Morgunblaðið - 16.12.2014, Page 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
✝ Reinharð Vil-helm Sigurðs-
son, Harrý, fæddist
á Linnetstíg 9 í
Hafnarfirði 20.
desember 1927.
Hann lést á Drop-
laugarstöðum 10.
desember 2014.
Foreldrar hans
voru Ásta Júl-
íusdóttir, f. 16.4.
1900, d. 14.5. 1970,
og Sigurður Kristinn Ólafsson,
f. 12.8. 1901, d. 18.8. 1955, sjó-
maður á Dalvík. Fóstri Harrýs
var Þorlákur Þorkelsson skip-
stjóri, f. 1897, d. 1980. Systkini
Harrýs sammæðra: Unnur Sig-
urðardóttir, f. 1919, d. 2000,
Brynhildur Olgeirsdóttir, f.
1921, Stella Erna Hansen, f.
1923, d. 1931, Sigurður Þor-
láksson, 1930, d. 2009, Stella
Þorláksdóttir, f. 1931, Valbjörn
Þorláksson, f. 1934, d. 2009,
Hanna Þorláksdóttir, f. 1937, d.
1995, Anna Þorláksdóttir, f.
1937, d. 2006, og Róbert Þor-
láksson, f. 1943. Systkini Har-
rýs samfeðra: Baldur, f. 1929, d,
2013, Birgir, f. 1931, d. 2004,
Örn, f. 1932, d. 2008, Rafn, f.
1937, d. 1967, Verna, f. 1937,
Gísli, f. 1939 og Steinþór, f.
1953.
gift Kára Snæ Guðmundssyni
og eiga þau Kötlu Ósk, f. 2010,
og Ketil Mána, f. 2012. Börn
Reinharðs og fv. eiginkonu,
Sigríðar Albertsdóttur, eru
Þóra Kristín, f. 1991, Margrét
Sól, f. 1994, og Helgi Albert, f.
1998.
Harrý ólst upp á Siglufirði og
var kenndur þar við móður
sína, „Harrý Ástu“. Hann var
elstur í systkinahópnum, og
hjálpaði móður sinni við að
halda utan um heimilið þegar
allt snerist um síldina. Hann fór
til sjós þrettán ára hjá fóstra
sínum og varð sjómennska og
farmennska hans starfsvett-
tvangur. 1948 réð hann sig á
sænskt síldarflutningaskip sem
kom til Siglufjarðar. Síðar var
hann bátsmaður hjá norska
kaupskipaflotanum og sigldi á
stórum kaupskipum. Árin 1954
bjó fjölskyldan á Jótlandi en
flutti heim aftur 1955 og bjó í
Kópavogi til ársins 1960. Harrý
fór í Sjómannaskólann og út-
skrifaðist með stýrimannsrétt-
indi 1958. Á árunum 1960 til
1964 bjuggu þau í Ólafsvík þar
sem Harry var stýrimaður á
Sæfellinu og Steinunni SH.
Hann réð sig til Eimskipafélags
Íslands 1964 og starfaði lengst
af sem bátsmaður á Lagarfossi
og Reykjafossi. 1974 varð hann
verkstjóri í Sundahöfn og síðan
yfirmaður frílagers Eimskips
þar til hann lét af störfum 1994.
Útför hans fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 16. desember
2014, kl. 13.
Harrý kvæntist
1955 Kristínu
Helgadóttur, f. 1.8.
1931. Foreldrar
hennar voru Helgi
Kristjánsson vél-
stjóri, f. 1904, d.
1976, og k.h. Krist-
ín Jónsdóttir, f.
1909, d. 2002.
Börn: 1) Helga
Margrét, f. 24.3.
1949, gift Benedikt
Benediktssyni, f. 16.4. 1945.
Dætur Helgu Margrétar eru
Hildur Margrétardóttir, f. 1968,
gift Jóhannesi Bjarna Eðvalds-
syni, börn þeirra Una, f. 1991,
og Hafsteinn Snorri, f. 2001;
Ásdís María Helgudóttir, f.
