Morgunblaðið - 16.12.2014, Síða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
Fjaðrafok við Tjörnina Sum dýr finna veðurbreytingar á sér og hvort sem það á við um fuglana á Reykjavíkurtjörn eða ekki er víst að í gær höguðu þeir sér eins og óveður væri í aðsigi.
Ómar
Hvað hugsar læknir
sem hefur starfað í
hartnær 40 ár þegar
hann í fyrsta sinn á
ævinni er í verkfalli?
Hver hefði trúað því að
fyrir honum ætti að
liggja að sjá sterkt og
öflugt heilbrigðiskerfi
á Íslandi, sem áratugi
hefur tekið að byggja
upp, liðast í sundur?
Hann hugsar svo sitt-
hvað meira, sumt skilur hann en í
öðru botnar hann ekki.
Önuglyndi í verkfalli
Í fyrsta lagi hugsar hann hve ön-
ugt og illt það er að vera í verkfalli.
Það gengur gegn hugsjón og heitum
lækna að sinna ekki sjúklingum sín-
um hvenær sem er og á hverju sem
gengur. Þetta sýnir e.t.v. betur en
margt annað hve læknum er mikið
niðri fyrir þegar 98%
þeirra telja nauðsyn-
legt að halda verkfalli
til streitu áfram og að
harðara skuli það vera.
Læknirinn í verkfalli
hugsar að öll göngum
við nauðug til þessa
leiks, en mikið er í húfi,
ekki einungis launakjör
lækna, heldur og ekki
síður framtíð mann-
sæmandi heilbrigð-
isþjónustu í þessu landi.
Ef ungt fólk kemur
ekki til að taka við af
okkur sem eldri erum eða fer úr
landi, er þetta búið hjá okkur, svo
einfalt er það. Ætlum við þá að
senda sjúklinga með kransæðastíflu,
krabbamein eða lungnabólgu úr
landi til að fá bót meina sinna? Eitt-
hvað mun það kosta.
Hætta í verkfalli
Í öðru lagi hugsar læknir í verk-
falli hve hættulegt ástandið er, og
hve hratt það versnar, ekki síst ef til
hvassara verkfalls kemur eftir ára-
mót. Læknirinn sem hefur ásamt fá-
einum kollegum unnið verkfallsdag-
ana finnur vel hve þjónustan sem
hann veitir er óörugg og ónóg. Vissu-
lega reynum við að gera okkar besta,
en það er einfaldlega ekki satt að við
séum að veita trausta og örugga
þjónustu. Þessar kringumstæður
bjóða hættunni heim, bjóða upp á
slys. Við vonum að svo verði ekki.
Við dáumst reyndar að langlund-
argeði sjúklinga okkar, sem allir eru
kjósendur, þegar við segjum þeim að
ekki sé unnt að sinna vanda þeirra
núna, það verði að bíða vegna verk-
falls. Ég veit ekki hvenær þessi þol-
inmæði kjósenda verður á þrotum,
sú stund nálgast.
Fögur fyrirheit
Í þriðja lagi hugsar læknir í verk-
falli til síðustu alþingiskosninga.
Heilbrigðisþjónustan átti svo sem
ekki úr háum söðli að detta við hrun-
ið að því er fjárframlög varðar, en þá
fyrst kastaði tólfunum. Engu líkara
var en að stjórnmálamenn hefðu tal-
ið sjálfum sér trú um að heilbrigð-
isþjónustan væri fremur léttvæg,
skipti ekki miklu máli, svo hart var
fram gengið í niðurskurði framlaga á
meðan illa reknum bönkum og ýms-
um fyrirtækjum var bjargað á þurrt.
Þá fór heilbrigðisþjónustan fram af
títtnefndri bjargbrún. Í aðdraganda
alþingiskosninga var bent á að heil-
brigðismál yrðu að vera kosninga-
mál. Stjórnmálamenn í framboði
töldu okkur trú um að svo væri, og
fögur fyrirheit höfð í frammi. Við
trúðum því að eyðimerkurgöngu
væri lokið og margir kusu þá sem
þannig töluðu. Því miður hefur það
ekki gengið eftir, við höfum sjaldan
eða aldrei verið jafn illa stödd, komin
langt fram af bjarginu í frjálsu falli.
