Morgunblaðið - 16.12.2014, Page 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
Lífleg saga
Á puttanum með pabba
bbbmn
Texti: Kolbrún Anna Björnsdóttir og
Vala Þórsdóttir.
Myndir: Lára Garðarsdóttir.
Kat, 2014. 177 bls.
Á puttanum með pabba segir frá
þeim Sonju og Frikka sem fara til
Sikileyjar að vera hjá föður sínum í
sumarfríinu.
Það er þó varla
hafið þegar þau
þurfa að snúa
aftur heim til
Íslands í bili að
minnsta kosti.
Atvik haga því
svo að faðir
þeirra fylgir
þeim heim, en
týnir veskinu
svo þau verða að fara á puttanum
austur á land í leit að mömmu sinni
sem er á ferðalagi.
Ofangreint hljómar kannski ekki
sem mjög trúverðugt en flækjan
sem hér er reynt að sjóða niður í
eina setningu er miklu snúnari og
samt sannfærandi – í samhengi sög-
unnar gætu hlutirnir einmitt hafa
æxlast svo.
Þótt heilmikið hafi borið við á
fyrstu síðunum hefst ævintýrið fyrir
alvöru þegar hið eiginlega putta-
ferðalag hefst og krakkarnir kynn-
ast alls kyns skemmtilegu fólki.
Þetta er afskaplega lífleg saga,
eitthvað að gerast á hverri síðu.
Myndir í sögunni eru líka skemmti-
legar en prentun á þeim fulldauf.
Höfundur hefur tekið þá ákvörðun
að skáletra textann þegar börnin
tala við föður sinn á ítölsku, sem þó
er birt á íslensku. Þetta er rakin
hugmynd nema fyrir að allt of mikið
verður af skáletri í textanum.
Óður til ímyndunaraflsins
Funi og Alda Falda bbbmn
Texti: Hilmar Örn Óskarsson. Myndir:
Helga Ármann.
Bókabeitan, 2014, 48 bls.
Fannar Uni er strákur sem hefur
gaman af tölvuleikjum. Hann hefur
reyndar svo mikið gaman af þeim að
hann er bein-
línis óður í
tölvuleiki og
vill ekki gera
annað en sitja
við tölvuna.
Þegar for-
eldrar hans
vilja að hann
geri eitthvað
annað, eins og
að fara út að
leika sér, verð-
ur hann svo
reiður að það er eins og rauða hárið
standi í björtu báli og því er hann
kallaður Funi.
Þessi bók er óður til ímyndunar-
aflsins og undirstrikar hve leikur
sem byggist á eigin hugarflugi er
miklu skemmtilegri en leikur sem
byggist á hugarflugi annarra eins og
tölvuleikir. Ekki löng bók en mjög
vel heppnuð og teikningar skemmti-
legar.
Allir vinir að lokum
Tröllastrákurinn eignast vini
bbmnn
Texti: Sigríður Arnardóttir.
Myndir: Freydís Kristjánsdóttir.
Veröld, 2014. 32 bls.
Þetta er önnur bókin sem segir
frá ævintýrum tröllastráksins Vaka,
en að þessu sinni kynnist hann Sögu
sem er að reisa kofaborg úr rekaviði
og spýtuafgöngum. Vaki hjálpar
Sögu að byggja kofa og kynnist síð-
an fleiri stelpum, vinkonum Sögu.
Sagan er ekki flókin og ekki mikið
að gerast í sjálfu sér, en við fræð-
umst þó að-
eins um hand-
tökin við að
byggja kofa
og líka er
komið aðeins
inn á fordóma
og fordild en
allir verða
vinir að lok-
um. Myndir í
bókinni eru
einkar góðar, lýsandi og líflegar.
Bókinni fylgir geisladiskur þar sem
Kristján Franklín Magnús les sög-
una og er upplesturinn vel heppn-
aður.
Skemmtilegir orðaleikir
Ekki á vísan að róa bbbmn
Vísur og myndir: Egill Eðvarðsson.
Veröld, 2014. 48 bls.
Þessar vísur láta ekki mikið yfir
sér en þegar
grannt er
skoðað þá
leynast í
þeim
skemmti-
legir orða-
leikir og
útúrsnún-
ingar, auk-
inheldur
sem sumar vísurnar eru gátur,
passlega erfiðar fyrir börn og
standa sumar í fullorðnum líka.
Myndirnar í bókinni eru líka
skemmtilegar, litríkar og líka út-
úrsnúningar og merkingarleikur í
mörgum þeirra. Egill er með
sterkan og sérkennandi stíl sem
teiknari sem margir kannast við.
