Morgunblaðið - 16.12.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.12.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Bankakerfið virðist lokaðra fyrir konum en körlum og því er þörf á sérstökum lánatryggingasjóði fyrir konur. Þetta segir Ásdís Guðmunds- dóttir, verkefnisstjóri Svanna, sem er lánatryggingasjóður kvenna í eigu Reykjavíkurborgar, velferðarráðu- neytisins og atvinnu- og nýsköpun- arráðuneytisins. Sjóðurinn veitir lánatryggingar, ráðgjöf og handleiðslu til fyrirtækja kvenna og undir stjórn kvenna í sam- starfi við Landsbankann. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sín- um í síðustu viku að framlengja starfstíma Svanna og nú er beðið eftir svari ráðuneytanna tveggja um fram- haldið. Ásdís segir að frá árinu 2011 hafi 14 lánatrygg- ingar verið veitt- ar, um þær hafi borist um 80 um- sóknir og yfirleitt séu lánin á bilinu 1-10 milljónir. Til að koma til greina sem lántakandi þarf að skila fullbú- inni viðskiptaáætlun og fjárhags- áætlun og lánin eru veitt fyrirtækj- unum, ekki einstaklingum, og að sögn Ásdísar þarf ekki að leggja fram veð fyrir láninu. Alls konar fyrirtæki Hún segir nýja skýrslu, sem unnin var um starfsemi sjóðsins, gefa fyllsta tilefni til að halda starfsem- inni áfram og Landsbankinn hefur lýst yfir vilja til áframhaldandi sam- starfs. Spurð um hvers konar fyrir- tæki hafi notið fyrirgreiðslu Svanna segir Ásdís þau fylla fjölbreyttan hóp. „Þetta eru alls konar fyrirtæki; framleiðsla, hönnun, ferðaþjónusta, nýsköpunar- og tæknifyrirtæki, svo eitthvað sé nefnt,“ segir hún. „Flest eru ný, eru „startup-fyrirtæki“, en önnur hafa starfað um tíma.“ Er þörf fyrir lánatryggingasjóð eingöngu fyrir konur? „Við sjáum að svo er. Bankakerfið virðist því miður enn vera lokaðra fyrir konum en körlum og könnun sem við gerðum meðal þeirra sem hafa fengið lán hjá okkur staðfestir það. Nokkurra ára gamlar rannsóknir sýna að það er erfiðara fyrir konur að nálgast fjár- magn, þær fá lægri lán og lægri styrki. Þess vegna sjáum við áfram- haldandi þörf á Svanna og teljum þetta þarft verkefni til a.m.k. næstu fjögurra ára,“ segir Ásdís. Lánar bara fyrirtækjum kvenna  Lánatryggingasjóðurinn Svanni bíður svara frá tveimur ráðuneytum um fram- hald starfsemi sinnar  Segir þörf á sérstökum lánatryggingasjóði kvenna Ásdís Guðmundsdóttir Byggðastofnun veitir stuðning við fyrirtækjarekstur kvenna á landsbyggðinni. Um er að ræða lán á bilinu 1-10 milljónir til allt að tíu ára og þess er krafist að verkefnið leiði til aukinnar at- vinnusköpunar kvenna. Lánin eru veitt fyrirtækjum sem eru a.m.k. 50% í eigu kvenna og undir stjórn kvenna, sam- kvæmt vefsíðu Byggðastofn- unar. Byggðastofn- un styrkir ATVINNUSKÖPUN KVENNA Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Bókaforlagið Bókabeitan hefur samið við rótgróið þýskt bóka- forlag, Arena Verlag, um útgáfu unglingabókaflokksins Rökkur- hæðir. Í samningnum er gert ráð fyrir því að gefnar verði út þrjár bækur auk þess sem vilyrði er fyrir því að þýska fyrirtækið gefi út fleiri bækur í bókaflokknum. Til þessa hafa verið gefnar út sex bækur undir hans nafni hér á landi. Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magnadóttir standa að baki Bókabeitunni. Auk þess að vera höfundar að Rökkurhæðum gefa þær út 11 bækur í jólabókaflóðinu í ár. Að sögn Birgittu á samning- urinn rætur sínar að rekja til Bókamessunnar í Frankfurt. „Þar var stúlka frá þýska forlaginu sem hafði uppi á okkur eftir að hafa leitað að okkur logandi ljósi. Við náðum að spjalla við hana í fimm mínútur, sem var rétt nægilega mikið til þess að segja henni um hvað bækurnar fjölluðu og við skiptumst á nafnspjöldum,“ segir Birgitta. Samskiptin héldu svo áfram eftir að Birgitta og Marta komu til Íslands. Úr varð samningur þar sem gert er ráð fyrir útgáfu 15 þúsund til 30 þúsund bóka í fyrstu prentun. Birgitta segir samninginn góðan. „Fyrsta