Morgunblaðið - 16.12.2014, Síða 22

Morgunblaðið - 16.12.2014, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014 Munið að slökkva á kertunum Eldtefjandi efni er sprautað er á kerta- skreytingar koma aldrei í veg fyrir bruna STUTTAR FRÉTTIR ● Útflutningsfyrirtækin Bacco ehf. og Seaproducts Iceland ehf. munu sam- einast næstu áramót. Bæði félögin hafa flutt saltaðar og frosnar fiskafurðir á erlenda markaði um árabil og er sam- anlögð velta félaganna á ársgrundvelli um fimm milljarðar króna, segir í til- kynningu um samrunann. Þá segir að með sameiningunni verði til öflugt fyrirtæki sem hafi fulla burði til að sinna íslenskum framleiðendum af kostgæfni og auka möguleika þeirra á mörkuðum erlendis til muna. Starfs- fólk og eigendur félaganna séu þess fullvissir að með sameiningunni verði þeim framleiðendum sem eigi í við- skiptum við félögin þjónað enn betur en áður. Tvö útflutningsfélög sameinast um áramót Allt stefnir í myndarlegan vöxt einkaneyslu á síðasta fjórðungi árs- ins, ekki síst vegna hraðari vaxtar einkaneyslu innanlands en verið hef- ur undanfarna fjórðunga, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslands- banka. Bent er á að samkvæmt nýlegum tölum Seðlabankans nemi raunvöxt- ur kortaveltu í nóvember 7,3% á milli ára. Í þeim mánuði jókst kortavelta innanlands frá sama mánuði í fyrra um 6,2%, sem er nærri tvöfalt meiri vöxtur en verið hefur að jafnaði á árinu. Líklegt er að aukin kaup á varanlegum neysluvörum vegi hér þungt en samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknaseturs verslunarinnar, sem birt var í síðustu viku, hefur sala stórra raftækja og húsgagna aukist mikið í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra. Ef ekki kemur bakslag í þróunina er útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu verði allhraður á síðasta fjórðungi ársins, að mati Greiningar Íslands- banka. Þannig nemi raunvöxtur kortaveltu einstaklinga í október og nóvember samanlagt um 6,2% milli ára. Þar af sé vöxturinn 4,8% innan- lands en 16,4% erlendis. Verði þetta raunin verði um mesta vöxt að ræða á milli ára allt frá því á öðrum árs- fjórðungi 2011, þegar kortavelta var að byrja að taka við sér eftir sam- dráttarskeiðið sem varð í kjölfar hrunsins. Eyðum meiru en útlendingar Vöxtur í kortaveltu útlendinga hér á landi í nóvember nam um 32,5% í krónum, samanborið við sama tíma í fyrra. Samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans nam kortavelta er- lendra ferðamanna 6,9 milljörðum króna í mánuðinum, samanborið við 5,2 milljarða í nóvember í fyrra. Kortavelta Íslendinga í útlöndum nam 8,4 milljörðum í mánuðinum. Þar með var kortaveltujöfnuður óhagstæður um 1,6 milljarða í mán- uðinum, sem er þó minna en almennt gengur og gerist í nóvember. brynja@mbl.is AFP Einkaneysla Talið er að aukin sala á stórum raftækjum muni vega þungt. Spá neysluvexti á þriðja fjórðungi  Greining Íslandsbanka sér fram á mesta vöxt einkaneyslu frá 2011 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Næstu skref sem verða tekin við losun hafta verða ekki til þess að „þrengja þau eða gera lífið erfiðara fyrir innlend fyrirtæki eða heimili“. Þetta kom fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efna- hagsráðherra, við fyrirspurn Katr- ínar Júlíusdóttur, varaformanns Samfylkingarinnar, um afnám hafta og hugmyndir um að leggja út- gönguskatt á allar greiðslur út fyrir höft. Morgunblaðið hefur áður greint frá því að tillögur ráðgjafa stjórnvalda geri ráð fyrir að skatt- urinn verði 35%. Þannig mun hann að óbreyttu meðal annars leggjast á greiðslur slitabúa föllnu bankanna, hvort sem þær eru framkvæmdar í krónum eða erlendum gjaldeyri, til erlendra kröfuhafa yfir landamæri. Bjarni sagðist ekki geta svarað fyrir ákvarðanir sem hefðu ekki enn verið teknar af hálfu stjórnvalda. Þegar að því kæmi myndu slík mál verða tekin til umræðu á Alþingi. Hann sagði hins vegar að stjórnvöld hefðu „betri heildarsýn og á marg- an hátt betri stöðu til að stíga núna næstu skref en lengi hefur átt við“. Var Bjarni spurður hvort mögu- legur útgönguskattur á fjármagns- flutninga frá Íslandi myndi hafa áhrif á afborganir fyrirtækja á borð við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur af erlendum lánum sínum. Benti fjármálaráðherra á að „augljóslega getum við ekki sett fyrirtæki í eitthvert uppnám með að standa í skilum með erlendar skuld- bindingar og höfum ekki gert það undir þeim höftum sem eru í dag“. Arðgreiðslur og samningsbundnar afborganir innlendra aðila af skuld- um við erlenda aðila eru undan- þegnar reglum um fjármagnshöft. Ekki er hægt að setja hömlur á slík fjármagnsviðskipti samkvæmt sátt- málum sem Ísland hefur gengist undir við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Í máli Bjarna kom fram að ýmsu væri „slegið fram“ þegar rætt væri um hugsanlegan útgönguskatt. „Það er eins og sumir haldi jafnvel að til standi að fara að gera vöru- viðskipti við landið þungbærari og erfiðari. Ekkert slíkt er á prjón- unum.“ Næstu skref gera ekki „lífið erfiðara“  Fjármálaráðherra var spurður á Alþingi um útgönguskatt Fjármálaráðherra „Það er eins og sumir haldi að til standi að gera vöru- viðskipti við landið þungbærari og erfiðari. Ekkert slíkt er á prjónunum.“ Morgunblaðið/Kristinn                                      !"#$ !"   %$  " %$ !"% % # $#% &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 #  # % ! "# !   "$%  #% "% !% %!$$ $#$ # $ !"! !"!  %!"  % % !% %! $#$ ! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Kaupmáttarþróun hefur sjaldan verið hagstæðari en á árinu og hefur kaupmáttur mældur með launa- vísitölu aukist stöðugt frá því í febr- úar, að því er fram kemur í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans. Aðeins megi finna þrjú tímabil á þessari öld með hagstæðari kaup- máttarþróun, eða í upphafi ársins 2001 og um vor 2007 og 2012. Þó að launavísitalan myndi ekkert hækka í nóvember og desember myndi kaupmáttur aukast um 5,7% á árinu. Talið er skipta miklu fyrir stöðugleika hagkerfisins að aukn- ingin skuli hafa náðst við mjög litla verðbólgu. Landsbankinn segir þau markmið sem stefnt hafi verið að við gerð síð- ustu heildarkjarasamninga hafa náðst nokkuð vel. Þó vanti enn dálít- ið upp á að kaupmáttarhrapið á ár- unum 2008 til 2010 hafi verið unnið upp. brynja@mbl.is Kaupmáttar- þróun óvenju hagstæð Kaupmáttur Launavísitala hefur hækkað og verðbólga haldist lág.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.