Ekki þekkti ég hann sem vísna-
smið, en hann er líka lunkinn í
þeirri list.
Vinátta í ýmsum myndum
og leikur að orðum
Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar barnabækur
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Funi og Alda Falda „Ekki löng bók en mjög vel heppnuð,“ segir í rýni.
Lífleg „Þetta er afskaplega lífleg saga, eitthvað að gerast á hverri síðu.
Myndir í sögunni eru líka skemmtilegar,“ segir um Á puttanum með pabba.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, tók við nýrri útgáfu Flat-
eyjarbókar á norsku föstudaginn
síðastliðinn, 12. desember.
Bård Titlestad, forleggjari hjá
Saga Bok, sem gefur bókina út, og
prófessor Torgrim Titlestad í Staf-
angri, aðalritstjóri verksins, afhentu
forsetanum bókina sem er ríkulega
myndskreytt nýjum myndum. Er
þetta fyrsta útgáfa bókarinnar á
norsku og heiðursformála að verk-
inu rita Haraldur Noregskonungur
og Ólafur Ragnar Grímsson.
Þýðandi bókarinnar er Edvard
Eskill en Bergsveinn Birgisson var
bókmenntalegur ráðgjafi og einn af
ritstjórum útgáfunnar.
Merkisútgáfa Bård og Torgrim Titlestad með forsetanum á Bessastöðum.
Tók við norskri útgáfu Flateyjarbókar
Í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan
20 hefst lestur ellefu rithöfunda í
anddyri Bíós Paradísar. Þau sem
lesa eru Bryndís Björgvinsdóttir,
Gísli Pálsson, Halldór Armand Ás-
geirsson, Jónína Leósdóttir, Ófeig-
ur Sigurðsson, Sigurbjörg Þrast-
ardóttir, Sigurður Pálsson, Soffía
Bjarnadóttir, Sverrir Norland, Þór-
dís Gísladóttir og Yrsa Sigurð-
ardóttir.
Boðið verður upp á piparkökur
og konfekt, kaffi og jólabjór.
Skáldkonan Sigurbjörg Þrastardóttir.
Höfundar lesa úr
bókum í Paradís
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Lau 3/1 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00
Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Sun 4/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00
Fös 26/12 kl. 13:00 Lau 10/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00
Fös 26/12 kl. 16:00 Sun 11/1 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00
Lau 27/12 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00
Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins!
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Þri 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 4/1 kl. 20:00 4.k. Sun 11/1 kl. 20:00 7.k.
Fös 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 7/1 kl. 20:00 5.k. Fim 15/1 kl. 20:00 8.k.
Lau 3/1 kl. 20:00 3.k. Fim 8/1 kl. 20:00 6.k.
Sígilt meistarastykki Ibsen í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 27/12 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00
Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00
Nýjar aukasýningar komnar í sölu!
Beint í æð (Stóra sviðið)
Fös 19/12 kl. 20:00 aukas. Lau 20/12 kl. 20:00 aukas. Lau 27/12 kl. 20:00 aukas.
ATH janúar sýningar komnar í sölu!
Bláskjár (Litla sviðið)
Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00
Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi
Jesús litli (Litla sviðið)
Sun 28/12 kl. 18:00 aukas. Sun 28/12 kl. 20:00 Mán 29/12 kl. 20:00
Fimm stjörnu mannbætandi leikhúsupplifun!
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)
Lau 20/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 13:00 Fös 26/12 kl. 14:00
Lau 20/12 kl. 15:00 aukas. Sun 21/12 kl. 15:00 aukas.
Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap
Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl.
Miðasala og nánari upplýsingar á midi.is og
í Gamla bíói 2 klst. fyrir sýningar s: 563 4000
X-mas, styrktartónleikar X977
» Þri. 16. des kl. 20.00
Útskriftarsýning Danslistarskóla JSB
» Mið. 17. des kl.19:30
Útgáfutónleikar AmabAdamA
» Fim. 18. des kl. 22.00
Winter Solstice, tónleikar
» Lau. 20. des kl. 20.00
Skötuveisla með Andreu Gylfa
» Þorláksmessa - 23. des kl. 11.30
Jólaball með Bó&Co
» Fös. 26. des kl. 23.00
Veistu hver ég var, diskóball
» Lau. 27. des kl. 23.00
Síðasti séns, tónleikar
» Þri. 30. des kl. 21.45
Nýárs gala kvöld í Gamla bíó
» Fim. 1. jan 2015 kl. 18.00