Morgunblaðið - 16.12.2014, Síða 42
42 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
Ármúla 24 • S: 585 2800
EOS fjaðraljósin frá
Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is
Ný
sending
komin
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það eru órituð lög sem þér finnst þú
verða að fylgja. Nútímarannsóknir sýna að
það sé rétt. Viðbrögð þín við áreiti eru lítt
þroskuð og eiga ekki við þann lífsstíl sem þú
hefur tamið þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Lífið blasir við þér og þú ert með bros
á vör. Slakaðu á og hlutirnir ganga vel fyrir
sig þótt þú sért ekki með puttana í öllu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ástvinur óttast að ef þú lifir þínu
eigin lífi þarfnist þú hans ekki lengur. Af stað!
Annars seinkar viðurkenningunum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert einstakur og það sem knýr þig
áfram er ekki hið sama og knýr aðra. Heim-
sæktu listagallerí, listaverslun eða listasafn
til þess að svala áhuga þínum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú kemur ástvinum þínum á óvart eina
ferðina enn með því að bregða út af van-
anum. Hópvinna (sérstaklega tveggja manna
hópar) afkastar fjórum sinnum meira.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér
áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem
þig dreymir um. En stundum gengur allt upp
af sjálfu sér eins og í dag.
23. sept. - 22. okt.
Vog Sérstök sambönd breytast í sífellu.
Reyndu að taka styttri tíma fyrir í einu og
starfa þá af fullum krafti.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sjaldan er ríkari ástæða til að
gæta heilsu sinnar en þegar streitan er í al-
gleymingi. Reyndu að muna eftir því hvað
það er gott að eiga góða vini þegar maður
þarf á þeim að halda.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Orð eru til alls fyrst og ef þú
vandar mál þitt muntu geta haft mikil áhrif á
fólk og kveikt með því áhuga á áhugaverðum
málefnum. En það felur ýmislegt í sér sem
augað ekki sér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú munt njóta þess að fara í
stutta ferð í dag. Vertu fyrri til að rétta fram
sáttahönd, því sjaldan veldur einn þá tveir
deila.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ekkert er dýrmætara en heilsan
svo þú skalt varast að ofbjóða þér til sálar
eða líkama. Kýldu bara á það!
19. feb. - 20. mars
Fiskar Dagurinn einkennist af hávaða og lát-
um og ekkert lát virðist á ójafnvægi fólks.
Gerðu nú eitthvað fyrir sjálfan þig og heilsu
þína svo þú getir sinnt starfinu ótrauður á
nýjan leik.
Aðventa Gunnars Gunnarssonarbarst í tal milli okkar Einars K.
Guðfinnssonar forseta Alþingis og
vitaskuld hrúturinn Eitill, en Eitill er
sækonungsheiti og merkir hinn eitil-
harði eða hvasseygði. Það varð til
þess að hann sendi mér þessa vísu vin-
ar síns Sigurðar Hansen á Kringlu-
mýri. Þar yrkir hann um gangna-
skálann Grána, sunnan við Austurdal
í Skagafirði, skammt frá Laugafelli
sem margir þekkja. Í vísunni kemur
fyrir orðið „eitilhrannir“:
Gráni heitir höfuðból
hæst á eitilhrönnum.
Einn sem veitir yl og skjól
eftirleitarmönnum.
Þessi vísa kallast á við húsgang úr
Fjörðum sem Kristján Karlsson
kenndi mér en er til með lítt breyttu
orðalagi eins og títt er um gamlar
vísur:
Háa-Þóra heitir fjall
hæst á Norðurlandi;
eitt sinn gekk ég einsamall
upp á þann háa klettastall.
Hallmundur Kristinsson yrkir:
Ek ég vagni út í kant.
Við yrkingarnar slugsa,
af því mér er orða vant
um það sem ég hugsa.
Hermann Jóhannesson yrkir að
gefnu tilefni:
Skipta um hlutverk haus og sporður,
hvergi nokkurt skjól né friður.
Fiskistofa flytur norður
en Framsókn þokast lengra niður.
Hjálmar Freysteinsson yrkir af því
tilefni að forsætisráðherrafrúin átti
afmæli og þingflokksformaðurinn
sagði gleðilegt að eiginmaður henn-
ar skrópaði í vinnunni til að sinna
henni:
Hefur ólík hlutverk tvö;
hlaupa þurfti úr brúnni.
