Morgunblaðið - 16.12.2014, Side 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
FORD TRANSIT T300 L3 TREND
09/2012, ekinn 59 Þ.km, diesel, 5 gíra.
TILBOÐ 3.180.000+ vsk (3.990.000).
Raðnr.252886 áwww.BILO.is
TOYOTA YARIS SOL
06/2014, ekinn 13 Þ.km, sjálfskiptur.
Verð 2.780.000. Skipti ódýrari.
Raðnr.252872 á www.BILO.is
DAEWOO MATIZ SX
07/2000, ekinn 130 Þ.km, 5 gíra, sóllúga.
TILBOÐSVERÐ 339.000. 100% kortalán!
Raðnr.285341 á www.BILO.is
FORD GALAXY TREND
06/2008, ekinn 91 Þ.km, bensín, sjálfskiptur,
7manna.Verð 2.490.000.
Raðnr.253042 áwww.BILO.is
FORD FOCUS TREND COLLECTION
06/2007, ekinn 111 Þ.km, sjálfskiptur.
Verð 1.190.000. JÓLATILBOÐ 990.000
Raðnr.252874 áwww.BILO.is
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
Allir sértrúarsöfn-
uðir eiga sinn æðsta-
prest. Æðstipresturinn
hjá SÁÁ heitir Þór-
arinn Tyrfingsson.
Hann er búinn að leiða
og móta safn-
aðarstarfið í þrjá ára-
tugi. Við skulum taka
hann til ofurlítillar
greiningar og leggja til
grundvallar hans eigin
ummæli sem hann hef-
ur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum.
Maður heitir Sverrir Ólafsson, all-
kunnur myndhöggvari. Hann fór í
áfengismeðferð hjá SÁÁ. Eftir þá
lífsreynslu tók hann sig til og kærði
Þórarin Tyrfingsson yfirlækni á Vogi
til Landlæknisembættisins. Blaða-
menn Dags komust á snoðir um málið
og höfðu samband við Sverri, sem bar
sig upp undan ýmiss konar ósóma og
vandræðagangi sem viðgengist á
Vogi, og sagði meðal annars að þar
væru starfsmenn ráðnir og reknir
eftir ættartölu sinni. Blaðamennirnir
höfðu líka samband við
Þórarin og hann svaraði
allri gagnrýni Sverris
með einni setningu: „Ég
rífst ekki við sjúk-
lingana mína, enda má
ég það ekki.“
Það vantar ekki
fræðahrokann og helgi-
slepjuna! Kannski Þór-
arinn teldi sig ekki of
góðan til að svara mál-
efnalegri gagnrýni frá
þeim sem hafa orðið fyr-
ir barðinu á honum, ef
hann væri ekki jafn upp-
tekinn í læknisleiknum og raun ber
vitni? En þó einhverjar siðareglur
virðist hindra Þórarin í því að gera
hreint fyrir sínum dyrum þegar hann
er borinn óþægilegum sökum af fyrr-
verandi skjólstæðingum sínum, þá
hefur það ekkert vafist fyrir honum
að láta frá sér fara hástemmdar yf-
irlýsingar um ástand manna, sem
nær örugglega hafa aldrei leitað til
hans um læknishjálp eða greiningu.
Maður hét Boris Yeltsin, sem um
langt skeið gegndi forsetaembætti í
Rússlandi. Þetta var skrautlegur karl
sem skvetti talsvert í sig og gerði alls
konar rósir, stjórnaði lúðrasveitum
og svoleiðis. Vakti framgangsmáti
hans að vonum talsverða athygli um
heim allan og sá Þórarinn ástæðu til
að lýsa því yfir að þessi maður væri
greinilega alkóhólisti og/eða ætti við
áfengisvandamál að stríða. Mun sú
yfirlýsing hafa komið í útvarpi.
Þetta er fyllilega sambærilegt við
það þegar Helgi Tómasson yfirlæknir
á Kleppi lýsti opinberlega þeirri skoð-
un sinni að ekki væri allt með felldu
um geðheilsu Jónasar Jónssonar
dómsmálaráðherra, án þess þó að
Jónas hefði nokkru sinni leitað ásjár
hans sem geðlæknis. (Nema þá að
Yeltsin hafi komið með leynd til Ís-
lands til að láta Þórarin líta á sig eða
Þórarinn laumast til Rússlands til að
greina Yeltsin svo lítið bæri á! Hvort
tveggja má þó teljast afar langsótt!)
