Morgunblaðið - 16.12.2014, Page 40
40 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
Ég er að fara að halda fyrstu jólin heima og ligg yfir upp-skriftunum til að reyna að búa til jafn góðan mat ogmamma,“ segir Þóra Marteinsdóttir, tónskáld og tón-
menntakennari. „Við ætlum að hafa hægeldað lambalæri því
mér skilst að það sé erfitt að klúðra því. Börnin borða það líka
með bestu lyst og
það er í raun eina
kjötið sem allir á
heimilinu borða.
Við maðurinn ól-
umst upp við mjög
ólíkar jólahefðir
og erum ósammála
um þær allar en
við erum komin
með tvö lítil börn
og tími kominn á
að prófa að halda
jólin heima. Við
erum rosalega
spennt yfir því
hvernig þetta mun
ganga.“
Eiginmaður
Þóru er Gunnar
Benediktsson,
fagstjóri hjá
Listaháskóla Ís-
lands og hljóm-
borðsleikari
Skálmaldar. Börn
þeirra eru Hjörtur
Martin fimm ára
og Þórunn Obba
eins og hálfs árs.
Þóra og Gunnar
eru bæði kór-
stjórar, hún stjórnar Barnakór Vatnsendaskóla og hann stjórnar
Árnesingakórnum í Reykjavík. „Við hlustum mest á klassíska
tónlist og Skálmöld er eina þungarokkið sem ég hlusta á, mér
finnst textarnir líka svo flottir og maður skilur hvað Björgvin
söngvari er að segja sem mér finnst mjög gott.
Vandamálið við tónlistina er að hún er bæði atvinna og
áhugamál, lífið er tónlist og það er fátt annað sem kemst að. Ég
vildi að ég væri gellan sem væri í fjallgöngum og matarklúbb-
um, en ég er ekki þannig, en mér finnst gaman að hitta vini
mína og fjölskyldu.“
Þóra Marteinsdóttir er 36 ára í dag
Afmælisbarnið Þóra Marteinsdóttir.
Reyna að sam-
ræma jólahefðirnar
Ljósmynd/Gunnar Freyr Steinsson
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Hafnarfirði Aníta Hlín Bergvinsdóttir
fæddist 21. janúar 2014. Hún vó 4.196
g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar
eru Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir
og Bergvin Jónsson.
Nýir borgarar
Stokkhólmi Hilmar Ingi Sindrason
fæddist 11. febrúar 2014 kl. 03.20.
Hann vó 3.870 g og var 53 cm langur.
Foreldrar hans eru Freya Magnús-
dóttir Håkansson og Sindri Elfarsson.
G
ísli Hinrik fæddist í Hrís-
ey 16.12. 1944 og ólst
þar upp til 1959 er fjöl-
skyldan flutti í Kópa-
voginn: „Frá átta ára
aldri vaknaði ég kl. 3 á morgnana til
að fara með afa á handfæraveiðar. Ég
dáðist oft að honum, sallarólegum,
stjaka burt hákörlum sem voru of
ágengir við bátinn.
Einu sinni veiddum við tvær stórar
hrefnur sem við bundum með miklum
erfiðismunum hvora við sína síðu
bátsins. Þá var verið að vinna að end-
urbótum á hafnargarðinum í Hrísey
svo við fengum krana til að hífa
hrefnurnar í land.“
Gísli fór á millilandaskip 14 ára og
kom því til Kaupmannahafnar áður
en hann kom til Reykjavíkur. Hann
var síðan í siglingum um árabil.
Gísli stefndi á flugnám og lauk
einkaflugmannsprófi 1964 en þá kom
í ljós að hann var með sjóngalla og
honum ráðlagt að leggja flug ekki
fyrir sig. Hann hóf þá nám í radíósím-
virkjun hjá Landssíma Íslands og
lauk þar meistaraprófi.
Gísli vann við mælingar fyrir sjón-
varpsútsendingar víða um land, flutti
með fjölskyldu sína að Gufuskálum á
Snæfellsnesi 1969 og starfaði þar við
Lóranstöðina í þrjú ár, flutti síðan í
Hafnarfjörðinn 1972, varð tæknimað-
ur og síðar tæknistjóri við Sjónvarpið
og síðar deildarstjóri rekstrardeildar
Stöðvar 2.
Hefst handa í garðyrkjunni
Þáttaskil urðu á starfsferli Gísla er
hann festi kaup á Verslun Sölufélags
garðyrkjumanna 1991. Hann stofnaði
þá Gróðurvörur ehf.: „Ég hafði alltaf
haft mikinn áhuga á garðyrkju og
ræktun en hún langamma, Anna Cat-
harine Schiöth, hafði forgöngu um
Lystigarðinn á Akureyri og veitti
honum forstöðu.“
Gísli stofnaði svo Garðheima við
Stekkjarbakka 2.12. 1999 en fyrir-
tækið er hvort tveggja heildsala og
smásala á ræktunarvörum og tækj-
um til bænda, verslana og almenn-
ings, auk plöntudeildar, gjafa- og
heimilisvöru, gæludýravöru og
blómabúðar. Nýjasta viðbótin er svo
veitingastaðurinn Spíran bistró á efri
hæð Garðheima.
Gísli sat í stjórn JC Borg um skeið,
sat í stjórn Starfsmannafélags Sjón-
varpsins, hefur haft mikinn áhuga á
skák og tefldi oft fyrir hönd Sjón-
varpsins á skákmótum, hefur verið
virkur félagi í Oddfellowstúku nr. 11,
Þorgeiri, um árabil, er félagi í Garð-
yrkjufélagi Íslands og Dalíu-
klúbbnum. Einnig stundaði hann
Gísli Hinrik Sigurðsson framkvæmdastjóri – 70 ára
Á Ítalíu 2007 Gísli Hinrik og Jónína Sigríður með stórfjölskyldunni sem hefur nú stækkað töluvert frá árinu 2007.
Úr sjónvarpi í garðyrkju
Heima á verönd Gísli og Jónína hafa ferðast mikið í gegnum árin en hér láta
þau fara vel um sig á tröppunum við veröndina heima í garðinum sínum.
sem gleður
Rennibekkir, standborvélar, bandsagir,
hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar,
röravalsar, legupressur, fjölklippur,
sandblásturstæki og margt fleira.
Sýningarvélar á staðnum
og rekstrarvörur að auki
- fyrir fagfólk í léttum iðnaði
og lítil verkstæði
IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is