Morgunblaðið - 16.12.2014, Qupperneq 41
borðtennis gegnum árin og vann oft
til verðlauna í þeirri grein.
Gísli og fjölskylda hans eru mikið
fyrir ferðalög. Hann minnist enn sex
vikna ferðar um Evrópu á Toyota sta-
tion fjölskyldubílnum með hústjald,
eiginkonu og fjögur börn árið 1981.
Eins ævintýraferðar til Toscana á
Ítalíu með stórfjölskyldunni. Þau
hjónin hafa farið í skemmtisiglingar
víða um heim og undanfarin ár hafa
þau farið árlega til Kanarí í svartasta
skammdeginu.
Gísla finnst þó mest um vert að
börnin fjögur hafa öll smitast af garð-
yrkjuáhuganum og eru smám saman
að taka við fyrirtækinu.
Fjölskylda
Eiginkona Gísla er Jónína Sigríður
Lárusdóttir, f. 5.5. 1947, markaðs-
stjóri. Foreldrar hennar voru Lárus
Jónsson, f. 25.3. 1896, d. 15.4. 1975,
organisti, og Karólína Kristín Björns-
dóttir, f. 22.11. 1919, d. 29.3. 1999,
húsfreyja.
Börn Gísla og Jónínu Sigríðar eru
Sigurður Björn, f. 1.5. 1966, verkfræð-
ingur í Hafnarfirði, en kona hans er
Sæunn Þórisdóttir framkvæmdastjóri
og eru börn þeirra Sunna Jónína, f.
1985, Tinna Þuríður f. 1990, Ester Jó-
hanna, f. 1994 og Salome Lilja, f. 1996;
Kristín Helga, f. 19.7. 1969, aðstoðar-
framkvæmdastjóri í Kópavogi, en
maður hennar er Sigurður Einar Þor-
steinsson sölustjóri og eru börn þeirra
Tómas Árni, f. 1989, Gísli Snær, f.
1997, og Sigríður Lilja, f. 2003; Olga
Björney, f. 19.7. 1970, innkaupastjóri í
Reykjavík, en maður hennar er Davíð
Gunnarsson verkfræðingur og eru
börn þeirra Gunnar Ingi, f. 1999, Hin-
rik Örn, f. 2003, og Bjarki Brynjólfur,
f. 2007; Jóna Björk, f. 17.10. 1978,
markaðsstjóri í Kópavogi en maður
hennar er Jens Sigurðsson verkefna-
stjóri og eru börn þeirra Jósef Ýmir, f.
2005, Valdimar Jaki, f. 2009, og Matt-
hías Jörvi, f. 2011. Langafabörnin eru
Una Björk og Stefán Ísak.
Systkini Gísla eru Rafn Halldór, f.
2.10. 1938, bifvélavirki á Akureyri;
Sigurjóna, f. 14.12. 1947, læknarit-
ari í Reykjavík; Ásta Þóra, f. 15.6.
1957, bankastarfsmaður í Reykjavík.
Foreldrar Gísla voru Helga Guðrún
Karlsdóttir Schiöth, f. 1.8. 1918, d.
21.11. 2012, húsfreyja í Kópavogi, áð-
ur í Hrísey, og Sigurður Björn Brynj-
ólfsson, f. 9.5. 1918, d. 9.12. 2002,
dreifingarstjóri Tímans.
Í tilefni afmælisins verða Gísli og
fjölskylda á efri hæð Garðheima, Spír-
unni, og taka þar á móti gestum milli
kl. 18.00 og 20.00 í dag, 16.12.
