu
og Dóru, jól og áramót haldin há-
tíðleg saman, það voru ljúfar
stundir. Vissulega tók borðhaldið
styttri tíma hjá Ellu, það var eng-
in ástæða til að dvelja of lengi yfir
hátíðarmatnum, sem bragðaðist
þó alltaf mjög vel.
Ella og Friðjón voru höfðingj-
ar heim að sækja. Ella bauð í
mat, eða réttara sagt sótti okkur
systkinin þegar foreldrar okkar
voru að heiman. Þegar við systk-
inin höfðum óljósar hugmyndir
um að fara út í búð og kaupa eitt-
hvað að borða kom Ella, búin að
elda og allt tilbúið. Auðvitað þáð-
um við matinn með þökkum.
Ljúft var síðar að heimsækja
Ellu, alltaf var boðið upp á
pönnukökur og í veislum fjöl-
skyldunnar kom Ella jafnan fær-
andi hendi með kúfaða diska af
pönnukökum.
Ella var alltaf boðin og búin að
passa dóttur okkar Björgvins,
Margréti Erlu, það þurfti bara
að hringja nógu snemma í hana
við tilfallandi veikindi, annars
var Ella farin út úr húsi á morgn-
ana. Hún kom með okkur til Sví-
þjóðar í einn mánuð þegar Mar-
grét Erla var 5 mánaða. Passaði
barnið, og köttinn sem fylgdi
húsinu, af sama krafti og ánægju
og annað sem hún tók sér fyrir
hendur. Strax fyrsta daginn í
Gävle var hún komin í bæinn,
með barnavagninn í strætó, rölti
um, kíkti í búðir og á kaffihús
enda engin ástæða til að sitja
heima og bíða.
Ella var rösk og drífandi í öllu
sínu lífi og við munum eftir henni
á hraðferð um bæinn, gjarnan í
strætó. Lífið var ekki laust við
áföll, hún tókst á við þau af
krafti, bognaði aðeins, en rétti
jafnan við og hélt síðan ótrauð
áfram og fann sér ný viðfangs-
efni.
Ásta dóttir hennar og strák-
arnir hennar voru Ellu allt. Hún
tók þátt í þeirra lífi af miklum
áhuga, fylgdist með og gladdist
yfir góðum árangri þeirra. Hún
vildi allt fyrir strákana gera, gaf
þeim ást, umhyggju og tíma.
Auraráðin voru aldrei mikil en
Ella bætti það upp með prjóna-
skap og pönnukökubakstri fyrir
drengina. Síðustu ár bættust
langömmubörn í hópinn og voru
miklir gleðigjafar. Missir Ástu
og fjölskyldu er mikill, sér í lagi
Stefáns en þau voru miklir fé-
lagar og studdu hvort annað.
Umhyggja Ellu fyrir einka-
dótturinni var ríkulega endur-
goldin á síðustu árum. Ásta og
strákarnir hennar voru stöðugt
að gæta að Ellu, til að tryggja
góð og farsæl ævilok. Við fylgd-
umst með daglegum heimsókn-
um þar sem nægur tími var gef-
inn til að líta yfir farinn veg og
rifja upp góða tíma.
Við Björgvin og Margrét Erla
þökkum Ellu samfylgdina og
kveðjum með þakklæti í huga.
Sigríður Dóra
Magnúsdóttir.
Kristjana Elísabet
Jóhannsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Kristjönu Elísabetu Jó-
hannsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og bróðir,
ÞORVALDUR HEIÐDAL JÓNSSON,
fyrrum bóndi á Tréstöðum,
Víðilundi 16a,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. desember
kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
.
Þórunn Jóhanna Pálmadóttir,
Gerður G. Þorvaldsdóttir, Hermann A. Traustason,
Rósa K. Þorvaldsdóttir, Ólafur Jósefsson,
Jón Á. Þorvaldsson, Gyða H. Sigþórsdóttir,
Gestheiður B. Þorvaldsdóttir, Hermann H. Kristjánsson,
afabörn, langafabörn og systkini hins látna.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SAMÚEL ANDRÉS ANDRÉSSON
skipasmiður og kafari
frá Færeyjum,
Gullsmára 9,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landakoti
fimmtudaginn 13. nóvember.
Jarðarför verður gerð frá Digraneskirkju kl. 15.00 föstudaginn
5. desember. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir; þeim
sem vilja minnast hans er bent á hjartadeild Landspítalans.
Bergþóra Ásgeirsdóttir,
Sigurður Samúelsson, Rósa Hansen,
Davíð Samúelsson, Kristján Stefánsson,
Ragnheiður Samúelsdóttir,
Anna Berg Samúelsdóttir, Stefán Hrafnkelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, bróðir okkar
og mágur,
DANÍEL GUNNAR SIGURÐSSON
leigubifreiðastjóri,
Nýbýlavegi 104,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 25. nóvember.
Útför hans fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 8. desember
kl. 15.00.
.
Elsa Gísladóttir,
Sigurrós Sigurðardóttir,
Lilja Sigurðardóttir, Sigurður Jónsson
og aðrir aðstandendur.