Morgunblaðið - 16.12.2014, Side 10

Morgunblaðið - 16.12.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta byrjaði allt á því að við vorum staddar í Blómavali í lok nóv- ember og þá fengum við hugmynd um að búa til ljótt jólaskraut. Okkur fannst að það gæti verið dálítið fyndið að gera al- varleg myndbönd um hvernig á að búa til ljótt jólaskraut,“ segja syst- urnar Hugrún Egla og Elínborg Una Einarsdætur, en þær hafa birt á YouTube og Facebook-síðum sín- um eitt myndband á dag frá fyrsta desember undir yfirskriftinni Jóla- pepp. Þar hafa þær með sinni ein- stöku framsetningu kennt hvernig hægt er breyta venjulegum hlutum í jólalega hluti, til dæmis gera skart- gripi úr Cheerios, breyta fjöl- skyldubíl í jólabíl, breyta venjuleg- um skóm í jólaskó og búa til jólapeysur með því að festa á þær jólamyndir af mjólkurfernum. „Ég fór í jólapeysunni minni í skólann og ég hef aldrei fengið eins mikið hrós fyrir fatnað,“ segir Elínborg og hlær. „Okkur langaði bara til að gera eitthvað sem okkur finnst skemmti- legt og kemur okkur í jólastuð,“ segja þær og gangast við því að finn- ast jólin mjög skemmtileg, þó þær geri góðlátlegt grín að jólaundirbún- ingnum í myndböndunum. Leituðu birtu ofan í baðkari Þær segja engan skort á hug- myndum að efni fyrir jólapeppið, en þær hafa líka óskað eftir hug- myndum frá öðrum og ef þær hug- myndir eru góðar getur fólk fengið í verðlaun að fá að koma í þáttinn. „Tvær stelpur komu með hugmynd að því að búa til okkar eigið jólalag og þær komu í jólapeppið og gerðu lagið með okkur. Við tókum vinsælt ítalskt jólalag og settum textann í Google-translate og út úr því kom frekar fyndinn texti sem við breytt- um svolítið. Síðan gerðum við mynd- band þar sem við sungum lagið og þetta var mikil vinna og eftirvinna, ég held að þetta hafi tekið um átta klukkutíma. Það tók líka rosalega langan tíma að gera jólatréð úr rusl- inu í herberginu mínu, en þá vorum við líka með einn gest sem hjálpaði, hann Jói lagði okkur lið. Ég var að fara í próf daginn eftir, þannig að þetta var þó nokkuð stress,“ segir Hugrún sem er að vinna í jólafríinu sínu en hún er á fyrsta ári í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Elínborg er ekki enn komin í jólafrí í grunn- skólanum svo þær nota þann litla tíma sem þær hafa til að gera jóla- peppið. „Dagsbirtan er líka í svo stuttan tíma, við þurfum helst að nýta hana. Við þurftum tvisvar að fara ofan í baðkarið heima vegna birtuskorts.“ Frændsystkinin kröfuhörð Við upptökurnar notast þær við venjulega stafræna myndvél og vinna svo efnið eftir á, klippa, setja tónlist og annað slíkt með forriti sem þær sóttu á netið. Þær hafa fengið miklu meiri viðbrögð við jólapeppinu en þær bjuggust við, sum mynd- böndin hafa verið skoðuð 250 sinn- um. „Það er mjög ánægjulegt og efl- ir okkur til dáða. Litlu frændsystkini okkar eru mjög spennt og kröfu- hörð, þau bíða á hverjum degi eftir því að við setjum inn jólapeppið og verða mjög svekkt ef við erum ekki búnar að setja myndböndin inn áður en þau fara að sofa á kvöldin. Svo hefur skólinn líka haft sérstaka stund þar sem bekkurinn horfir á jólapeppið,“ segir Elínborg. Ætli RÚV hafi ekki samband? En hvernig hefur samstarfið gengið við þessa sköpun, eru þær alltaf sammála um hvernig þetta á að vera? „Við höfum ekki rifist nema einu sinni við gerð þessara mynd- banda, en það var út af verkaskipt- ingu og hugmyndaleysi,“ segja þær Ljótt jólaskraut varð að vinsælu jólapeppi Þær eyða ómældum tíma á degi hverjum í að búa til myndband fyrir jóladagatal- ið Jólapepp sem birtist á YouTube og hefur fengið mikið áhorf. Þar kenna þær hvernig hægt er breyta venjulegum hlutum í jólalega hluti og skortir hvorki hug- myndaflug né húmor. Drasl í herbergi getur auðveldlega orðið að jólatré. Jólatré Það tók marga klukkutíma að búa til jólatré úr öllu dótinu hennar Hugrúnar, sem var út um allt í herberginu hennar, og skella jólaseríu yfir. Morgunblaðið/Einar Falur Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Eflaust má endalaust deila um hvaða jólalög séu þau bestu, en það getur verið gaman að fræðast um þau sem eru hvað vinsælust. Á netinu er til dæmis hægt að lesa sér til um hvorki meira né minna en hundrað „bestu“ jólalög allra tíma. Þar kemur margt fróðlegt fram, lagið sem trónir í efsta sætinu er The Christmas Song með Nat King Cole frá 1961 og í öðru sæti er Have Yourself a Merry Little Christmas með Judy Garland frá 1944, en það söng hún í kvikmynd- inni Meet Me In St. Louis og þótti víst fyrst fullþunglyndislegt og var „lag- að“ þar til það varð eins og við þekkj- um það og sló heldur betur í gegn. Með hverju lagi er tónlistar- myndband, svo nú er lag að velja sín uppáhaldslög á þessum langa jóla- lista og syngja með af öllum lífs og sálar kröftum, fátt kemur fólki í meira jólaskap. Vefsíðan www.Top-100-Christmas-Songs Söngdíva O Holy Night með Celine Dion frá 1998 er í fjórða sæti á listanum. Hundrað bestu jólalögin Schola cantorum verður með síðari aðventutónleika sína í Hallgríms- kirkju í hádeginu á morgun, mið- vikudag, kl. 12. Hátíð fer að höndum ein, er yfirskrift tónleikanna, þar sem kórinn ætlar að bjóða upp á fagra kórtónlist tengda aðventu og jólum. Á efnisskránni er m.a. Betlehems- stjarnan eftir Áskel Jónsson, Jóla- gjöfin eftir Hörð Áskelsson, jólalag eftir Hafliða Hallgrímsson, Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns og þekktir jólasálmar. Einsöngvarar á morgun verða þær Fjóla Nikulásdóttir, Hildigunnur Ein- arsdóttir og Ragnheiður Sara Gríms- dóttir. Stjórnandi og orgelleikari er Hörður Áskelsson. Nánari upplýsingar á vefsíðunum listvinafelag.is og scholacantorum.is Endilega … … njótið söngs Hildigunnar, Fjólu og Ragnheiðar í hádeginu Morgunblaðið/Golli Organisti Hörður Áskelsson mun stjórna og leika undir á orgelið góða. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.