Morgunblaðið - 16.12.2014, Page 24

Morgunblaðið - 16.12.2014, Page 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Hagnýtar jólagjafir Öflugur tjakkur 2.25 T lyftihæð 52 cm 19.995 Viðgerðarkollur hækkanlegur 7.995 Verkfærasett 43 stk. 5.995 Vönduð útskurðarjárn í trékassa 12 stk. 19.995 Mössunarvél 1200W 12.995 3.995 Vinnuljós LED, hleðslu Útvarps- heyrnahlífar Fjölsög Höfftech 8.995 9.9993.895 Viðgerðarbretti m/stillanlegum höfuðpúða Lögreglan í Sydney í Ástralíu réðst inn í kaffihús í miðborginni í gær til að frelsa um fimmtán manns sem vopnaður maður hafði haldið í gísl- ingu í rúmar sextán klukkustundir. Vopnaði maðurinn og að minnsta kosti tveir aðrir biðu bana í áhlaup- inu. Fjórir hlutu sár, þar á meðal lög- reglumaður. Maðurinn var vopnaður hagla- byssu þegar hann réðst inn í kaffi- húsið. Um sex klukkustundum eftir að fólkið var tekið í gíslingu komust þrír menn út úr byggingunni. Um klukkustund síðar hlupu tveir aðrir út úr kaffihúsinu. Flóttamaður frá Íran Ástralskir fjölmiðlar sögðu að maðurinn sem hélt fólkinu í gíslingu væri 49 ára flóttamaður frá Íran, Man Haron Monis, og hann hefði fengið hæli sem pólitískur flóttamað- ur í Ástralíu 1996. Blaðið The Aust- ralian sagði að hann væri íslamisti og hefði verið ákærður fyrir aðild að morði á fyrrverandi eiginkonu sinni en látinn laus gegn tryggingu. Talið er að maðurinn hafi verið einn að verki. Hann setti svartan ísl- amskan fána á glugga kaffihússins. Svo virðist sem hann hafi notað þrjá gísla til að koma kröfum sínum á framfæri við fjölmiðla. Lögreglan bað fjölmiðla um að birta ekki myndskeið þar sem gíslar sögðu frá kröfunum. Nokkur myndskeið voru birt á You- tube en síðar fjarlægð. Yfirvöld í Ástralíu höfðu varað við því að íslamistar, sem styðja hryðju- verkasamtökin Ríki íslams, kynnu að gera árásir í landinu. Stjórn Ástralíu ákvað í september að senda orrustu- þotur til að taka þátt í loftárásum Bandaríkjanna og fleiri landa á liðs- menn samtakanna í Írak. Þing Ástr- alíu samþykkti ný lög í október um baráttuna gegn hryðjuverkastarf- semi, m.a. til að reyna að koma í veg fyrir að ástralskir ríkisborgarar gangi til liðs við hryðjuverkasamtök í öðrum löndum. Yfir 40 hreyfingar íslamskra músl- íma gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þær mótmæltu gíslatökunni. Byggingar í grennd við kaffihúsið voru rýmdar vegna gíslatökunnar. Í hverfinu eru margar opinberar bygg- ingar, m.a. þinghús Suður-Wales, höfuðstöðvar seðlabanka Ástralíu og fleiri banka og sendiráð Bandaríkj- anna. Sýningum í óperuhúsinu í Sydney var aflýst. Gerðu áhlaup til að frelsa gísla í Sydney  Að minnsta kosti þrír menn biðu bana í áhlaupinu AFP Komst undan Kona hleypur að lögreglumanni eftir að hafa sloppið úr gíslingu í kaffihúsi í Sydney. