Morgunblaðið - 16.12.2014, Side 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2014
Jesúrímur eftir Tryggva Magnússon
verða fluttar af Megasi og Sauðrek-
unum ásamt Ágústu Evu Erlends-
dóttur í salnum Gym & Tonic á Kex
hosteli á föstudaginn, 19. desember,
kl. 20.30. Er það í annað sinn sem
rímurnar eru fluttar, skv. tilkynn-
ingu en Megas flutti þær í Bústaða-
kirkju 4. og 5. desember árið 2009
ásamt hljómsveit. Sauðrekana leiðir
Hörður Bragason organisti og í
hljómsveitinni eru m.a. hljóðfæra-
leikarar úr Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og hljómsveitunum Hr. Ingi
R., Júpiters, U.X.I. og Tríói Sunnu
Gunnlaugs.
„Jesúrímur voru skrifaðar af
Tryggva Magnússyni teiknara og
myndlistarmanni og í þeim yrkir
hann um lífshlaup Jesú Krists í háði
og voru rímurnar mjög umdeildar
þegar þær komu út. Jesúrímur er
mjög langur vísnabálkur og inni-
heldur í heild sinni yfir fimm hundr-
uð vísur. Megas og Sauðrekarnir
munu flytja þann hluta rímnanna
sem fjallar um fæðingu frelsarans í
bland við gömul og ný jólalög,“ segir
í tilkynningu um tónleikana.
Morgunblaðið/Einar Falur
Jesúrímur Magnús Þór Jónsson,
Megas, flytur Jesúrímur á föstudag-
inn með Sauðrekunum og Ágústu
Evu Erlendsdóttur söngkonu.
Megas og Sauðrekarnir
flytja Jesúrímur Tryggva
Lokahluti þríleiksins um Hobbitann verður ekki
frumsýndur hér á landi fyrr en um jólin en var
tekinn til sýningar í 38 löndum um liðna helgi.
Sýningar fóru vel af stað, miðar eru rifnir út og
þá eru gagnrýnendur almennt frekar ánægðir
með útkomuna.
Þessi þriðja kvikmynd leikstjórans Peters
Jacksons, sem byggist á sögu Tolkiens um ferð
hobbitans Bilbós Baggins, dvergahóps og Gand-
álfs inn í iður Fjallsins eina, er kennd við orr-
ustu fimm herja. Gagnrýnandi breska dagblaðs-
ins The Guardian er í skýjunum yfir útkomunni
og segir kvikmyndina „gríðarlega spennandi“.
Samkvæmt kvikmyndavefnum Rotten Tomatoes
er meðaltal umsagna 70% en var 74% þegar mið-
hluti þríleiksins var sýndur.
Miðasalan gengur afar vel, miðar seldust fyrir 117 milljónir dala í þess-
um 38 löndum fyrstu helgina. Til samanburðar seldust miðar fyrir 135
milljónir dala í 49 löndum þegar miðhluti verksins var tekinn til sýningar.
Sala gekk vel á lokahluta Hobbitans
Virtur Leikstjórinn Peter
Jackson í sviðsljósinu.
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalm@gmail.com
Rökkurró er mætt á svæðið aftur
með þriðju plötuna sína, Innra, eft-
ir nokkurt hlé frá tónlistinni. „Við
tókum okkur frí frá tónlistinni upp
úr 2011 en þá
voru
hljómsveitar-
meðlimir að fara
hver í sína átt-
ina, t.d. tveir til
Japans og aðrir
að sinna eigin
hugarefnum,“ segir Árni Þór Árna-
son, einn af upphaflegum með-
limum hljómsveitarinnar.
Síðasta plata Rökkurróar, Í ann-
an heim, naut gífurlegra vinsælda
og sat í 100 vikur á íslenska vin-
sældalistanum. Árni segir nýju
plötuna vera með örlítið aðrar
áherslur enda hafi hljómsveitin
bæði þroskast og þróast. „Við hitt-
umst fyrir tveimur árum aftur og
vildum strax gefa út plötu en að-
stæður höfðu breyst og áherslur
voru aðrar í tónlistinni hjá okkur.
Ætli það megi ekki segja að það
hafi orðið eðlileg þróun,“ segir
Árni, sem bendir á að tónlistin
komi úr öllum áttum innan hljóm-
sveitarinnar. „Hér er allur gangur
á því hvaða tónlist fólk hlustar á.
Trommuleikarinn okkar hlustar
sjaldan á annað en klassíska tónlist
meðan aðrir hlusta mikið á pönk og
þungarokk. Við höfum alltaf hlustað
á mismunandi tónlist, sem gerir
tónlistina okkar kannski áhuga-
verða.“
Vilja nýja ímynd með Innra
Rökkurró hefur iðulega verið sett
í flokk með post-rock-hljómsveitum
og segir Árni mikið hafa verið gert
til að losna við þann „krúttstimpil“
á nýrri plötu. „Þótt persónuleikar
okkar endurspegli ekki krúttstimp-
ilinn fengum við hann á okkur og
settum okkur því það markmið að
losna við stimpilinn. Strax var því
gengið út frá því að það væri ým-
islegt sem við mættum ekki gera á
þessari plötu en fórum svo í mót-
sögn við sjálf okkur því þetta átti
að vera platan sem við ætluðum að
leyfa okkur það sem við vildum og
kannski þorðum aldrei að gera.“
Nýja platan teygir sig inn í ýms-
ar stefnur og vill Árni ekki lýsa
henni öðurvísi en alternative rock
til að ná utan um allt það sem
leynist á plötunni. Hún er því
kannski eins og konfektkassinn,
ólíkir molar sem endurspegla
smekk og áherslur hvers og eins.
Neistinn sem þurfti!
Brotthvarf Ingibjargar Turchi,
sem stóð vaktina á bassanum, kom í
kjölfar erfiðs tíma, skömmu eftir að
hljómsveitin kom saman aftur. „Við
vorum á erfiðum stað og Ingibjörg
vildi fara að gera sína eigin hluti.
Það kom jafnvel til tals að hætta
þegar Skúli Agnarr bassaleikari
mætti á eina æfingu með okkur og
allt small saman á ný. Hann var
neistinn sem þurfti til að kveikja
bálið,“ segir Árni en allt virðist á
uppleið aftur hjá Rökkurró, sem er
á leið í þriggja vikna tónleikaferð
um Evrópu og heldur síðan í kjöl-
farið útgáfutónleika í Gamla bíói í
febrúar.
Vilja losna
við krúttið!
Þriggja vikna Evróputúr hjá Rökk-
urró Líf með nýjum bassaleikara
Verslunin Tólf tónar er Árna og hljómsveitinni kær en þar segist Árni hafa alist upp á menntaskólaárunum.
Tónleikar Rökkurró heldur í þriggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu
strax eftir jól en en þegar heim kemur verða útgáfutónleikar í Gamla bíói.
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
12
16
16
-EMPIREJÓLAMYNDIN 2014
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
POWERSÝNING
KL. 10
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
L
L
L
EXODUS Sýnd kl. 7 - 10 (P)
BIG HERO 6 2D Sýnd kl. 4:30
BIG HERO 6 3D Sýnd kl. 4:30
MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 7 - 10
MÖRGÆSIRNAR 2D Sýnd kl. 4:30
NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 10
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar