Morgunblaðið - 16.12.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
Gómsætt og girnilegt konfekt Ensk jólakaka, lagkaka Stollen
Gjafakörfur með
ýmsu góðgæti
Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver
Gómsætar jólagjafir
Jólakonfektkaka
þegar þú vilt
kvarts stein
á borðið
Blettaábyrgð
Viðhaldsfrítt yfirborð
Slitsterkt
Bakteríuvörn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
By Cosentino
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Bænum láðist að tilkynna dagfor-
eldrinu allt í málinu. Hún hyggst
kæra bæinn. Dagforeldrar í Hafn-
arfirði eru einnig mjög uggandi. Það
standa allir með henni og vilja fá út-
skýringar,“ segir Aðalheiður Run-
ólfsdóttir, formaður Félags dagfor-
eldra í Hafnarfirði.
Þrjú börn voru tekin úr umsjá við-
komandi dagforeldris eftir að mar
fannst á einu barninu sem var tíu
mánaða. Að sögn Aðalheiðar komst
Barnaverndarnefnd að þeirri niður-
stöðu, eftir að barnið hafði verið fært
til læknisskoðunar, að ekki væri
ástæða til að aðhafast frekar í málinu
og lét það niður falla. Æra dagfor-
eldrisins sé hins vegar farin út í veð-
ur og vind og börnunum var fundið
pláss á leikskóla.
„Auðvitað eiga börnin alltaf að fá
að njóta vafans, það er ekki spurn-
ing,“ segir hún en setur stórt spurn-
ingarmerki við það hvernig málið var
unnið.
Frá vinnu frá því í október
„Á þriðjudegi kemur ekkert barn
til dagforeldrisins og hún vissi ekki
af hverju. Rúmlega níu þann sama
morgun hringja félagsmálayfirvöld í
hana og boða hana á fund. Þar kom í
ljós að búið væri að bendla hana við
mar sem fannst á barni sem var í
hennar umsjá,“ segir Aðalheiður.
„Það fékkst staðfest að daggæslu-
fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar hefði
hringt í foreldrana og sagt þeim að
senda ekki börnin sín aftur til þessa
dagforeldris. Það hefði eitthvað kom-
ið upp á og þau ættu ekki að mæta
aftur. Fulltrúinn hefur komið börn-
unum inn í leikskóla án þess að ræða
við dagforeldrið, skoða málið eða
bíða eftir niðurstöðum Barnavernd-
arnefndar. Við erum mjög ósátt við
þessi vinnubrögð af hálfu Hafnar-
fjarðarbæjar,“ segir Aðalheiður.
Málið kom upp í byrjun október og
er að koma upp á yfirborðið núna.
Dagforeldrið, sem kýs að svo stöddu
að koma ekki fram undir nafni, hefur
verið án vinnu síðan.
Fór í hefðbundinn farveg
Að sögn Rannveigar Einars-
dóttur, sviðsstjóra fjölskylduþjón-
ustu Hafnarfjarðar, sér fræðsluþjón-
usta Hafnarfjarðar um leyfisveitingu
til dagforeldra auk eftirlits með
starfsemi dagforeldra. Hún segir
mál eins og þetta alltaf vera mjög
viðkvæm og þau sem bæjarfélag eigi
ekki gott með að tjá sig um einstök
mál í fjölmiðlum. Hún segir þó til-
kynningu hafa borist Barnavernd
um málið.
„Málið fór í hefðbundinn farveg,
könnun á atvikinu og niðurstaðan
var sú að ekkert að hefði komið fram
sem kallaði á nánari rannsókn og var
málinu því lokið. Meðan á könn-
uninni stóð var börnunum komið fyr-
ir á leikskólum,“ segir Rannveig.
„Barnavernd gerði engar athuga-
semdir við störf hennar og hefði ekki
legið fyrir að hún væri að hætta hefði
ekkert verið því til fyrirstöðu að
börnin færu þangað aftur enda er
hún með öll þau leyfi sem til þarf,“
segir Rannveig.
Aðalheiður segir þó að dagforeldið
hafi ekki ætlað að hætta á því tíma-
bili er málið kom upp á en hugðist þó
hætta á næstu mánuðum vegna
þungunar. Nánar er fjallað um málið
í bæjarblaði Hafnfirðinga, gaflari.is.
Morgunblaðið/Ómar
Deila Börnin voru tekin úr umsjá dagforeldrisins og hafa ekki komið aftur.
Dagforeldri
hyggst kæra
Var bendluð við mar á barni
Rafmagnslaust varð í Breiðdal kl.
14 í gær og var ekki búist við að
rafmagn kæmist á fyrr en fyrir há-
degi í dag í fyrsta lagi.
Samkvæmt upplýsingum frá Ra-
rik fór stór spennir í aðveitustöð-
inni í Ormsstað í Breiðdal og var
beðið eftir að fá nýjan sendan frá
Reykjavík. Ekki liggur fyrir hvort
spennirinn hafi bilað í tengslum við
veðrið eður ei, en það verður þó að
teljast líklegt.
Ljóst er að allir íbúar hafa orðið
fyrir töluverðu raski, en eflaust
kemur þetta verst við kúabændur á
svæðinu. Íbúar í sveitarfélaginu eru
tæplega 200 talsins.
„Það er bara myrkur,“ sagði Jón-
as Bjarki Björnsson, íbúi í Breið-
dalsvík, í samtali við mbl.is. „Við er-
um með kertaljós, svo erum við með
prímus og vorum að borða áðan.
Allt í góðu með það. Svo vorum við
að finna gasofn sem var í tjaldvagn-
inum, svoleiðis að það ætti að vera
allt í lagi með okkur í nótt.“ Hann
sagði að varaaflsstöðvar, sem var
flutt burt, væri sárt saknað.
Rafmagnslaust í Breiðdalsvík
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Í myrkri Rafmagnið fór af í Breið-
dalsvík og olli það nokkru raski.
Svo lítið selst nú af þeim mynd-
bandsspólum sem fólk gefur til
Góða hirðisins að starfsmenn þar
þurfa að farga spólunum þegar þær
hafa verið lengi í hillunum. Oft eru
spólurnar seldar fyrir allt niður í
tíu krónur.
„Þær eru settar í sölu en þegar
þær eru búnar að vera inni í búð í
lengri tíma og seljast ekki þá verð-
ur að farga þeim. Við sitjum ekki
uppi með þær í marga mánuði ef
þær seljast ekki. Það er eins og með
allt sem ekki selst að það er lækkað
í verði niður í lægstu krónutölu. Við
erum að selja þetta jafnvel á tíkall,“
segir Ragna Halldórsdóttir, deild-
arstjóri umhverfis- og fræðslu-
deildar Sorpu, við mbl.is.
Myndbandsspólan að syngja sitt síðasta?
Morgunblaðið/ÞÖK
Fargað Fáir kaupa myndbönd í Góða
hirðinum nú orðið, þótt þau kosti tíkall.