Úr frændgarði Gísla Hinriks Sigurðssonar
Gísli Hinrik
Sigurðsson
Anna Catherine Schiöth
vann að stofnun og rekstri Lystigarðsins á Akureyri
Peter Frederik Henrik Schiöth
athafnam. á Akureyri
Carl Friðrik Schiöth
kaupm. á Akureyri og síðar í Hrísey
Jónína Petrína
Valdimarsdóttir Schiöth
gestgjafi í Ásgarði í Hrísey
Helga Guðrún Karlsdóttir Schiöth
húsfr. í Kópavogi
Guðrún Þorkelsdóttir
húsfr. á Kolgrímastöðum
Valdimar Árnason
b. á Kolgrímastöðum í Eyjafirði
Axel Schiöth
bakarameistari á Akureyri
Anna Schiöth
húsfr. í Rvík
Agnar Kl. Jónsson
sendiherra
Oddur Carl Thorarensen
apótekari á Akureyri
Stefán Thorarensen
stofnandi
Laugavegsapóteks og
Efnagerðar Rvíkur
Oddur Carl S. Thorarensen
forstj. Efnagerðar Rvíkur og
apótekari í Laugavegsapóteki
Oddur Carl Thorarensen
apótekari á Akureyri
Aage Schiöth
lyfsali og konsúll á Siglufirði
Svanhildur Jörundsdóttir
húsfr. í Hrísey
Hallfríður Sigvaldadóttir
húsfr. á Hillum
Sveinbjörn Björnsson
b. á Stærri-Hillum á
Árskógsströnd
Sigurveig Guðrún Sveinbjarnardóttir
húsfr. í Hrísey
Brynjólfur Jóhannesson
útgerðarm. í Hrísey
Sigurður Björn Brynjólfsson
dreifingarstj. Tímans
Jórunn Jóhannsdóttir
húsfr. í Hrísey
Jóhannes Jörundsson
athafnam. og kaupm. í Hrísey, sonur Hákarla-Jörundar Jónssonar útvegsb. í Hrísey
Gunnar Snorri Gunnarsson
sendiherra
Gunnar Pálsson
skrifstofustj. í Rvík
Hreinn Pálsson
óperusöngvari og forstjóri BP
Eva Pálsdóttir Kröyer
húsfr.
Haraldur Kröyer
sendiherra
Gestur Pálsson
lögfr. og leikari í Rvík
Anna Agnarsdóttir prófessor
í sagnfræði við HÍ
Bjarni Agnarsson
læknir
Alma Clara
Margrethe
Thorarensen
húsfr. á
Akureyri
ÍSLENDINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
Eyþór Helgi fæddist á Bústöð-um í Austurdal í Skagafirði16.12. 1906. Foreldrar hans
voru Tómas Pálsson, bóndi og odd-
viti þar, og k.h., Þórey Sveinsdóttir
húsfreyja.
Eyþór var af Kjarnaætt í Eyja-
firði og Skeggstaðaætt í Húnavatns-
sýslu.
Eyþór var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Laufey Sveinsdóttir frá
Norðfirði og eignuðust þau fjögur
börn, en Eyþór og Laufey skildu.
Síðari kona hans var Hildur Eiðs-
dóttir frá Sæbóli í Grýtubakka-
hreppi og eignuðust þau tvo syni.
Eyþór var í hópi þeirra íslensku
iðnrekenda af aldamótakynslóðinni
sem hófust til metorða af eigin
rammleik. Hann stundaði nám í
húsasmíði við Iðnskólann á Akur-
eyri, lauk þaðan sveinsprófi 1928 og
öðlaðist síðar meistararéttindi.
Að námi loknu hóf Eyþór rekstur
trésmíðaverkstæðis og sá jafnframt
um líkkistusmíðar og útfarir á Akur-
eyri í 15 ár. Hann starfrækti vefn-
aðarvöruverslun á Akureyri 1941-61
og saumastofu um nokkurra ára
skeið frá 1942. Það var þó fyrst og
síðast Súkkulaðiverksmiðjan Linda,
sem hann stofnaði 1948, sem lagði
grunninn að farsælum iðnrekstri
hans. Hann var yfirleitt kenndur við
þá verksmiðju enda veitti hann
henni forstöðu til dauðadags og þar
störfuðu margir tugir starfsmanna.
Með Lindu náði Eyþór sterkri
markaðsstöðu á íslenskum sælgæt-
ismarkaði, ekki síður á höfuðborg-
arsvæðinu en norðan heiða.
Eyþór stofnsetti Lionsklúbba á
Akureyri og Dalvík og var fyrsti for-
maður Lionsklúbbs Akureyrar.
Hann var hvatamaður að stofnun
Hjarta- og æðaverndarfélags Akur-
eyrar 1964 og gjaldkeri þess um ára-
bil, stjórnarformaður Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri 1962-70 og
stjórnarformaður Akurs hf. sem rak
Sjálfstæðishúsið á Akureyri.
Eyþór var ráðdeildarsamur og út-
sjónarsamur iðnrekandi og fjár-
málamaður, vel metinn stjórnandi,
næmur og stundum örgeðja en
hjartahlýr og umhyggjusamur.