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Danir lögðu í gær fram kröfu um yfir- ráð yfir hafsbotninum undir norð- urpólnum og stóru hafsvæði um- hverfis hann. Krafan byggist á því að norðurskautið sé framhald af land- grunni Grænlands. Krafan var lögð fyrir landgrunns- nefnd Sameinuðu þjóðanna (CLCS) og Danir gera tilkall til alls 895.000 ferkílómetra svæðis á hafsbotninum, en það er tuttugu sinnum stærra en Danmörk. Að sögn danska blaðsins Politiken er Danmörk fyrsta landið sem gerir formlega kröfu um alger yfirráð yfir hafsbotninum undir norð- urpólnum. Rússland og Kanada hafa þó einnig gert tilkall til hafsvæða við norðurpólinn. Ögrun við Rússa? Kanadíski prófessorinn Michael Byers, sérfræðingur í málefnum norðurslóða, telur að Rússar kunni að líta á kröfuna sem „ögrun“. Hann segir að hún sé lögð fram á óheppileg- um tíma vegna spennunnar í sam- skiptum Rússlands og Vesturlanda. Rússar séu að búa sig undir að leggja fram greinargerð um tilkall sitt til hafsvæða á norðurslóðum og þeir hafi ekki gengið eins langt og Danir. „Það er kaldhæðnislegt að Danmörk skuli vera eina landið sem hægt er að segja að hagi sér á ögrandi hátt í þessu máli,“ hefur Politiken eftir Byers. Martin Lidegaard, utanríkis- ráðherra Danmerkur, neitaði þessu og sagði að Danir hefðu mjög gott samstarf við ríkin sem gera tilkall til hafsvæðanna við norðurpólinn. Hann lagði áherslu á að Danir legðu fram vísindaleg gögn sem sýndu að þeir hefðu rétt til að fá yfirráð yfir haf- svæðinu. „Tilkallið sem við gerum til land- grunnsins norðan við Grænland markar þáttaskil í sögu danska kon- ungdæmisins,“ sagði Lidegaard. „Markmiðið með þessu risastóra verkefni er að skilgreina ytri mörk landgrunns okkar og þar með Dan- merkur.“ Erfiðar viðræður Danskir sérfræðingar telja líklegt að landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóð- anna komist að þeirri niðurstöðu að Danir eigi rétt á hafsvæðum við norð- urskautið en telja ólíklegt að hún samþykki kröfuna um alger yfirráð yfir hafsbotninum undir norð- urpólnum. Lidegaard viðurkennir að landgrunnsnefndin kunni að komast að þeirri niðurstöðu að Rússland og Kanada eigi einnig rétt á yfirráðum yfir hafsvæðum við norðurskautið. „Samningaviðræðurnar verða mjög erfiðar. Það er engin ástæða til að draga dul á það. En það er frábært að við erum sammála um að þetta verði útkljáð á vísindalegum grundvelli.“ Að sögn Politiken byggist greinar- gerðin, sem lögð var fyrir land- grunnsnefndina, á tólf ára rann- sóknum á fimm hafsvæðum við Grænland og Færeyjar. Undirbún- ingsvinnan og rannsóknirnar á haf- svæðunum hafi kostað samtals 330 milljónir danskra króna, jafnvirði 6,8 milljarða íslenskra. Danmörk krefst yfirráða yfir norðurpólnum  Vill nær 900.000 km² hafsvæði Morgunblaðið/Einar Falur Norðurskautið Hugsanlegt er að olíu- og gaslindir séu undir ísnum. Tekur allt að 15 ár » Talið er að það taki land- grunnsnefnd Sameinuðu þjóð- anna 10 til 15 ár að taka af- stöðu til kröfu Danmerkur. » Nefndin kann að komast að þeirri niðurstöðu að Danmörk, Rússland og Kanada eigi rétt til yfirráða yfir hafsvæðum við norðurskautið. Ef svo fer þurfa ríkin þrjú að semja sín á milli um skiptingu hafsvæðanna. Jólasveinar geta ekki verið lofthræddir ef þeir eiga að geta glatt öll börnin í heiminum, jafnt í lágreistum kotum sem glæsilegum háhýsum stórborg- anna. Þessi jólasveinn klifrar hér í Kollhoffs-turni í Berlín. Byggingin er nefnd eftir arkitektinum Hans Kollhoff og er 103 metra há. Jólasveinninn er ekki lofthræddur AFP Kollhoffs-turninn klifinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.