Þótt aðstoðarmennirnir séu sjö
sinna þeir ekki frúnni.
Sem gaf Ágústi Marinóssyni tilefni
til að bæta við:
Líkt og furstar forðum tíð
þó finnist skrefin þyngri.
stjórnar þreyttur þrjóskum lýð
með þjón á hverjum fingri.
Davíð Hjálmar Haraldsson tók eft-
ir því að samkvæmt fréttum hélt páfi
því fram að öll dýr færu til himna eft-
ir jarðvistina. En er það nú víst? Get-
ur ekki verið að breytnin í jarðlífinu
ráði eins og hjá okkur mannfólkinu?
Þegar deyja dýrin góð
Drottins gefst þeim friður
en mígi rakki á minni lóð
mun hann fara niður.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Aðventa, forsætis-
ráðherra og Fiskistofa
Í klípu
„ÞAÐ ER ÓTRÚLEGT HVAÐ ÞÚ KEMST
LANGT MEÐ JÁKVÆÐU HUGARFARI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG VAR Í NÁGRENNINU OG HUGSAÐI MEÐ
MÉR AÐ ÉG MYNDI KÍKJA INN NÆSTU
TVÆR VIKURNAR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... ekki tunglskinið eða
stjörnurnar, heldur þú!
OKKUR VANTAR
TÓMATSÓSU...
ÞANNIG AÐ ÉG SETTI
ÞEYTTAN RJÓMA Á
SAMLOKUNA ÞÍNA
HANN ÞEKKIR
MIG VEL
OG ÞAÐ BESTA
VIÐ ÞETTA HÚS ER
Í BAKGARÐINUM...
...EINKASTURTA
UTANHÚSS!
Sigmundur Ó. Steinarsson rithöf-undur rifjaði upp skemmtilega
sögu í útgáfuhófi vegna nýjustu
bókar sinnar, Sögu landsliðs karla í
knattspyrnu, í höfuðstöðvum Knatt-
spyrnusambands Íslands á dög-
unum. Sagan tengdist viðureign Ís-
lendinga og Svía í Halmstad
sumarið 1980. Leik þar sem Íslend-
ingar yfirspiluðu stjörnum prýtt lið
Svía en urðu eigi að síður að gera
sér jafntefli að góðu, 1:1.
Einn besti leikmaður Svía á þess-
um árum var framherjinn Torbjörn
Nilsson og brá Guðni Kjartansson,
þjálfari íslenska liðsins, á það ráð að
láta Örn Óskarsson taka hann úr
umferð í leiknum. Leysti Örn, að
sögn Sigmundar, það hlutverk með
miklum sóma og komst Nilsson
hvorki lönd né strönd. Örn fylgdi
sínum manni hvert fótmál og þegar
Nilsson var kallaður af velli í síðari
hálfleik fylgdi Örn honum víst að
hliðarlínunni og kvaddi hann með
því að bugta sig. Vakti þetta uppá-
tæki mikla kátínu.
x x x
Inn á fyrir Nilsson kom RudgerBacke og kom þá fát á Örn. Hvað
átti hann nú til bragðs að taka?
„Eltu hann bara líka eins og skugg-
inn,“ galaði Ásgeir Sigurvinsson,
sem átt hafði stjörnuleik á miðjunni.
Guðni þjálfari tók hins vegar fram
fyrir hendurnar á Ásgeiri enda taldi
hann hæpið að Örn gæti elt óþreytt-
an mann á röndum út leikinn.
„Guðni, þú hefðir líklega átt að
hlusta á Ásgeir, því það var einmitt
Backe sem skoraði mark Svía í
leiknum,“ sagði Sigmundur í hófinu
og benti ásakandi fingri á Guðna.
Og uppskar mikinn hlátur.
x x x
Þórarinn Ragnarsson ritaði um-sögn um leikinn í Morgunblaðið
og staðfestir að Örn hafi verið besti
varnarmaður Íslands. Hann og
Marteinn Geirsson. Raunar mun
allt liðið hafa leikið framúrskarandi
vel. Það var Guðmundur Þorbjörns-
son sem gerði mark Íslands og jafn-
aði verðskuldað, 1:1, þremur mín-
útum fyrir leikslok. Boltinn hrökk
til hans eftir að Ásgeir hafði verið
felldur í teignum.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið
hvert annað. Eins og ég hef elskað
yður skuluð þér einnig elska hvert
annað. (Jóhannesarguðspjall 13:34)