greiðsla gerir ráð fyrir 15 þúsund bókum en svo er þrepahækkun þegar bækurnar seljast í 15-30 þúsund eintökum,“ segir Birgitta. Forlag þeirra Mörtu fær bæði ein- greiðslu og hlutfall af hverri seldri bók. Mjög góður samningur „Samningurinn er mjög góður miðað við það sem ég þekki. Fín upphafsgreiðsla og mjög ásættan- legar prósentur af seldum eintök- um. Þetta er sérstaklega góð viður- kenning fyrir einhvern sem stend- ur sjálfur í að gefa út bækur. Við höfum ekki þurft að ganga í gegn- um þá síu sem fer fram inni í forlögunum því við gefum þetta út sjálfar. Þess vegna erum við sér- staklega stoltar af að stórt þýskt forlag hafi ákveðið að gefa út bækurnar okkar,“ segir Birgitta. Rökkurhæðir eru spennu- hrollvekjusögur fyrir unglinga. Rökkurhæðir Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magnadóttir hafa nú selt útgáfurétt á Rökkurhæðum til þýsku bókaútgáfunnar Arena Verlag. Tilefni myndarinnar var þegar Rökkurhæðir fóru í sölu á Amazon-vefnum. Hittust í fimm mínút- ur á Bókamessunni  Sömdu við þýskt bókaforlag um útgáfu Rökkurhæða Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis lagði í gær til breytingartillögur á gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins og fela tillögurnar í sér aukningu ríkisútgjalda upp á 325,2 milljónir. Meðal þess sem nefndin leggur til er að ljúka átaki við að tryggja skil- virk úrræði fyrir þolendur kynferð- isbrota, einkum barna, og fá tvö embætti tíu milljónir króna hvort um sig. Annars vegar ríkissaksókn- ari og hins vegar lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu. Þá gengur tillaga nefndarinnar út á að styrkja rekstrargrunn heil- brigðisstofnana á landsbyggðinni þar sem lagt er til 100 milljóna króna framlag til málaflokksins. 100 milljóna króna framlagið kem- ur til viðbótar 80 milljóna króna framlagi sem þegar hefur verið samþykkt og er því um rúmlega tvöföldun framlags ríkisins til málaflokksins að ræða nái tillögur nefndarinnar fram að ganga. 50 m. kr. vegna hælisleitenda Nefndin leggur til rúmlega 50 milljóna króna fjárveitingu vegna málefna hælisleitenda og er fjár- veitingin tvískipt. Annars vegar er um að ræða 21 milljón króna til nýrrar kæru- nefndar útlendingamála til þess að standast viðmið um 90 daga máls- hraða við afgreiðslu mála. Nefndin tekur við kærumálum nú um ára- mótin en gert var ráð fyrir því að hún yrði mönnuð tveimur mönnum auk formanns. Hins vegar verður 29 milljónum króna varið til Útlendingastofn- unar vegna úrvinnslu eldri mála vegna hælisleitenda, skv. tillögum nefndarinnar. Í skýringu segir að ekki hafi tekist að ná utan um þau mál sem verði afar kostnaðarsöm takist ekki að tryggja nauðsyn- legan mannafla til afgreiðslu þeirra. Því telji nefndin það hag- kvæmasta kostinn fyrir ríkissjóð að fjölga lögfræðingum árið 2015. Útgjöld aukin um 325 milljónir kr.  100 milljónir til heilbrigðisstofnana Morgunblaðið/Þórður Fjárlaganefnd Meirihluti nefnd- arinnar lagði fram tillögur í gær. Bókabeitan er smátt forlag sem Birgitta og Marta stofnuðu árið 2011 og rekur starfsemi sína í Dugguvogi 17 í Reykjavík. Arena Verlag hóf hins vegar starfsemi árið 1949 og sérhæfir sig í útgáfu barna- og unglingabóka. Rökkurhæðir eru spennu- hrollvekjusögur fyrir unglinga og gefnar hafa verið út sex bækur í bókaflokknum sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Að sögn Birgittu hafði þýska forlagið lengi leitað að sög- um líkum þeim sem finna má í bókaflokknum. „Svo sagði mér stúlka á vegum þýska bókaforlagsins að þau hefðu lengi verið með augun opin fyrir íslensku efni og hún var afskaplega glöð að fá hvort tveggja í einum pakka,“ segir hún. Bækurnar verða útgefnar um gjörvallt Þýskaland. „Hvort tveggja í einum pakka“ ARENA VERLAG VILDI GEFA ÚT BÓK EFTIR ÍSLENDING 1. PRENTUN UPPSELD 2. PRENTUN Á LEIÐINNI Í VERSLANIR holabok.is | holar@holabok.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.