1974, sonur hennar og Þórðar
Inga Guðnasonar er Eiríkur
Ingi, f. 1997. Börn Benedikts og
fyrri konu hans Guðrúnar Erlu
Þormóðsdóttur eru Laufey, gift
Tómasi Tómassyni, börn Tómas
Aron, Erla Mjöll og Haukur
Már, og Benedikt, kvæntur Rut
Þorgeirsdóttur, börn Ástrós
Erla og Benedikt. 2) Stúlka, f.
23.2. 1953, d. 24.2. 1953. 3) Sig-
urður, f. og d. 8.2. 1954. 4) Ósk,
f. 23.8. 1955, d. 1.9. 1955. 5)
Reinharð Vilhelm, f. 19.3. 1960,
dóttir hans og Þóru Álfþórs-
dóttur er Þórhildur, f. 1981,
Mágur okkar, Reinharð W.
Sigurðsson, er látinn, 86 ára að
aldri. Hann hafði glímt við veik-
indi undanfarin ár en var andlega
hress allt fram í það síðasta.
Við kynntumst Harry, eins og
hann var daglega nefndur, á ung-
lingsárum okkar á Siglufirði.
Hann var sterkur, lipur og snar
í snúningum. Harry fór ungur til
sjós hjá fóstra sínum Þorláki frá
Landamótum, var bæði á síld og
síðan í ferðum upp í Hvalfjörð á
vegum breska hersins. Hann fór
ungur í siglingar á norskum skip-
um. Var þetta á þeim tímum þeg-
ar skip sigldu til þeirra hafna sem
frakt bauðst en ekki eftir föstum
áætlunum Hann sigldi þrisvar
kringum jörðina á þessum árum
og kynntist löndum og þjóðum.
Þegar siglingum lauk kom hann
heim, giftist systur okkar og fór
að vinna hjá Eimskip og var þar í
mörg ár, bæði til sjós og síðan í
landi. Harry var bóngóður með
afbrigðum og vildi allra manna
vanda leysa og taldi ekki eftir sér
sporin í þeim efnum. Harry og
Stína systir eignuðust tvö börn,
Helgu Margréti og Reinharð, og
eru afkomendurnir orðnir margir.
Alltaf var gott að koma til Harrys
og Stínu, einkum fannst afabörn-
unum það. Harry og Stína keyptu
sér hús á Spáni og dvöldu þar á
vetrum í mörg ár og undu glöð við
sitt í sólinni og hitanum og innan
um nýja kunningja og vini.
Nú er komið að kveðjustund og
er margs að minnast gegnum ár-
in. Við bræður vitum að sigling
mágs okkar yfir móðuna miklu
verður farsæl og lending á strönd
Sumarlandsins verður góð, þar
sem vinir hans og burt farnir ætt-
ingjar taka honum tveim höndum.
Við bræður sendum systur
okkar, börnum þeirra og ættingj-
um bestu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Jón, Kristján og Jóhannes.
Elsku Harrý frændi. Núna
þegar að leiðarlokum er komið þá
getur maður ekki annað en hugs-
að til þín.
Þó þú værir ekki blóðskyldur
okkur, maðurinn hennar Stínu
frænku, þá varstu samt Harrý
frændi og þannig ertu enn í huga
okkar.
Þú varst nefnilega enginn
venjulegur frændi, sigldir um
heimsins höf, færandi gjafir og
gersemar þegar þú komst í land.
Fallegur og flottur, með tattú og
yfirvaraskegg eins og kvik-
myndastjarna og þannig varstu
alla tíð þó árin færðust yfir. Ljóm-
inn og kærleikurinn, áhuginn og
gleðin geislaði frá þér alla tíð.
Mig langar til að minnast
þeirra forréttinda sem við systk-
inin nutum í uppvextinum. Á
þessum árum þegar skólagangan
hófst þá var ekki mikið um fjár-
muni á okkar heimili. Það vissir
þú og alltaf hafðir þú samband við
mömmu hvert sumar og bauðst að
kaupa handa okkur úlpur, skó eða
hvað annað sem okkur gæti vant-
að. Mamma var snögg að mæla
fótstærð og láta þig vita hvað
vantaði og svo bara sigldir þú til
ókunnugra landa og keyptir
handa okkur skólaföt.
