Morgunblaðið - 16.12.2014, Side 18

Morgunblaðið - 16.12.2014, Side 18
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það sem af er árinu hafa um 440 einstaklingar sótt um greiðsluaðlög- un hjá umboðsmanni skuldara (UMS) og er meirihlutinn leigj- endur sem lent hafa í greiðsluvanda vegna skulda annarra en fasteigna- skulda. Þannig eru um 320 þessara 440 umsækjenda ekki með fasteignalán. Þegar umsókn um greiðsluað- lögun hefur verið samþykkt fara umsækjendur í greiðsluskjól og eru afborganir af lánum þá frystar. Að sögn Svan- borgar Sigmars- dóttur, upplýs- ingafulltrúa umboðsmanns skuldara, eru um 80% umsækjenda búsett á höfuðborgarsvæðinu og ná- grannasveitarfélögum, og eru þá Kraginn, Suðurnes, Akranes, Sel- foss og Hveragerði meðtalin. Tæp- lega 41% umsækjenda býr í Reykja- vík, en leiguverð er hæst á höfuðborgarsvæðinu. Ríflega helmingur leigir Það rennir frekari stoðum undir að leiguverð reynist mörgum skuld- urum ofviða að 45,5% umsækjenda um greiðsluaðlögun í ár búa í leigu- húsnæði á almennum markaði og 7,6% eru í félagslegu leiguhúsnæði, eins og sýnt er á grafi hér til hliðar. Samtals býr ríflega helmingur um- sækjenda því í leiguhúsnæði. Til samanburðar býr tæplega þriðj- ungur umsækjenda í eigin fasteign. Á öðru grafi má sjá að greiðslu- geta umsækjenda fer minnkandi, en hún er aðeins um 12.500 krónur á mánuði að meðaltali á þessu ári. Svanborg segir það hluta skýr- ingarinnar á minnkandi greiðslu- getu að leigjendum sé að fjölga. Þá sé leiguverð að hækka og vegna þess að leigan er inni í föstum út- gjöldum, en ekki afborganir af lán- um, kemur hærri leiga fram sem skert greiðslugeta. „Þetta hefur áhrif til lækkunar greiðslugetu. Við tökum líka eftir því að tekjur fólks eru að lækka,“ segir Svanborg og útskýrir hvers vegna meðalupphæð skulda hjá umsækjendum um greiðsluaðlögun hjá embættinu hef- ur farið lækkandi, vegna lægra hlutfalls fasteignaskulda. „Þetta eru einstaklingar sem leita til okkar vegna annarra skulda en fasteignaveðskulda. Þeir geta verið með námslán, bílalán, ógreidda sím- reikninga, dagvistunargjöld, trygg- ingar, leikskólagjöld, meðlags- skuldir, sakarkostnað og sektir, yfirdráttarheimildir, kreditkorta- skuldir, smálánaskuldir og ýmsar aðrar skuldir. Þá hefur yngri hópur komið til okkar á þessu ári en áður, oftast er fólk komið í vanda vegna þess að tekjur duga ekki til að end- ar nái saman. Á nokkrum árum get- ur myndast skuldahali. Það er alveg sama hversu oft skuldirnar eru gefnar eftir, sumir umsækjendur munu ekki ná endum saman. Við erum að sjá ákveðinn tekju- vanda hjá fólki sem hefur ekki tekjur fyrir framfærslu. Við tökum saman allar tekjur og berum saman framfærsluviðmiðin okkar og reikn- inga sem fólk þarf að borga. Það er alltaf að hækka hlutfallið sem leitar til okkar með neikvæða greiðslu- getu. Þeir einstaklingar hafa ekki tekjur til þess að ná endum saman miðað við fjölskyldustærð og lenda því í þessum skuldavanda.“ 87% til 100% eftirgjöf „Ef umsókn þessara einstaklinga um greiðsluaðlögun er samþykkt þá fá þeir sömu aðstoð og aðrir við að semja um skuldir sínar í samræmi við greiðslugetu. Ef hún er ekki að fara að breytast til frambúðar – tíminn sem samningar um greiðslu- aðlögun nær til er að jafnaði að styttast – fær fólk gefið eftir að meðaltali 87% af skuldum sínum og jafnvel 100%. Það fólk er að megn- inu til með samningskröfur,“ segir Svanborg og tekur fram að námslán séu t.d. undanskilin. „Námslán eru lögum samkvæmt utan greiðsluaðlögunar og ekki færð niður. Þau eru að jafnaði fryst á tímabili greiðsluaðlögunar og svo eftir að samningi lýkur fer fólk að greiða af þeim aftur. “ Embætti Umboðsmanns skuldara var stofnað í ágúst 2010. Því hafa borist 5.390 umsóknir um greiðslu- aðlögun