Nú verður það að teljast ámæl-
isverð yfirsjón af manni, sem vill láta
taka sig alvarlega sem lækni og vís-
indamann, að láta frá sér fara slíkar
yfirlýsingar um einhvern sem hann
hefur hvorki haft til meðferðar né
rannsóknar, og upp í hugann koma
nöfn á samkundum, sem maður
skyldi ætla að létu sig slík mál varða,
svo sem Siðanefnd Læknafélagsins.
En hafi fræðasamfélagið látið þetta
gönuhlaup Þórarins óátalið er það í
mínum huga fullnaðarstaðfesting á
því að þar á bæ ríki ekki einhugur um
réttmæti þess að skilgreina áfengis-
og lyfjafíkn (alkóhólisma) sem sjúk-
dóm.
Einhver nýjasta spekin sem ég
heyrði hafða eftir Þórarni kom í út-
varpi og hljóðar svo: „Það eru alltaf
til menn sem taka meira mark á eigin
reynslu og neyslu en vísindum og töl-
fræði.“ Í raun réttri ætti ekki að
þurfa að fara mörgum orðum um
þetta endemis bull. Við hér á Íslandi
vitum að reynslan er ólygnust. (Við
höfum einfaldlega reynsluna af því!)
Ef sú er raunin að vísindi og tölfræði
stangist á við reynslu manna, þá er
greinilega eitthvað bogið við vísindin
og tölfræðina.
Það er umhugsunarvert, að maður
sem úttalar sig af jafnmiklu ábyrgð-
arleysi og loddarahætti, skuli hafa
smokrað sér í aðstöðu til þess að leiða
og móta bróðurpartinn af meðferð-
arstarfi á Íslandi svo áratugum skipt-
ir og taka sér kennivald í opinberri
umræðu um vímuefnamál. Allar þær
milljónir af opinberu fé sem búið er
að hlaða undir þennan mann og sam-
starfsfólk hans í niðurrifinu verða
ekki tölum taldar. Og duga þó ekki til,
því árlega leggjast þeir hjá SÁÁ í
betl.
Þessum hörmulega söfnuði vil ég
að lokum tileinka eftirfarandi ritning-
arstað í Matteusarguðspjalli, því mér
virðist hann smellpassa: „Vei yður,
fræðimenn og Farísear, þér hræsn-
arar! Þér farið um láð og lög, til þess
að ávinna einn trúskifting, og þegar
hann er orðinn það, gjörið þér hann
að hálfu verra helvítisbarni en þér
sjálfir eruð.“
Ábyrgðarleysi og loddaraháttur
Eftir Guðmund Sig-
urð Jóhannsson » Þetta var skraut-
legur karl sem
skvetti talsvert í sig og
gerði alls konar rósir,
stjórnaði lúðrasveitum
og svoleiðis.
Guðmundur Sigurður
Jóhannsson
Höfundur er ættfræðingur
á Sauðárkróki.
Þegar Samkeppn-
isstofnun úrskurðaði í
haust um verðlagn-
ingu MS komu fram
eins og fastir liðir í
umræðu um landbún-
aðarmál orðin einok-
un, Jónas frá Hriflu og
Korpúlfsstaðir. Fyrir
næstu sennu væri rétt
að athuga eftirfarandi.
Í íslensku máli eru
tvö hugtök um það sem
víða kallast monopol. Annað er einka-
sala og hitt er einokun og á það við,
þegar því er haldið fram að einka-
söluaðstaða sé ok. Einkasala er hlut-
laust orð í þessu efni. Ýmsir hafa viljað
einkasölu með lögum til að draga úr
líkum á einokun.
Jónasi frá Hriflu er eignað ýmislegt
sem menn hafa fundið að í landbún-
aðarmálum. Hann sat á þingi 1922-
1949 og hafði reyndar aldrei forystu
um landbúnaðarmál á þingi, það sáu
aðrir um í flokki hans, Framsókn-
arflokknum, og öðrum flokkum.
Í sambandi við lög um mjólkur-
vinnslu og -sölu er því gjarnan haldið
fram að afurðasölulögin frá 1935 hafi
komið Korpúlfsstaðabúinu í Mosfells-
sveit á kné og raunar hafi það vakað
fyrir Framsóknarflokknum að svo
færi. Thor Jensen, útgerðarmaður í
Kveldúlfi, kom búinu á fót með mikilli
túnrækt. Búnaðarfélag Íslands gerði
hann að heiðursfélaga fyrir þá ræktun.
Kúabúið var talið stærst
kúabúa á Norðurlöndum.