Það áttu ekki margir svona
flott föt eins og við. Ég man t.d.
þegar þú keyptir fermingarkáp-
una hennar Sigríðar úr vínrauðu
gervileðri, stígvél og stuttbuxur
við. Hún var flottust og þannig er
hægt að telja upp, hvítu leður-
kuldaskórnir, nælonúlpur með
skinnkraga, lappaúlpurnar, peys-
urnar. Ég get heldur ekki gleymt
dúkkuvagninum hennar Unu sem
var eins og alvöru barnavagn.
Það er minnisstætt þegar þú
hringdir í mömmu og bauðst
henni landburði af grænum bön-
unum sem óvart höfðu lent í
frystigámi á skipinu þínu og átti
að henda.
Þá varð þér að sjálfsögðu hugs-
að til okkar barnanna. Mamma
var snögg að samþykkja þetta
góða boð, enda mikill hvalreki fyr-
ir svona stóra fjölskyldu. Vikum
saman héngu þessir bananar á
þvottahússsnúrunum og þroskuð-
ust með tíð og tíma og þá var svo
sannarlega hátíð í bæ.
Að heimsækja ykkur Stínu
frænku var alltaf ævintýri fyrir
okkur. Þar bar fyrir augu alls
kyns dót sem þú hafðir keypt í út-
löndunum, sem okkur dreymdi
um að komast til einhvern daginn,
endalaust sælgæti og svo sögurn-
ar og myndir frá ferðunum sem
gerðu heimili ykkar svo framandi
fyrir okkur systkinin.
Elsku Harrý frændi, það er
hægt að segja svo margar góðar
og skemmtilegar sögur um þig.
Mestu skiptir er minningin um
góðan dreng sem gaf af sér kær-
leika og hlýju alla sína ævi.
Elsku Stína, Helga og Harrý
og fjölskylda, okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur til ykkar allra.
Sigríður, Björg, Olgeir,
Una og Trausti.
Reinharð Vilhelm
Sigurðsson
Ég veit ekki hvort þú
hefur
huga þinn við það
fest,
að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki
hjartað sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til,
gef þú úr sálarsjóði
sakleysi fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson)
Sigríður Jónsdóttir
✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist
18. janúar 1932.
Hún lést 24. nóv-
ember 2014. Útför
Sigríðar Jóns-
dóttur fór fram 8.
desember 2014
Með innlegu
þakklæti fyrir allt
sem þú gafst okkur.
Fyrir hönd bæna-
hringsins í Hvera-
gerði,
Sunna
Guðmundsdóttir.
Já, óþarft er að kvíða
því er koma skal,
þín kærir vinir bíða í
glæstumhimnasal.
Meðal þúsund engla nú lífsins ljós þitt
skín,
já, lýsir eins og stjarna fögur minning
þín.