Stjórnmálaleiðtogar stígi fram
Kannski er nóg hugsað á einum
degi. Hins vegar er tíminn á þrotum,
læknar hóta ekki lengur upp-
sögnum, þeir láta af þeim verða hver
á fætur öðrum, jafnvel eftir áratuga
starf. Slík ákvörðun er ekki tekin
nema að vel ígrunduðu máli. Íslensk
þjóð verður að huga að því núna
hvers kyns heilbrigðisþjónustu hún
vill, þjónustan stefnir því miður í að
verða eins og hún er í löndum sem
við viljum ekki bera okkur saman
við. Við kjósum stjórnmálamenn yfir
okkur til að sinna erfiðum málum af
þessu tagi, því þetta er vissulega erf-
itt. Nú þurfa raunverulegir leiðtogar
í þeirra hópi að stíga fram. Annars
mun illa fara.
Eftir Sigurð Guð-
mundsson »Ef ungt fólk kemur
ekki til að taka við af
okkur sem eldri erum
eða fer úr landi, er þetta
búið hjá okkur, svo ein-
falt er það.
Sigurður Guðmundsson
Höfundur er læknir
á Landspítalanum.
Verkfallsdagar
Sífellt er klifað á því
að stjórnvöld séu að
skerða fé til reksturs
Ríkisútvarpsins. Aldr-
ei fyrr í sögunni hefur
meira fjármagni verði
varið í rekstur stofn-
unarinnar, eins og sjá
má á meðfylgjandi
grafi. Í greinargerð
frumvarps til laga nr.
23/2013, um Rík-
isútvarpið, segir „að
rökin fyrir mörkun útvarpsgjalds
til Ríkisútvarpsins lúti einkum að
því að tryggja stöðugleika fjárveit-
inga en jafnframt sé eðlilegt að
binda þá mörkun ákveðnum skil-
yrðum til að draga úr sveiflum til
lækkunar og hækkunar“. Einnig
kemur þar fram að mikilvægt sé
talið að tryggja Ríkisútvarpinu
fjárhagslegt sjálfstæði að því marki
sem unnt er, óháð hinu pólitíska og
efnahagslega valdi. Hér birtist
glöggt vilji löggjafans
til algjörs aðskilnaðar
– að fjárveitingavaldið
bindi upphæð útvarps-
gjaldsins/„nefskatts-
ins“ í lög og skili allri
upphæðinni til RÚV,
en hafi ekki áhrif á
fjárhagslegt sjálfstæði
stofnunarinnar með
því að ráðstafa gjald-
inu til annarra verk-
efna. Með öðrum orð-
um að fyrirbyggja
freistnivanda stjórn-
valda eins og gerðist í
tíð síðustu ríkisstjórnar þar sem
gjaldinu var ráðstafað í stórum stíl
í önnur verkefni. Í fjárlagagerð ár-
ið 2013, fyrir fjárlagaárið 2014, var
sáttabreytingatillaga að í stað þess
að gjaldið fyrir árið 2015 skyldi
fara í 17.800 kr. í stað 16.400 kr.
eins og gert var ráð fyrir sam-
kvæmt lögunum. Stjórnvöld gáfu
stjórnendum RÚV aukið svigrúm
að trappa niður reksturinn og um
leið að skila gjaldinu öllu og
óskiptu til stofnunarinnar. Ná-
kvæmlega ár er liðið frá þessari
þinglegu ákvörðun – að RÚV ætti
að miða rekstur sinn við að gjaldið
yrði 17.800 kr. Þessu er framfylgt í
fjárlagagerðinni nú. Í fjárlögum
fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir að
heildarframlag til RÚV verði 3.498
milljónir og við 2. umræðu fjárlaga
var lögð til hækkun um 181,9 millj-
ónir til viðbótar. Ríkið er því að
innheimta af skattgreiðendum
3.680 milljónir kr. og færa þær
óskertar yfir til stofnunarinnar.
Nemur það um 9% hækkun á fjár-
framlögum ríkisins. Það eru dylgj-
ur og ósannindi að halda því fram
að stjórnarmeirihlutinn sé að skera
RÚV niður eins og hrópað er í
þinghúsinu, á torgum og í fjöl-
miðlum. Ég vonast eftir hófstilltri
umræðu, umræðu sem byggð er á
staðreyndum, sannleika og lagafyr-
irmælum en ekki tilfinningasemi,
blekkingum og ósannindum.
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur » Í fjárlagagerð síð-
asta árs var ákveðið
að útvarpsgjaldið fyrir
árið 2015 skyldi vera
17.800 kr. í stað 16.400
kr. eins og gert var ráð
fyrir í lögum
Vigdís
Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur og
formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Sannleikurinn um RÚV
Ríkisframlag til RÚV frá 2005 til 2015
M
ill
jó
ni
rk
ró
na
2005 20112006 20122007 20132008 20142009 20152010
4.000
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
Heimild: Fjármálaráðuneytið (byggt á töflu sem birtist í Morgunblaðinu 5. desember 2014, e. Baldur Arnarson