Eyþór lést 29.11. 1988.
Merkir Íslendingar
Eyþór H.
Tómasson
95 ára
Ólöf Guðjónsdóttir
90 ára
Snorri Jónasson
85 ára
Anna Hjálmarsdóttir
80 ára
Guðmundur Guðjónsson
Sigrún Ásdís Ragnarsdóttir
75 ára
Bragi Ingiberg Ólafsson
Sigrún Brynjólfsdóttir
70 ára
Barði Ólafsson
Björn Jónsson
Hlíf Pálsdóttir
Ingibjörg K.
Geirmundsdóttir
Ingibjörg Símonardóttir
Málfríður Vagnsdóttir
Örn Jónsson
60 ára
Anna Fossberg
Kjartansdóttir
Börkur Helgi Sigurðsson
Dadda Guðrún Ingvadóttir
Drífa Harðardóttir
Garðar Guðmundsson
Hilmar Jónsson
Hugrún Valgarðsdóttir
Jón Þorláksson
Ólafur Magnússon
Páll Melsted
Pétur Björgvin
Stefánsson
Rakel Móna Bjarnadóttir
Steinn Jóhann Jónsson
Svava Benediktsdóttir
50 ára
Alfreð Baldursson
Anna Sjöfn Jónasdóttir
Ásthildur Kristjánsdóttir
Björn Zoéga Björnsson
Guðrún Halla
Benjamínsdóttir
Guðrún Helga
Þórisdóttir
Halldór Þorvaldsson
Hallfríður H.
Hafsteinsdóttir
Heiðar Friðjónsson
Hörður Harðarson
Jón Rúnar Jónsson
Ólafía Guðrún Lóa
Bragadóttir
Sólborg Erla Ingadóttir
Þóra Björg
Guðjónsdóttir
40 ára
Björn Jakob Björnsson
Björn Óttarr Jónsson
Harpa Björg Sævarsdóttir
Hermóður Jón Hilmarsson
Ragnar Jónasson
Róbert Ragnar
Skarphéðinsson
Winai Bunmasen
30 ára
Agnieszka Malgorzata
Klinkosz
Alda Kristinsdóttir
Andrea Stefania Aucatoma
Coloma
Böðvar Valgeirsson
Einar Ólafsson
Elín Mjöll Lárusdóttir
Elísabet Björnsdóttir
Elísabet Sigrún Valsdóttir
Lukasz Wozniak
Til hamingju með daginn
30 ára Lára er búsett í
Reykjavík, lauk BSc-prófi í
viðskiptafræði frá HA og
er nú sérfræðingur í vísi-
töludeild á Hagstofu Ís-
lands.
Maki: Sigurður Ragnar
Helgason, f. 1984, bif-
reiðasmiður.
Foreldrar: Jónas Pétur
Bjarnason, f. 1961, verka-
maður, og Brigitte Bjarna-
son, f. 1959, bókavörður.
Þau eru búsett í Hafnar-
firði.
Lára Guðlaug
Jónasdóttir
40 ára Sævar ólst upp á
Akureyri, býr í Kópavogi,
lauk prófi í hárskurði og
er hársnyrtir í Garðabæ.
Dætur: Aníta Eir, f. 1997,
og Árný Dögg, f. 2004.
Systkini: Heiðdís, f.
1966; Hjördís, f. 1967;
Jónas, f. 1971, og Jóhann-
es Karl, f. 1979.
Foreldrar: Sigursteinn
Kristinsson, f. 1949, vél-
stjóri, og Elsa Jónasdóttir,
f. 1948, húsfreyja. Þau
eru búsett á Akureyri.
Sævar Jóhann
Sigursteinsson
30 ára Hjalti ólst upp í
Reykjavík, er þar búsett-
ur, lauk stúdentsprófi frá
FG og er nú flugfjar-
skiptamaður hjá Isavia.
Systur: Steinunn María
Sigurðardóttir, f. 1975,
flugfreyja og Hildur Sig-
urðardóttir, f. 1977, graf-
ískur hönnuður,
Foreldrar: Sigurður
Björgvinsson, f. 1947,
tannlæknir, og Sigurbjörg
Björgvinsdóttir, f. 1951,
flugfreyja.
Hjalti
Sigurðarson
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is