einstaklinga. Búið er að taka afstöðu til 5.296 mála. Af þeim eru 334 mál í vinnslu hjá umsjónar- mönnum, þar sem reynt er að ná samningum við kröfuhafa fyrir hönd skuldara. Um 770 umsóknum hefur verið synjað og 367 umsóknir hafa verið afturkallaðar að frum- kvæði umsækjenda áður en mál fór til umsjónarmanns. Á þriðja þús- und samningar hafa verið gerðir. Hleypur á milljarðatugum „Í greiðsluaðlögun eru komnir á 2.587 samningar. Við vitum ekki al- veg hvernig þessum samningum reiðir af, því margir þeirra eru enn í gildi og svo fáum við ekki alltaf að vita ef fólk stendur ekki við samn- ingana og fær því ekki eftirgjöfina í lokin. Því þarf að taka tölunum með smá fyrirvara,“ segir Svan- borg og fer yfir tölurnar. „En í þessum 2.587 samningum eru kröf- ur upp á 54,8 milljarða; 22 millj- arðar eru samningskröfur, þar af 18,5 milljarðar sem eru innan samnings og 3,59 milljarðar utan samnings. Um 16 milljarðar af samningskröfum verða gefnir eftir í samningum. 32,78 milljarðar eru veðkröfur, í 1.175 samningum, og eru þær allar innan samnings. Eignir í þessum 1.175 samningum eru upp á 22,82 milljarða, þannig að veðkröfur umfram eignir eru 9,96 milljarðar. Ef allir þeir geta sótt um afmáningu og munu sækja um, er hugsanleg eftirgjöf í kjölfar afmáningar 8,7 milljarðar að auki,“ segir Svanborg. Hundruð í greiðsluaðlögun í ár Morgunblaðið/Ómar Reykjavík séð frá Höfðatorgi Hækkandi leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur þrengt að hinum tekjulægstu í samfélaginu. Margir leita til UMS.  Meirihluti umsækjenda um greiðsluaðlögun í ár er ekki með fasteignalán heldur leigir húsnæði  Upplýsingafulltrúi UMS segir greinilegt að tekjur fjölda fólks dugi ekki til almennrar framfærslu Meðaltal skulda/eigna Meðalverðmat eigna Meðalupphæð skulda Meðalgreiðslugeta Heimild: Umboðsmaður skuldara 37.150.194 22.823.373 57.796 26.802 24.340 19.549 12.497 2010 2011 2012 2013 2014 16.508.411 18.162.152 13.019.547 11.711.138 21.959.435 19.397.022 9.400.409 34.769.533 Umsækjendur – Aldur 25 ára og yngri 26-35 ára 36-45 ára 46-55 ára 56-65 ára 66 ára+ 2010 2011 2012 2013 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Heimild: Umboðsmaður skuldara 5% 34% 27% 16% 12% 6% Umsækjendur – Búsetuform 2010 2011 2012 2013 2014 Eig in fas tei gn Fé lag sle g lei ga An na ð Bú se tu ré ttu r Ek ki sk rá ð Hú sn æð is- lau s Le iga 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Heimild: Umboðsmaður skuldara 31,4% 45,5% 7,6% 7,9% 0,7% 2,9%4,0% Svanborg Sigmarsdóttir 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014 Ökufærni er lykilatriðið þegar ungmenni hefja akstur. Hvar fær ungmennið þitt kennslu? Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni Allt kennsluefni innifalið Ökukennsla www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga. Hringdu núna og bóka ðu ökuskól ann ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku. Þekking og reynsla í fyrrirúmi Spurð hvernig „meðal- samningurinn“ um greiðslu- aðlögun lítur út segir Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi umboðsmanns skuldara, að líkleg meðaleftirgjöf af samningskröfum sé 6.150 þús. og að skuldari þurfi að standa skil á kröfum að upphæð 1.568 þús. „En að meðaltali er hver skuldari með námslán upp á um það bil 1,3 milljónir. Að auki eru þeir sem eru með veðkröfur um- fram eignir, og halda eigin heimili, með skuld að meðaltali upp á 27,9 milljónir. Okkar mat á eignum segir að meðaleignin sé að virði 19,4 milljónir. Veðkröfur umfram eignir eru því um það bil 8,4 milljónir króna. Eftirgjöf í kjölfar afmán- ingar er því að meðaltali 7,4 milljónir að auki,“ segir hún. Að meðaltali 6,15 milljónir EFTIRGJÖF Í SAMNINGUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.