Ólafur Thors alþing-
ismaður, sonur þessa
búnaðarfrömuðar, sagði
um mjólkurlögin, nýorð-
inn formaður Sjálfstæð-
isflokksins, þegar rætt
var á Alþingi í desember
1934, hvaða mál þyrfti að
afgreiða fyrir jól, að lögin
væru „eitt af þeim mál-
um, sem svo að segja allt
þingið er sammála um,
að ná skuli fram að
ganga“. Við aðra umræðu lýsti hann
beinlínis eftir óskum manna og til-
lögum, „svo að einungis lítil umræða
þurfi fram að fara við 3. umræðu, og
aðeins að forminu til“.
Reykjavíkurbær keypti Korpúlfs-
staðabúið ekki löngu síðar. Nið-
urstaða rannsóknar á vegum Háskóla
Íslands var að búið hefði aldrei staðið
undir sér, meðan Thor Jensen stóð
fyrir því.
Landbúnaðarum-
ræðan: fastir liðir
Eftir Björn S.
Stefánsson
Björn S. Stefánsson
» Ólafur Thors, nýorð-
inn formaður Sjálf-
stæðisflokksins, lagði að
þingmönnum að hraða
setningu afurðasölulaga
1934. Hann var þá í
stjórnarandstöðu.
Höfundur er búnaðarhagfræðingur.
Vilhjálmur Bjarna-
son, alþingismaður, var
með pistil í Mbl. 4. des-
ember sl. undir yf-
irskriftinni „Lýðskrum
Ögmundar“. Greinin
fjallar að töluverðu leyti
um vexti, vísitölur og
verðtryggingu. Ég fæ
ekki betur séð en að
hann sé enn við sama
heygarðshornið að
mæra verðtrygginguna. Ég geri mér
fulla grein fyrir því að í bullandi verð-
bólgu eru vísitölutryggð lán greidd
með verðminni krónum og því verð-
minni sem á lánstímann líður. En
hvers vegna í ósköpunum er þörf á
vísitölubundinni verðtryggingu, þeg-
ar miklu skilvirkari
stjórntæki eru fyrir
hendi? Ég á þar við
markaðslögmálið, þar
sem samkeppni, eðlilegt
framboð og eftirspurn
ráða ferðinni. Er í al-
vöru nauðsynlegt að
styðjast við úrelt fyr-
irkomulag ríkisforsjár,
þar sem vísitölur eru
reiknaðar af opinberum
aðila (Hagstofu Ís-
lands)?
Ég velti fyrir mér
hvers vegna verðtrygging var afnum-
in af launum á sínum tíma. Getur það
verið vegna þess að atvinnulífið reis
ekki undir þeim álögum? Í framhald-
inu, getur það verið að hagkerfið rísi
ekki undir verðtryggingu af lána-
samningum, þegar til lengri tíma er
litið og verðbólga stingur upp koll-
inum á nýjan leik? Þurfum við Íslend-
ingar á fleiri kollsteypum að halda?
Í viðskiptum á Íslandi er meg-
inreglan sú að fyrirtæki skuli vera í
samkeppnisrekstri. Um það vitna
samkeppnislög. Undantekning frá
þeirri meginreglu er banka- og fjár-
málastarfsemi með sína vísitölu-
tryggðu verðtryggingu, miðstýrðu
sósíölsku greiðslumiðlun og sam-
ræmda samninga við innheimtu seð-
ilgjalda. Í viðskiptum þar sem mark-
aðskerfið ríkir og samkeppni virkar
er verulegt aðhald gegn miklum verð-
hækkunum. Öðru máli gegnir um
ýmsa aðra þætti verðmyndunar.
Undirstaða hækkana í hagkerfinu
verður að mínu viti að vera hagvöxtur
í landinu ef ekki á að verða taumlaus
verðbólga. Miklar hækkanir umfram
verðmætaskapandi hagvöxt hljóta að
vera óráðlegar og kalla á endalausa
óráðsíu og spillingu. Traust hagkerfi,
sem byggist á virðisauka í hagkerfinu
tryggir hagsæld fyrir alla Íslendinga.
Auk þess legg ég til að banka- og
fjármálastofnanir lúti markaðs-
lögmálinu.
Er léleg hagstjórn á
Íslandi náttúrulögmál?
Eftir Sigurð
Lárusson »Er í alvöru nauð-
synlegt að styðjast
við úrelt fyrirkomulag
ríkisforsjár
Sigurður Lárusson
Höfundur er kaupmaður.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.