Þessar laglínur Labba (Ólafs
Þórarinssonar) komu upp í huga
mér þegar ég frétti að hún Sigga
móðursystir mín væri öll. Hug-
urinn leitaði í brunn minning-
anna, ég var komin í Hlaðbrekk-
una. Þvílíkt ævintýri fyrir litla
stelpu sem ferðaðist með mömmu
af Smáragötunni og alla leið suð-
ur í Kópavog í strætó. Það var
svo langt að hann gekk bara
tvisvar á dag og það var svo
leiðinlegt að ég fékk alltaf cheer-
ios í nesti hjá Siggu áður en hald-
ið var heim. Systurnar hittust
gjarnan hjá Siggu og amma
stundum líka. Mikið var talað og
stundum sungið. Þær höfðu svo
gaman af því að syngja saman. Á
meðan prjónaði Sigga eina vett-
linga. Féll ekki verk úr hendi
enda heimilið stórt. Stundum
fékk ég að gista hjá Ingu frænku
og jafnöldru meðan foreldrar
mínir voru í veiðitúr og það var
sko gaman. Alltaf fjör, fullt af
krökkum, ekki bara systkinin
heldur líka nokkrir aukagemling-
ar. Munaði ekki um nokkra í við-
bót. Það voru hestar uppi á hæð-
inni fyrir ofan Hlaðbrekkuna sem
hægt var að klappa og stundum
kindur, lakkrísgerð í sandgryfj-
unum, brjóstsykursgerð í hina
áttina, fullt af nýbyggingum sem
hægt var að klifra í, berjamór
langt í burtu þar sem nú er Breið-
holtið og loftkökur fyrir jólin. Svo
var líka hægt að fara til ömmu í
Lundarbrekkuna sem var ekki
leiðinlegt og einstaka sinnum í
bíltúr með Skúla á stóra vöru-
bílnum. Við vorum ekki alltaf
hreinar þegar við komum úr æv-
intýraleit en ég man aldrei eftir
að það væri neitt mál. Kannski
ekki hennar stíll að vera að fjasa
yfir svoleiðis smámunum. Þegar
árin liðu minnkaði samgangurinn
þótt alltaf sæi ég öðru hvoru eða
frétti af þessari ljúfu, kærleiks-
ríku móðursystur minni. Ein-
staka sinnum lagði hún leið sína
hingað til okkar í Flóann og alltaf
fylgdi henni þessi gleði, hlýja og
góðir straumar.
Það er alltaf sárt þegar ein-
hver kveður þetta líf en það er
huggun að Sigga er örugglega
komin í blómabrekkuna sína þar
sem bíður hennar hópur horfinna
vina og fjöldi verkefna.
Stefanía Geirsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR ÁRNI SIGFÚSSON
húsasmíðameistari,
Sléttuvegi 19,
áður Heiðargerði 34,
lést á hjartadeild LSH þann 8. desember.
Útförin fer fram frá Grensáskirkju
miðvikudaginn 17. desember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
.
Margrét Guðvaldsdóttir,
Ólafur S. Guðmundsson, Elísa N. Puangpila,
Sigfús Árni Guðmundsson, Eva Geirsdóttir,
Valdimar G. Guðmundsson, Valgerður Marinósdóttir,
Birgir Guðmundsson, Ágústa María Jónsdóttir,
afa- og langafabörn.
Innilegar þakkir til allra sem hafa sýnt okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs föður, tengdaföður, afa og
langafa,
JÓNS WILLIAMS MAGNÚSSONAR,
Krossholti 6,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á
krabbameinslækningadeild 11E á Landspítalanum við
Hringbraut.
Guð blessi hjartahlýju ykkar.
.
Magnús Jónsson, Steinþór Jónsson,
Guðlaug Helga Jónsdóttir, Davíð Jónsson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til ykkar allra sem komuð til
að vera með okkur fjölskyldunni þegar við
kvöddum
HLAÐGERÐI ODDGEIRSDÓTTUR
frá Grenivík
og Raufarhöfn.
.
Börn Hlaðgerðar og fjölskyldur þeirra.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
ERLA GESTSDÓTTIR,
Svöluhrauni 8,
Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 3. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á 4. hæð á Sólvangi fyrir
einstaklega góða umönnun og hlýju.
.
Viðar Þórðarson,
Birgir Viðarsson, Emelía Dóra Guðbjartsdóttir,
Sigurlína Ellertsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir mín,
HELGA THORS,
Hamarsgötu 8,
Seltjarnarnesi,
er látin.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kári Thors.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERNA JÓNSDÓTTIR
frá Geitabergi,
Einigrund 1,
Akranesi,
lést laugardaginn 29. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Þökkum samúð og hlýhug. Einnig sendum við þakkir til allra
þeirra sem önnuðust hana í veikindunum.
Sigríður Jóhannesdóttir, Eyþór Þórðarson,
Pálmi Jóhannesson,
Jón Jóhannesson,
Einar Stefán Jóhannesson, Bryndís Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu
greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á út-
farardegi verður greinin að hafa borist eigi síð-
ar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birt-
ing dregist, enda þótt grein berist áður en
skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morg-
unblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-
15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli
sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer
fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar